Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»PlayStation 4 Pro hækkar í verði á Íslandi
    Greinar

    PlayStation 4 Pro hækkar í verði á Íslandi

    Höf. Bjarki Þór Jónsson1. febrúar 2018Uppfært:1. febrúar 2018Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Verðstríð fór af stað milli íslenskra verslana síðastliðið sumar, í kjölfar þess að Costco í Garðabæ fór að selja PlayStation 4 Pro (1. tb.) leikjatölvuna á mun lægra verði en aðrar verslanir Algengt verð á leikjatölvunni fyrir komu Costco var um 60.000 kr. en það lækkaði niður í um 47.000 kr. eftir að Costco fór að bjóða sínum viðskipavinum upp á vöruna á því verði. Hægt er að lesa ítarlegar um verðsamanburð sumarsins og verðþróun PlayStation Pro á Íslandi hér.

    Pro útgáfan er nú komin aftir í nokkrar verslanir hér og landi og er algengt verð um 60.000 kr, sem er sama verð og tíðkaðist fyrir lækkunina síðasta sumar [47.000 kr.].

    Nú hefur Costco ekki verið með leikjatölvuna í sölu í nokkurn tíma og á sama tíma hefur verðið hækkað aftur í íslenskum verslunum. PlayStation 4 Pro (1. tb.) hefur ekki verið fáanleg ein og sér í verslunum í einhvern tíma heldur eingöngu verið hægt að kaupa tölvuna í setti þar sem leikur fylgir með, svo erfitt hefur verið að fylgjast með verðinu á tölvunni sjálfri. Pro útgáfan (hvít) er nú komin aftir í nokkrar verslanir hér og landi og er algengt verð um 60.000 kr, sem er sama verð og tíðkaðist fyrir lækkunina síðasta sumar. Í Elko og Gamestöðinni kostar tölvan um 60.000 kr., sem er um 13.000 kr. hækkun frá því í sumar.

    Hallbjörn Sigurður hjá Gamestöðininni segir að hækkunina hjá þeim megi rekja til hækkunar á verði hjá erlendum birgjum sem þeir eiga í viðskiptum við. Óttar Örn, innkaupastjóra hjá Elko, telur að leikjatölvan hafi verið að seljast á undir kostnaðarvirði í sumar og nú sé tölvan komin aftur í eðlilegt verð.

    Skjáskot: Gamestöðin (vinstri) og Elko (hægri)

    Við þetta má bæta að gengi íslensku krónunnar hefur trúlega haft einhver áhrif á verðsveiflurnar meðal þeirra fyrirtækja sem versla við erlenda birgja. Líkt og sést á grafinu hér fyrir neðan var  gengi krónunnar mun hagstæðara gagnvart breska pundinu síðastliðið sumar þar sem pundið var í kringum 125 kr. á meðan það er á um 142 kr. í dag.

    Mynd: xe.com
    playstation PlayStation 4 Pro ps4 verðkönnun
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaHvernig læri ég ný spil? Sex ráð til þess að koma þér af stað
    Næsta færsla Nintendo Switch Online, nýr Mario Kart og Mario teiknimynd
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.