Birt þann 10. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
E3 2017: Star Wars Battlefront 2 vill ekki endurtaka fyrri mistök
EA endaði E3 kynningu sína í kvöld á Star Wars Battlefront 2. Þar kom fram að við gerð Battlefront 2 var haft í huga þá gagnrýni sem fyrri leikurinn fékk frá mörgum spilurum, en hann þótti að mati margra mjög flottur útlitslega en bjóða upp á stutt og mjög takmarkaða spilun.
Þar kom fram að við gerð Battlefront 2 var haft í huga þá gagnrýni sem fyrri leikurinn fékk frá mörgum spilurum,
Í Battlefront 2 verður boðið upp á nýjan Star Wars (offline) söguþráð sem mun gerast á milli Return of the Jedi og The Force Awakens. Í söguþræðinum fá eldri Star Wars karakterar sitt pláss og nýjar persónur verða að sama skapi kynntar til sögunnar. Battlefront 2 mun bjóða upp á u.þ.b. þrefalt meira efni en fyrri Battlefront leikurinn (sem betur fer!) og meðal nýjunga er meiri fjölbreytni í fjölspilunarhluta leiksins; fleiri farartæki, fleiri plánetur og fleiri karakterar svo eitthvað sé nefnt. Kynningin endaði á sýnishorni úr fjölspilunarhlutanum sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.
Viðbætur við leikinn, persónur og fleira verða ókeypis í Battlefront 2.
Sænska leikjafyrirtækið DICE sér um gerð leiksins.
Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017
STIKLA