Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: Love Letter – „gott spil þrátt fyrir að það sé í einfaldari kantinum“
    Spil

    Spilarýni: Love Letter – „gott spil þrátt fyrir að það sé í einfaldari kantinum“

    Höf. Þóra Ingvarsdóttir27. maí 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Love Letter er tiltölulega einfalt kortaspil frá Alderac Entertainment Group fyrir 2-4 spilara sem gengur út á að verða síðasti spilarinn með spil á hendi, og þar með sá sem kemur bréfi sínu til prinsessunnar. Reglurnar eru tiltölulega einfaldar og auðlærðar, en spilið leynir þó á sér og býður upp á furðu mikla strategíunotkun af svona einföldu spili að vera.

    Hver umferð byrjar á því að allir spilarar draga eitt spil úr stokknum. Spilastokkurinn samanstendur af spilum með myndum af 8 mismunandi persónum við hirðina – kóngum, prinsessum, hertogum, hirðmeyjum o.s.frv. – og hver persóna hefur tölu frá 1 til 8 eftir mikilvægi hennar við hirðina. Hvert persónuspil hefur síðan mismunandi eiginleika þegar því er spilað – sum gera annan spilara úr leik undir ákveðnum kringumstæðum (t.d. ef sá sem spilaði því getur giskað rétt á hvað hinn spilarinn sé með á hendi), á meðan önnur leyfa spilaranum að gera hluti eins og að skipta um hendi við aðra spilara eða sjá hvað aðrir eru með á hendi.

    Love_Letter_01

    Síðan skiptast spilarar á við að draga eitt spil úr stokknum og spila svo öðru hvoru spilinu sem þeir eru nú með. Það er hér sem strategían kemur til leiks – með því að muna hverju hinir spilararnir hafa spilað, hvað þeir vita um aðra spilara, og velja að spila rétt í samræmi við þessar upplýsingar, reynir maður að gera hina spilarana úr leik. Sá spilari sem er síðan að lokum einn eftir með spil á hendi vinnur umferðina. Fari svo að fleiri en einn spilari hafi ennþá spil á hendi þegar stokkurinn er búinn, sýna allir spilin sín og sá sem er með spilið með mest mikilvægi við hirðina (þ.e. með hæstu töluna) vinnur þá umferðina.

    Love Letter er mjög auðlært og auðskilið – það er gott spil til að kenna fólki sem hefur kannski ekki mikla reynslu af flóknum spilum, eða þolinmæði við löng spil.

    Love Letter er mjög auðlært og auðskilið – það er gott spil til að kenna fólki sem hefur kannski ekki mikla reynslu af flóknum spilum, eða þolinmæði við löng spil. Sjálf hef ég kennt Love Letter fólki sem hafði áður ekki spilað neitt flóknara en ólsen ólsen og lúdó, og það sló algjörlega í gegn hjá þeim og vakti áhuga þeirra á að byrja að prófa önnur spil. Myndirnar á spilunum eru einfaldar en fallegar, og spilið er líka ekki stærra en lítill spilastokkur þannig að það er mjög fyrirferðalítið. Eins og áður sagði leynir það samt á sér, það er nauðsynlegt að nota heilann og hugsa taktískt til að vinna.

    Love_Letter_02

    Hinsvegar er auðvitað takmarkað hversu mikla fjölbreytni er hægt að fá út úr spili sem byggist eingöngu á 16 spila stokk. Eftir að maður er búinn að ná tökum á spilinu er ekki mikið nýtt sem maður fær út úr því, allar spilanir eru frekar svipaðar. Einnig skiptir litlu máli hversu vel maður spilar, ef maður dregur eingöngu léleg spil í umferðinni er lítið sem maður getur gert til að sporna við slæmu gengi.

    Love Letter er að mínu mati mjög gott spil þrátt fyrir að það sé í einfaldari kantinum, og þegar mann vantar spil sem er fljótlegt bæði að kenna og spila eru fá betri.

    Love Letter er að mínu mati mjög gott spil þrátt fyrir að það sé í einfaldari kantinum, og þegar mann vantar spil sem er fljótlegt bæði að kenna og spila eru fá betri. Fyrir þá sem eru ekki nógu hrifnir af prinsessuþemanu hafa ýmsar mismunandi útgáfur komið út – teiknimyndasöguáhugafólk ætti t.a.m. að kynna sér Batman útgáfuna, og einnig er til útgáfa byggð á The Hobbit og Munchkin útgáfa.

    Love Letter spilarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTEDxReykjavík 2016 ráðstefnan haldin 28. maí í Austurbæ
    Næsta færsla Bað kærustunnar í gegnum Mario Maker
    Þóra Ingvarsdóttir

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.