Greinar

Birt þann 1. febrúar, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

PlayStation 4 Pro hækkar í verði á Íslandi

Verðstríð fór af stað milli íslenskra verslana síðastliðið sumar, í kjölfar þess að Costco í Garðabæ fór að selja PlayStation 4 Pro (1. tb.) leikjatölvuna á mun lægra verði en aðrar verslanir Algengt verð á leikjatölvunni fyrir komu Costco var um 60.000 kr. en það lækkaði niður í um 47.000 kr. eftir að Costco fór að bjóða sínum viðskipavinum upp á vöruna á því verði. Hægt er að lesa ítarlegar um verðsamanburð sumarsins og verðþróun PlayStation Pro á Íslandi hér.

Pro útgáfan er nú komin aftir í nokkrar verslanir hér og landi og er algengt verð um 60.000 kr, sem er sama verð og tíðkaðist fyrir lækkunina síðasta sumar [47.000 kr.].

Nú hefur Costco ekki verið með leikjatölvuna í sölu í nokkurn tíma og á sama tíma hefur verðið hækkað aftur í íslenskum verslunum. PlayStation 4 Pro (1. tb.) hefur ekki verið fáanleg ein og sér í verslunum í einhvern tíma heldur eingöngu verið hægt að kaupa tölvuna í setti þar sem leikur fylgir með, svo erfitt hefur verið að fylgjast með verðinu á tölvunni sjálfri. Pro útgáfan (hvít) er nú komin aftir í nokkrar verslanir hér og landi og er algengt verð um 60.000 kr, sem er sama verð og tíðkaðist fyrir lækkunina síðasta sumar. Í Elko og Gamestöðinni kostar tölvan um 60.000 kr., sem er um 13.000 kr. hækkun frá því í sumar.

Hallbjörn Sigurður hjá Gamestöðininni segir að hækkunina hjá þeim megi rekja til hækkunar á verði hjá erlendum birgjum sem þeir eiga í viðskiptum við. Óttar Örn, innkaupastjóra hjá Elko, telur að leikjatölvan hafi verið að seljast á undir kostnaðarvirði í sumar og nú sé tölvan komin aftur í eðlilegt verð.

Skjáskot: Gamestöðin (vinstri) og Elko (hægri)

Við þetta má bæta að gengi íslensku krónunnar hefur trúlega haft einhver áhrif á verðsveiflurnar meðal þeirra fyrirtækja sem versla við erlenda birgja. Líkt og sést á grafinu hér fyrir neðan var  gengi krónunnar mun hagstæðara gagnvart breska pundinu síðastliðið sumar þar sem pundið var í kringum 125 kr. á meðan það er á um 142 kr. í dag.

Mynd: xe.com

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑