Fréttir

Birt þann 22. júní, 2017 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Pandemic Legacy: Season 2 væntanlegt

Z-Man Games, útgefandi Pandemic Legacy, sem notið hefur gífurlegra vinsælda um heim allan og er meðal annars besta borðspil í heimi í dag skv. Boardgamegeek, hefur tilkynnt framhald við þennan vinsæla titil sem einfaldlega hefur verið nefnt Season 2 mun líta dagsins ljós í lok ársins 2017.

Sjötíu og einu ári eftir hamfarir fyrra spilsins þar sem C0dA vírusinn ógurlegi lagði heiminn að fótum sér…

Í dag eru aðeins örfá samfélög sem veita öruggt skjól og hafa náð að lifa af í borgum víðs vegar um heiminn. Þessar borgir treysta á hreint vatn og mat frá eyðieyjum út á hafi fjarri vírusnum en nú fara birgðir þverrandi og því góð ráð dýr. Þrjár kynslóðir hafa alist upp í þessu ófremdar ástandi og nú er það undir leikmönnum komið að hætta sér aftur inn á meginlandið í leit að mat, vatni og hugsanlegu lífi.

Í upphafi spils mun einungis lítill hluti af leikborðinu vera sýnilegur, þessar örfáu borgir sem lifðu af. Leikmenn munu því koma til með þurfa veita þessum borgum aðstoð í formi birgðarkubba (e. Supply cubes) sem tákna mat, vatn, tæki og tól, þessar helstu nauðsynjar sem þarf til að lifa af í þessum ó manneskjulegum aðstæðum. Þessir kubbar gera borgunum kleift að hindra útbreiðslu vírussins enn fremur.

Leikmenn munu koma til með að þurfa hætta sér á „ókunnugar slóðir“ og fara lengra inn á meginlandið og von um að komast í samskipti við fleiri samfélög sem gætu hafa lifað af vírusinn. Það verður þó hægara sagt en gert því allar flugsamgöngur liggja niðri. Leikmenn þurfa því að fara sjóleiðis og ferðast úr höfn í höfn milli borga en því lengra sem leikmenn komast inn á meginlandið verður erfiðara að koma birgðum áleiðis.

Leikmenn hafa þekkja því ekkert nema þetta eina örugga skjól sem þeir hafa búið í allt sitt líf, en það er stærri heimur þarna úti og undir leikmönnum komið að bjarga honum. Season 2 er sjálfstætt framhald af Season 1 og er því EKKI nauðsynlegt að hafa lokið Season 1 til þess að njóta Season 2.

Nánari sýnishorn af Pandemic Legacy: Season 2 verða svo birt á Gen Con 2017 dagana 17-20 ágúst.

Undirritaður hreinlega getur ekki beðið!

Fyrir nánari upplýsingar má lesa meira hér á heimasíðu Z-Man Games.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑