Birt þann 14. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
Larry Laffer mætir til leiks á Nintendo Switch og PlayStation 4
Leisure Suit Larry er nafn sem margir kannast við sem hafa spilað tölvuleiki í þó nokkurn tíma. Í fyrra kom leikurinn Leisure Suit Larry – Wet Dreams Don’t Dry frá Assemble Entertainment sem við fjölluðum einmit um hér á síðunni og má finna gagnrýni leiksins hérna.
Í gær kom út stafræn útgáfa af leiknum fyrir Nintendo Switch og Playstation 4 leikjavélarnar. Leikjadiskarnir koma síðan út í næstu viku og er dreift af Koch Media og verður leikurinn gefinn út í Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Ítalíu, Frakklandi, Belgíu, Lúxemborg, Hollandi, Spáni, Portúgal, Andorra, Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Bretlandi og Írlandi.
„Við erum ánægðir að hafa fundið Koch Media alþjóðlegt dreifingar fyrirtæki og samstarfsaðila til að styðja okkur við að gefa út Leisure Suit Larry – Wet Dreams Don’t Dry í Evrópu á PlayStation 4 og Nintendo Switch,“ Sagði Stefan Marcinek, forstjóri og stofnandi Assemble Entertainment.
Leikurinn er fáanlegur á PC, Mac, Nintendo Switch og PlayStation 4.
Heimild: Koch Media