Fréttir

Birt þann 11. júní, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Tveir nýir Wolfenstein leikir væntanlegir í sumar

Tveir nýir Wolfenstein leikir eru væntanlegir nú í sumar, annars vegar VR-leikurinn Wolfenstein Cyberpilot og hins vegar Wolfenstein Youngblood sem er stærri í sniðum. Þetta kom fram á E3 kynningarfundi Bethesda í ár.

Í Wolfenstein Cyberpilot fer spilarinn með hlutverk hakkara í París árið 1980 sem notar tæknikunnáttu sína til að taka yfir stríðstækjum nasista og snúa þeim gegn eigendum sínum.

Sagan í Wolfenstein Youngblood gerist á níunda áratug seinustu aldar, eða um tveim áratugum eftir atburði Wolfenstein II: The New Colossus. Söguhetjur leiksins eru tvíburarnir Jessica og Sophie sem eru dætur B.J. Blazkowitzch (sem spilarar þekkja úr fyrri leikjum) og berjast gegn nasistum í París. Hægt verður að spila leikinn í einspilun eða í tveggja manna co-op.

Báðir leikirnir lenda í verslunum þann 26. júlí næstkomandi.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑