Fréttir

Birt þann 10. mars, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Sparc – nýr tölvuleikur væntanlegur frá CCP

Íslenska leikjafyrirtækið CCP kynnti á dögunum að nýr leikur á sviði sýndarveruleika (VR) væri væntanlegur frá fyrirtækinu. Leikurinn mun bera heitið Sparc. Leikurinn var upphaflega kynntur sem Project Arena á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. Til gamans má geta þá er Sparc fyrsti leikur CCP sem ekki gerist í EVE heiminum sem á rætur sínar að rekja til fjölspilunarleiksins EVE Online sem var gefinn út árið 2003. Síðan þá hefur CCP gefið út fjóra aðra leiki sem gerast í sama heimi; DUST 514 og sýndarveruleikaleikina Gunjack, Gunjack II og EVE: Valkyrie.

Í Sparc munu andstæðingar keppa í íþróttagrein innan sýndarveruleika (vSport). Leikreglunar eru einfaldar; spilarar keppa í rauntíma og er markmiðið að hitta andstæðingin sem oftast með  því að kasta diski í átt að honum, og á sama tíma forðast svipuð skot frá andstæðingnum. Sá sem verður fyrir fæstum skotum innan ákveðins tímaramma sigrar leikinn. Útlit leiksins minnir svolítið á Tron-heiminn eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.

Sparc er væntanlegur fyrir HTC Vive, Oculus Rift og PlayStation VR síðar á þessu ári.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑