Fréttir

Birt þann 28. febrúar, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nintendo Switch á Íslandi: Útgáfudagur og verðmiði

Nintendo Switch, nýja leikjatölvan frá Nintendo, er væntanleg í verslanir erlendis föstudaginn 3. mars 2017. Ormsson, sem er umboðsaðili Nintendo á Íslandi, staðfesti við Nörd Norðursins að leikjatölvan muni einnig koma í verslanir á Íslandi sama dag, Nintendo áhugamönnum til mikillar gleði.

Nintendo Switch býður upp á áhugaverða mögulega þegar kemur að spilun en hægt er að nota leikjatölvuna sem klassíska leikjatölvu sem tengist við sjónvarpið heima og sem handhelda leikjatölvu sem hægt er að ferðast með á milli staða. Stjórntæki tölvunnar er svo hægt að breyta og nota sem stjórntæki fyrir einn eða tvo líkt og sést á kynningarmyndbandi leikjatölvunnar hér fyrir neðan.

Ormsson staðfesti einnig við Nörd Norðursins að verðmiðinn á Nintendo Switch verði 49.900 kr. hjá Ormsson. Þess ber að geta að hægt er að forpanta tölvuna hjá Ormsson á áðurnefndu verði og hjá Elko á 49.995 kr. Tölvan mun kosta 299 dali í Bandaríkjunum og 279 pund í Bretlandi sem er í kringum 32-37.000 kr. á núverandi gengi. Íslenska verðið er töluvert lægra en margir þorðu upphaflega að vona (sérstaklega þar sem Wii U leikjatölvan kostaði lengi vel tvöfalt meira en víða erlendis) en eflaust hefur nýleg tollalækkun átt sinn þátt í að halda verðinu niðri á nýju leikjatölvunni.

Leiðrétt 1. mars 2017 kl. 10:59

Ormsson er EKKI með forsölu í gangi á Nintendo Switch, heldur opnar verslun þeirra kl. 10:00 þann 3. mars og gildir reglan; fyrstir koma fyrstir fá.

Ætlar þú að kaupa þér Nintendo Switch?

  • (49%, 45 Votes)
  • Kannski - óákveðin/n (40%, 37 Votes)
  • Nei (9%, 8 Votes)
  • Hlutlaus (2%, 2 Votes)

Total Voters: 92

Loading ... Loading ...
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑