Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Box Island kemur út eftir helgi – Rökfræðilegur þrautaleikur fyrir krakka
    Fréttir

    Box Island kemur út eftir helgi – Rökfræðilegur þrautaleikur fyrir krakka

    Höf. Nörd Norðursins20. ágúst 2015Uppfært:20. ágúst 2015Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Box_Island_ipadÍslenska tölvuleikjafyrirtækið Radiant Games mun gefa út tölvuleikinn Box Island þriðjudaginn 25. ágúst hér á Íslandi. Um er að ræða „soft launch“ þar sem leikurinn verður aðeins fáanlegur iPad notendum hér á landi til að byrja með en gert er ráð fyrir því að leikurinn verði fáanlegur víðar um heim á þessu eða næsta ári. Þetta er fyrsti leikurinn sem Radiant Games gefur út en Radiant Games tók þátt í Imagine Cup árið 2012 og lentu þar í 4.-5. sæti með leikinn Robert’s Quest.

    Radiant Games hafa verið nokkuð áberandi í umræðunni undanfarna mánuði og tóku meðal annars þátt í Slush PLAY ráðstefnunni í Reykjavík og voru viðstaddir Nordic Game Conference í Malmö til að kynna Box Island.

    Box Island er rökfræðilegur þrautaleikur (e. logical puzzle game) fyrir iPad spjaldtölvur sem á að auðvelda krökkum að beita grunngildum forritunar og efla rökfræðilegan hugsunarhátt að sögn Vignis Arnar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Radiant Games. Út frá því sem við sáum og heyrðum á kynningu Radiant Games á Slush PLAY verður leikurinn litríkur þar sem fókusinn er fyrst og fremst settur á að gera leikinn skemmtilegan í spilun fyrir krakka, en á sama tíma kenna þeim grunngildi í forritun. Markhópurinn eru krakkar á aldrinum 8-12 ára.

    Í leiknum stjórnar spilarinn Hiro, sem er aðalsöguhetja leiksins:

    Í leiknum taka krakkar þátt í ævintýri á eyjunni Box Island, en þar fer aðalsöguhetjan Hiro í leiðangur til að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlenti á eyjunni.  Spilunin í leiknum virkar þannig að krakkar þurfa að hjálpa Hiro að komast framhjá ýmsum hindrunum á ferðalagi sínu um eyjuna, ásamt því að safna loftbelgsbútum til að setja loftbelginn aftur saman.

    segir Vignir Örn og útskýrir í framhaldinu hvernig leikurinn er spilaður:

    Spilarinn þarf að nota verkfærakistu sem inniheldur þrjár tegundir af forritunaraðgerðum (hefðbundnar aðgerðir, lykkjur og skilyrðissetningar) til þess að leysa þrautirnar. Aðgerðir eru einfaldlega dregnar úr verkfærakistunni og settar saman í aðgerðarunu (forrit) til að hjálpa Hiro að ferðast áfram. Þrautirnar eru framsettar á borði sem hefur mismarga reiti eftir þraut. Á borðinu geta verið óvinir, holur, kassar, skeljar, og fleiri hlutir sem geta annað hvort hjálpað eða skemmt [fyrir spilaranum].

    Yfir 50 borð eru í núverandi útgáfu leiksins og ferðast spilarinn um eyjuna, meðal annars á strönd, í skóg og á eldfjall eyjunnar.

    Við hjá Nörd Norðursins munum að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast með Box Island og hvetjum foreldra, kennara og aðra áhugasama til að kíkja á og prófa leikinn þegar hann kemur á App Store 25. ágúst næstkomandi.

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

    Bjarki Þór Jónsson Box Island forritun igi Leikir fyrir krakka Radiant Games Vignir Örn Guðmundsson þrautaleikur
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaPeriscope: Umhverfis jörðina á sjö dögum
    Næsta færsla Fimm leikir sem fylgja lögmáli Bushnells
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.