Fréttir

Birt þann 10. júní, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Doom hjálmurinn fylgir safnaraútgáfu Doom Eternal

Bethesda tilkynnti fyrir stuttu að nýi Doom leikurinn, Doom Eternal, er væntanlegur í verslanir þann 22. nóvember á þessu ári. Samkvæmt nýjum sýnishornum úr leiknum sem sýnd voru á kynningu fyrirtækisins í tengslum við E3 tölvuleikjaráðstefnuna mun nýi leikurinn byggja á svipaðri formúlu og Doom leikurinn frá árinu 2016 þar sem áhersla er lögð á góða spilun, mikinn hraða og brútal framsetningu.

Í Doom Eternal hafa djöflar hertekið jörðina og er þitt verkefni er að redda málunum og bjarga jörðinni. Í leiknum verður flakkað á milli vídda og meðal annars heimsótt himnaríki og helvíti. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur líkt og fyrri Doom leikir og mun innihalda söguþráð í einspilun og fjölspilunarhluta sem kallast Battlemode.

Hægt verður að kaupa sérstaka safnaraútgáfu af Doom Eternal og mun Doom hjálmurinn frægi fylgja með þeirri útgáfu í raunstærð.

Skjáskot úr kynningu Bethesda fyrir E3
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑