Birt þann 13. júní, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans
E3 2017: Nýtt efni fyrir Breath of the Wild kemur út 30. júní
Rétt áður en The Legend of Zelda: Breath of the Wild kom út hófu Nintendo sölu á árstíðarpassa fyrir gripinn. Passinn innihélt tvö efni, The Master Trials og The Campion’s Ballad sem koma út á þessu ári.
The Master Trials pakkinn skartar nýjum áskorunum sem og nýjum búningum fyrir Link. Þá verður einnig opnað fyrir Hero Mode sem mun gera leikinn ennþá erfiðari fyrir vikið. The Campion’s Ballad mun einblína á hetjurnar fjórar sem koma við sögu í sjálfum leiknum. Þá verður ný saga skrifuð í kringum þær sem mun gera upplifunina ennþá betri fyrir Breath of the Wild unnendur.
Ásamt aukaefninu munu Nintendo gefa út fjögur ný amiibo leikföng fyrir Breath of the Wild. The Master Trials pakkinn er væntanlegur 30. júní á meðan The Campion’s Ballad mun koma út síðar á þessu ári.
Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017