Fréttir

Birt þann 26. apríl, 2017 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Alþjóðlegi borðspiladagurinn 2017 – Spilavinir og Nexus með dagskrá

Laugardaginn 29.apríl verður Alþjóðlegi borðspiladagurinn haldinn í fimmta skipti um heim allann. 

Hér á Íslandi hafa tvær verslanir verið duglegar að bjóða uppá viðburði en sem fyrr eru það Spilavinir í bláu húsunum Faxafeni og Nexus í Nóatúni. Samkvæmt Facebook viðburði Spilavina er nóg á dagskránni t.d keppnismót í Pandemic, 7 Wonders og Carcassonne.

Takmarkað sætapláss er á Pandemic mótið en alls geta átta tveggja manna lið tekið þátt eða hámark 16 spilarar. Í 7 Wonders mótinu eru glæsileg verðlaun fyrir efstu tvö sætin. Þáttökugjaldið verður hóflegt í 7 Wonders mótið en önnur mót eru gjaldfrjáls.

Hjá Nexus hefst dagskráin kl 12:00 og verða einnig ýmsir viðburðir uppá teningnum (pun intendid), s.s málningarkennsla þar sem leikmenn geta æft sig að mála tindáta/figúrur sem fylgja mörgum borðspilum og eru einnig mikið notaðir við Warhammer spilun. Nexus skaffar bæði málningu og fígurur til að mála.

Auk þess verða Pókemon kortaspilamót en leikmenn þurfa að mæta með sinn eigin 60 spila stokk til að geta tekið þátt. Seven Wonder: Duel mót mun standa yfir þar sem hámark 16 spilarar munu geta tekið þátt og mun Nexus veita verðlaun fyrir sigurvegara þess móts.

Captain Sonar hefst svo um 16:00 en í því spili eru tvö fjögurra manna lið að elta uppi kafbát andstæðinganna. Hver leikmaður fær sitt hlutverk og er spilið spilað í rauntíma þ.e að allir leikmenn eru sífellt að gera og bregðast við skipunum og upplýsingum frá sínum liðsmönnum í leit að hinum kafbátnum.

Undanfarin ár hefur verið gríðarleg gróska í spilum og má því með sanni segja að við séum stödd á gullöld borðspila!

Fyrir þá sem vilja spila langt fram á nótt verður það einnig í boði en þá mun verða kennsla í spilum sem eru í lengri kantinum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburði Nexus.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja við á báðum viðburðunum. Spil bjóða uppá frábærar samverustundir með vinum og fjölskyldu. Undanfarin ár hefur verið gríðarleg gróska í spilum og má því með sanni segja að við séum stödd á gullöld borðspila!

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑