Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: The Last Guardian – „einstök leikjaupplifun“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: The Last Guardian – „einstök leikjaupplifun“

    Höf. Bjarki Þór Jónsson9. desember 2016Uppfært:9. desember 2016Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Óhætt er að fullyrða að stór hópur tölvuleikjaspilara hefur beðið lengi með mikilli eftirvæntingu eftir útgáfu The Last Guardian. Leikurinn á sér óvenju langa sögu en hann var í þróun allt frá árinu 2007 og í gegnum árin var útgáfudeginum ítrekað seinkað – sumir voru jafnvel farnir að efast um að leikurinn yrði nokkurntímann gefinn út.

    En loksins, heilum níu árum síðar, er leikurinn kominn í búðir og spurning hvernig þessi langi gerjunartími hefur farið með leikinn.

    Þeir leikjanördar sem hafa verið að fylgjast með The Last Guardian undanfarin ár vita að hér er ekki hefðbundinn AAA tölvuleikur á ferðinni, þar sem grafík, hasar og sprengingar skipta mestu máli. Það er japanski leikjahönnuðurinn Fumito Ueda sem stendur á bakvið gerð The Last Guardian, en hann gerði garðinn frægan með leikjunum Ico (2001) og Shadow of the Colossus (2005) sem hafa gjarnan verið nefndir sem dæmi um tölvuleiki í listrænum skilningi (líkt og Axel Gústavsson gerðir í greininni Ico, Flower og tölvuleiki sem listform frá árinu 2012) Líkt og í fyrri leikjum Fumito þá spila mannlegar tilfinningar og fegurð stórt hlutverk í The Last Guardian ásamt því að bjóða upp á áhugaverða sögu þar sem spilarinn fær að kynnast aðalsöguhetju leiksins, ungum dreng og furðudýrinu Trico betur.

    the_last_guardian_03

    Saga The Last Guardian er sögð á áhugaverðan hátt þar sem spilarinn veit jafn lítið og strákurinn í leiknum…

    Leikurinn byrjar nokkuð óvænt. Engin baksaga er spiluð í byrjun leiksins svo spilarinn veit í raun ekkert hvað er í gangi eða hvert verkefni hans er í leiknum. Án þess að spilla sögunni þá byrjar leikurinn þannig að strax í byrjun rankar aðalsöguhetja leiksins, ungur strákur, við sér í helli hliðina á furðudýri, sem er einskonar blanda af ketti, hundi og fugli, sem er máttfara og fast í hlekkjum. Fyrsta verkið er að aðstoða þetta furðudýr, sem er kallað Trico, í kjölfarið fer hægt og bítandi af stað saga um samband og leiðangur þeirra tveggja. Saga The Last Guardian er sögð á áhugaverðan hátt þar sem spilarinn veit jafn lítið og strákurinn í leiknum um hvað er í gangi og fáar sem engar vísbendingar gefnar, heldur er það alfarið í höndum spilarans að finna úr því.

    the_last_guardian_02

    Bæði drengurinn og Trico hafa sína styrkleika og veikleika í leiknum og er það hlutverk spilarans að kynnast tvíeykinu og læra hvernig þeir geta unnið saman.

    The Last Guardian er þrautaleikur sem inniheldur einfalda en fjölbreytta spilun. Tvíeykið þarf að læra að vinna saman til að komast í gegnum ýmiskonar hindranir sem tvinnast svo við framvindu leiksins. Bæði drengurinn og Trico hafa sína styrkleika og veikleika í leiknum og er það hlutverk spilarans að kynnast tvíeykinu og læra hvernig þeir geta unnið saman. Eins og áður sagði þá leiðbeinir leikurinn spilaranum lítið sem ekkert – eitthvað sem að fáir leikir þora að gera í dag – og þýðir þetta að spilarinn er alveg einn á báti þegar kemur að því að leysa þrautirnar. Í flestum tilfellum eru lausnirnar nokkuð augljósar, en inná milli leynast nokkrar tímafrekari og flóknari þrautir sem geta reynt svolítið á þolinmæðina.

    Andrúmsloft leiksins er í rólegri kantinum en inniheldur þó hvorutveggja spennandi og dularfulla kafla í bland við rólega kafla þar sem spilarinn skoðar sig um og reynir að leysa þrautir. Fyrir utan áhugaverða og vel heppnaðan söguþráð þá býður leikurinn upp á einstaklega áhugaverða karaktera, unga drenginn og Trico, sem auðvelt er að tengjast. Það er beinlínis erfitt að falla ekki fyrir furðudýrinu Trico sem er ofurkrúttlegur þrátt fyrir að vera risavaxinn. Leikurinn er ákaflega hægur til að byrja með en verður fjölbreyttari hægt og rólega. Söguheimurinn í leiknum er forvitnilegur þar sem flakkað er á milli þess að vera inní dimmum byggingum eða úti í litríkri náttúru. Hægt er að skoða sig frjálslega um í leiknum og er nánast hver einn og einasti rammi eins og vel heppnað málverk.

    the_last_guardian_01

    Aðdáendur Fumito Ueda ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með The Last Guardian. Þrátt fyrir að grafík leiksins sé ekki sú allra flottasta í dag, þá er útkoman einstaklega falleg og grípandi. Heimurinn og tvíeykið eiga auðvelt með að heilla mann upp úr skónum, og þá sérstaklega furðuveran Trico. Tónlistin í leiknum er einnig stórgóð og smellpassar við hápunkta leiksins í bland við þögnina sem ríkir í leiknum.

    Helstu gallar leiksins tengjast myndavél og stýringunni í leiknum.

    Helstu gallar leiksins tengjast myndavél og stýringunni í leiknum. Reglulega koma upp óþægileg sjónarhorn þar sem erfitt er að átta sig á því hvað snýr upp og hvað snýr niður. Þetta gerist nokkuð reglulega þegar tvíeykið ferðast um þröng rými og myndavélin veit varla hvar hún á að staðsetja sig. Maður hefur lent inní veggjum, inní Trico og jafnvel fengið nærmynd af rassaborunni á greyið furðudýrinu. Sömuleiðis getur verið erfitt að stjórna drengnum og Trico við ákveðnar aðstæður, þá sérstaklega þegar að drengurinn er að klifra á Trico eða gefa honum skipanir. Þetta getur verið sérlega truflandi á köflum og rífur mann auðveldlega úr innlifun leiksins – en þessir gallar eiga sem betur fer aðeins við afmarkaða kafla.

    Með The Last Guardian nær Fumito Ueda enn og aftur að sýna listrænt gildi tölvuleikja, fer sínar eigin leiðir og nær að bjóða uppá einstaka leikjaupplifun sem skilur eitthvað eftir sig.

    Menn eru misjafnlega lengi að klára leiki en The Last Guardian gaf mér u.þ.b. 10-13 klukkutíma í spilun og er þetta leikur sem er auðveldlega hægt að spila oftar en einu sinni. Ég gekk vel sáttur frá leiknum og fannst hann standast væntingar þrátt fyrir misgóða byrjun. Með The Last Guardian nær Fumito Ueda enn og aftur að sýna listrænt gildi tölvuleikja, fer sínar eigin leiðir og nær að bjóða uppá einstaka leikjaupplifun sem skilur eitthvað eftir sig. Takk fyrir mig Fumito Ueda!

    Fumito Ueda Leikjarýni The Last Guardian
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaPlaystation Experience 2016 – stiklur
    Næsta færsla Leikjarýni – Dishonored 2
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.