Bíó og TV

Birt þann 8. maí, 2017 | Höfundur: Atli Dungal

Ný stikla fyrir Blade Runner 2049 – spennan magnast!

Rétt í þessum skrifuðu orðum var að koma út ný stikla fyrir Blade Runner 2049. Teymið í kringum og í myndinni er stjörnum prýtt: í aðalhlutverkum eru þeir Ryan Gosling, Jared Leto og Harrison Ford, sem mætir aftur sem Deckard; leikstjóri er Denis Villeneuve sem leikstýrði t.a.m. hinni frábæru The Arrival; handritshöfundar eru Hampton Fancher (sem skrifaði einnig fyrir hina upprunalegu Blade Runner) og Michael Green; framleiðandi er enginn annar en Ridley Scott; tónlistin er eftir okkar eiginn Jóhann Jóhannson, og svona mætti lengi telja. Ég verð að viðurkenna að þau eru orðin ansi mörg árin síðan ég sá fyrstu Blade Runner síðast, því miður, en um leið og maður sér svona runu af reynslumiklum aðilum þá kemst maður ekki hjá því að verða að minnsta kosti örlítið spenntur.

Það er alveg óhætt að segja að hér sé á ferðinni mynd sem nördar hafa beðið lengi eftir. Stiklan lofar ótrúlega góðu, það er ekki hægt að segja annað. Það er einnig algjörlega ljóst að þessi mynd er skylduáhorf en svo er það annað hvort það sé eitthvað varið í hana því eftirvæntingarnar eru orðnar himinháar. Vonum það besta!

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑