Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»TEDxReykjavík 2017 – Ný hugsun
    Menning

    TEDxReykjavík 2017 – Ný hugsun

    Höf. Bjarki Þór Jónsson29. ágúst 2017Uppfært:29. ágúst 2017Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Laugardaginn 9. september verður TEDxReykjavík ráðstefnan haldin í Tjarnarbíói. Þetta er í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi og er þema viðburðarins að þessu sinni ný hugsun, eða „re-imagine“. Fyrirlesarar munu fjalla um hvernig megi endurhugsa nálgun okkar við samfélag okkar og umhverfi. Rætt verður um hvernig má koma á jákvæðum breytingum í von um að skapa betri heim.

    Nálgast verður viðfangsefnið frá mörgum mismunandi áttum. Joon (Jonatan Hove), leikjahönnuður, mun flytja fyrirlestur um það þegar spilarar ákveða að spila leiki á allt annan hátt en leikurinn var hannaður fyrir (transgressive play). Einnig verða fyrirlestrar um listir, ljósmyndir, mataræði og margt fleira.

    Fyrirlesarar TEDxReykjavík 2017

    Jonatan „Joon“ Van Hove – leikjahönnuður – Veitir innsýn inn í nýja hreyfingu meðal ungra tölvuleikmanna og hvaða ályktanir má draga frá henni. Af hverju ákveða sumir leikmenn að brjóta allar reglur og spila leiki á allt annan hátt en leikjahönnuðurinn gerði ráð fyrir?

    Tristan Elizabeth Gribbin – stofnandi og framkvæmdastjóri FLOWVR – ræðir um mikilvægi og gildi hugleiðslu, hvernig hún hefur endurhugsað leiðir til hugleiðslu og gert nútímafólki kleift að hugleiða með aðstoð hugbúnaðar á borð við sýndarveruleika.

    Halldóra Mogensen – þingkona – mun hvetja til umræðu um almenn borgaralaun, endurskoðun á íslenska efnahagskerfinu og leggja fram tillögur að sjálfbæru efnahagskerfi.

    Sigurður Ólafur Sigurðarsson – ljósmyndari – skoðar hvernig ljósmyndun getur sýnt okkur nútímavandamál frá nýju sjónarhorni. Getur ljósmynd raunverulega sagt alla söguna?

    Ari Jóns – nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands – mun kynna hugmynd sína um vatnsflösku sem brotnar niður í náttúrunni á einungis nokkrum dögum. Hann fékk hugmyndina þegar hann komst að því að 50% plasts er notað einu sinni og hent í ruslið. Hann skorar á okkur að nálgast vandann við aukna plastnotkun á skapandi hátt.

    Aishling Muller – listakona – vill endurskoða hlutverk lista í heiminum og okkar eigin lífi. Hún heldur því fram að listir eigi ekki einungis við listafólk heldur eigi allir að geta notið þess að skapa. Ættu fleiri manneskjur að nýta sér listir til að takast á við og njóta lífsins?

    Benjamín Sigurgeirsson – doktor í líftækni – Ræðir um mataræði mannkynsins. Hann segir að við höfum ómeðvitað þróað með okkur matarvenjur sem séu skaðlegar umhverfinu og lífi á jörðinni. Benjamín hvetur okkur til að endurhugsa ályktanir okkar um mataræði og skoða hvað það getur haft gríðarlegan ávinning í för með sér.

    Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á Midi.is.
    Miðaverð er 5.900 kr.

     

    TEDx TEDxReykjavik
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaCCP gefur út Sparc í dag
    Næsta færsla Nintendo kynna væntanlega indie leiki fyrir Switch
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.