Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»66% Íslendinga spilar tölvuleiki – 41% spilar reglulega
    Fréttir

    66% Íslendinga spilar tölvuleiki – 41% spilar reglulega

    Höf. Bjarki Þór Jónsson7. febrúar 2019Uppfært:7. febrúar 2019Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Origo bauð upp á umræður um rafíþróttir í dag í tengslum við UTmessuna sem hefst formlega á morgun. Áður en umræður hófust kynnti Gallup nýjar tölur varðandi tölvuleikjaspilun Íslendinga, en þetta er í fyrsta sinn sem slík könnun hefur verið lögð fram með formlegun hætti og því ekki hægt að bera þessar nýju tölur með beinum hætti við niðurstöður eldri kannana. Niðurstöður Gallup sýna að 66% Íslendinga sem hafa náð 18 ára aldri spila tölvuleiki, en 41% Íslendinga á sama aldri spila tölvuleiki reglulega, það er að segja einu sinni í viku eða oftar. Hér fyrir neðan er að finna tölfræðina sem Gallup kynnti fyrr um daginn.

    • 66% Íslendinga spila tölvuleiki (hér er ekki gerður greinamunur á því hvort viðkomandi spila tölvuleik einu sinni á ári eða daglega). Þetta eru um 154.000 Íslendingar. Fleiri Íslendingar spila tölvuleiki en taka lýsi (56%) eða nota Instagram (51%).
    • 41% Íslendinga spila tölvuleiki vikulega eða oftar, eða álíka margir og lesa bækur (45%).
    • Flestir spila tölvuleiki í síma (50%) eða borðtölvu eða fartölvu (39%), færri spila leiki í leikjatölvu (27%) eða í spjaldtölvu (25%).
    • Þeir sem spila leiki í síma eða borðtölvu eða fartölvu eru líklegri til að spila lengur en þeir sem spila leiki í spjaldtölvu eða leikjatölvu.
    • Af þeim sem spila tölvuleiki vikulega spila flestir leiki í síma (26%) og þar á eftir í borðtölvu eða fartölvu (18%), færri spila tölvuleiki í leikjatölvu (9%) eða spjaldtölvu 8%).
    • Algengt er að þeir spilarar sem spila tölvuleiki a.m.k. einu sinni í viku spili frá hálftíma og upp í sjö klukkutíma á viku (72%). Aðrir (28%) spila í sjö klukkutíma eða meira í viku hverri. Virkir spilarar verja að meðaltali 54 mínútum í spilun á dag.
    • Þeir sem spila tölvuleiki í borðtölvu eða fartölvu eða í leikjatölvu verja að meðaltali 5,5-6 klst. í spilun á viku á meðan þeir spilarar sem spila leiki í síma eða í spjaldtölvu verja áberandi minni tíma í spilun, eða 2-2,5 klst. á viku.
    • Yngri aldurshópar spila meira en þeir eldri. Virkasti aldurshópurinn er 18-30 ára þar sem 86% spila tölvuleiki og 62% spila vikulega. Í aldurshópnum 31-45 ára spila 78% tölvuleiki og 53% spila vikulega. 55% á aldrinum 46-60 ára spila tölvuleiki og 31% vikulega. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 60 ára spila tölvuleiki og 28% spila vikuleg.
    • Álíka margar konur og karlar spila tölvuleiki. 65% kvenna spila tölvuleiki og 40% spila tölvuleiki vikulega. 67% karla spilar tölvuleiki og 42% spilar vikulega. Karlar verja þó meiri tíma í tölvuleiki og spila að meðaltali 7 klst. á viku á meðan konur spila 5 klst. á viku.
    • Konur spila leiki aðeins meira en karlar í síma eða í spjaldtölvu á meðan karlar spila leiki töluvert meira en konur í borðtölvu eða fartölvu eða í leikjatölvu.
    • 14% barna á aldrinum 0-2 ára spila tölvuleiki (enginn 0 ára var þó skráður á lista, svo hér má gera ráð fyrir aldrinum 1-2 ára). Tveir þriðju barna á aldursbilinu 3-5 ára spila tölvuleiki og lang flesti börn á aldrinum 6-17 ára spila tölvuleiki. 94% barna á aldrinum 6-12 ára spila leiki á meðan 86% barna á aldrinum 13-17 spilar leiki.
    • Stelpur og strákar yngri en 18 ára spila álíka mikið tölvuleiki í síma og í spjaldtölvu en strákar eru áberandi fleiri þegar kemur að spilun í borðtölvu eða fartölvu eða í leikjatölvu.
    Gallup Ísland könnun Origo Tölfræði tölvuleikjaspilun
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Sundered – „of erfiður á köflum og glímir enn við nokkra tæknilega örðugleika“
    Næsta færsla Tölvuleikjaþema í Hafnarfirði á Safnanótt
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.