Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»E3 2015: Allt það helsta frá Square Enix
    Fréttir

    E3 2015: Allt það helsta frá Square Enix

    Höf. Nörd Norðursins19. júní 2015Uppfært:19. júní 2015Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Sýnishorn úr Just Cause 3

    Sýnt var úr Just Cause 3 á kynningarfundi Square Enix fyrir E3 tölvuleikjasýninguna. Talað var um að enn þann dag í dag eru margir að spila Just Cause 2 og mun fyrirtækið leggja áherslu á að viðhalda Just Cause 3 fyrir tölvuleikjasamfélagið og ætla þar með að gefa leiknum nokkuð langt líf.

     

    Nýr NieR leikur kominn á vinnslustig

    Stutt kítla var sýnd fyrir nýjum NieR leik. Lítið var sagt um leikinn en nánari upplýsingar varða gefnar í haust á þessu ári.

     

    Tomb Raider kemur í nóvember

    Nýr Tomb Raider, Rise of the Tomb Raider, er væntanlegur 10. nóvember 2015. Leikurinn kemur aðeins út á Xbox 360 og Xbox One og er beint framhald af Tomb Raider leiknum frá 2013 sem sló heldur betur í gegn og náði að endurvekja leikjaseríuna.

    Leikurinn Lara Croft GO var einnig kynntur en hann er væntanlegur á spjaldtölvur.

     

    Endurgera Final Fantasy 7

    Líkt og kom frá á Sony kynningarfundinum þá er byrjað að vinna í endurgerð á Final Fantasy 7. Leikurinn verður fyrst aðgengilegur PS4 spilurum, en til gamans má geta þá er gamla góða útgáfan af FF7 er einnig væntanleg á PS4, en útgáfudegi var frestað til vetur. Nánari upplýsingar verða gefnar um FF7 endurgerðina næsta vetur að sögn Square Enix.
    Nánar >>

     

    Sýnishorn úr Kingdom Hearts

    Nýr Kingdom Hearts leikur er væntanlegur og fengum við að sjá sýnishorn úr leiknum. Leikurinn er afrakstur samstarfs Square Enix og Disney. Kingdom Hearts 3 kemur á PS4 og Xbox One.

    Einnig var Kingdom Hearts Unchained Key kynntur til sögunnar en sá leikur er í þróun fyrir Android og iOS um þessar mundir. Leikurinn verður gefinn út í Japan og N-Ameríku.

     

    World of Final Fantasy

    World of Final Fantasy var kynntur á kynningarfundi Square Enix en Sony sýndi einnig úr leiknum á sinni kynningu. Um er að ræða FF leik sem er heldur frábrugðinn öðrum FF leikjum.

     

    Agent 47 mætir til leiks

     

    Nýr Star Ocean væntanlegur á PS4

    Leikurinn er enn á vinnslustigi en næsti Star Ocean leikur kemur á PS4 í Japan, N-Ameríku og Evrópu. Um er að ræða óld skúl RPG leik af japönsku gerðinni.

     

    Deus Ex: Mankind Divided

    Í Deus Ex: Mankind Divided mun spilarinn þurfa að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á sögu og enda leiksins. Það sem spilarinn gerir í leiknum mun þar af leiðandi hafa ákveðnar afleiðingar. Leikurinn kemur út snemma árið 2016 á PC, PS4 og Xbox One.

     

    Nýr RPG leikur

    Í lokin kynnti Square Enix Project Setsuna sem er nýr RPG leikur frá Tokyo RPG Factory, nýju leikastúdíói í Japan sem sérhæfir sig í japönskum RPG leikjum. Í raun var heldur lítið sagt um leikinn en við fengum að sjá teikningar úr leiknum og stutt sýnishorn úr honum á kynningunni.

     

    Höfundur er
    Bjarki Þór Jónsson

    Deus Ex Deus Ex Mankind Divided e3 E3 2015 final fantasy Final Fantasy VII Hitman Just Cause Just Cause 3 Kingdom Hearts Kingdom Hearts 3 lara croft NieR square enix Star Ocean Tomb Raider World of Final Fantasy
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaE3 2015: Sýnishorn úr Godling frá Sólfar Studios
    Næsta færsla E3 2015: Allt það helsta frá E3 tölvuleikjasýningunni
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.