Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bækur»Bókarýni: Rökkurhæðir: Vökumaðurinn eftir Mörtu Hlín og Birgittu Elínu
    Bækur

    Bókarýni: Rökkurhæðir: Vökumaðurinn eftir Mörtu Hlín og Birgittu Elínu

    Höf. Nörd Norðursins26. apríl 2015Uppfært:29. mars 2016Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Védís Ragnheiðardóttir skrifar:

    Vökumaðurinn er sjötta bókin í alíslenska bókaflokknum Rökkurhæðir sem gefinn er út af Bókabeitunni. Rökkurhæðabækurnar eru samvinnuverkefni Birgittu Elínar Hassell og Mörtu Hlínar Magnadóttur sem skrifa bækurnar jafnframt því að reka Bókabeituna.

    „Undir Rökkurhæðunum kúrir úthverfi borgarinnar Sunnuvíkur. Einhvern veginn gerðist það að nafnið festist við hverfið, líklega vegna þess hversu vel það á við. Rökkurhæðir hvíla jú að stórum hluta í skugganum af hæðunum. Þar uppi, í hvarfi frá hverfinu, stendur sundurtætt fjölbýlishúsalengja. Enginn veit með vissu hvað gerðist þarna uppfrá – yfirnáttúrulegir atburðir segja sumir, hryðjuverk segja aðrir – en eitt er víst: upp í Rústir mega krakkarnir ekki fara!“ (Tekið af heimsíðu Bókabeitunnar).

    Rökkurhæðir

    Bókabeitan var upphaflega stofnuð utan um Rökkurhæðabókaflokkinn. Að eigin sögn höfðu þær Birgitta Elín og Marta Hlín það mikla trú á bókunum að þær vildu fá að ráða öllu sjálfar í útgáfuferli bókanna. Markmið Bókabeitunnar er að efna bóklestur barna og unglinga með spennandi bókum sem jafnframt eru vandaðar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á fantasíur og spennusögur, en Rökkurhæðaflokkinn mætti kalla gotneskan hryllingsbókaflokk.

    Hver bók er að vissu leyti sjálfstæð, þar sem aðalsögupersónur bókanna eru ekki þær sömu, en innbyrðis tengsl milli bóka eru afar mikil, sögurnar gerast á stuttu tímabili, í litlu hverfi og aðalpersónur bókanna eru jafnan aukapersónur hinna. Á heimasíðu Bókabeitunnar stendur að bækurnar séu ekki framhaldssögur og að þrátt fyrir að hver bók sé merkt með númeri megi lesa þær í hvaða röð sem er. Eftir að hafa lesið þær sex bækur sem nú þegar hafa komið út get ég ekki sagt að ég sé fyllilega sammála því.

    Hver bók er að vissu leyti sjálfstæð, þar sem aðalsögupersónur bókanna eru ekki þær sömu, en innbyrðis tengsl milli bóka eru afar mikil, sögurnar gerast á stuttu tímabili, í litlu hverfi og aðalpersónur bókanna eru jafnan aukapersónur hinna.

    Serían byrjaði sterkt með Rústunum en í þeirri bók er sagt frá Önnu Þóru, 14 ára stúlku sem er að drukkna í verkefnum eins og algengt er um krakka á þessum aldri. Þegar henni býðst tækifæri sem reynist of gott til að vera satt slær hún til, brátt kemur í ljós að Anna Þóra er komin í meiri vandræði en henni hefði nokkru sinni komið í hug. Bókin er spennandi og vel upp byggð með átökum, risi og lausn en skilur samt eftir sig spennu og tilhlökkun eftir næstu bók. Með bókum tvö og þrjú dalar flokkurinn, ekki er unnið nægjanlega vel úr efninu heldur rétt klórað í yfirborðið. Í bók þrjú verður ekki almennilegt ris og lausn heldur fjarar spennan út.

    Í bókum fjögur og fimm fer að vera ljóst af hverju bækur tvö og þrjú enda á þann hátt sem þær gera, hér er í raun um að ræða mjög samtengda seríu, það mikið að stundum fékk ég þá tilfinningu að hver saga væri aðeins kafli í stærri bók. Í fjórðu og fimmtu bók fer að glitta í þetta stærra samhengi og í bók fimm er í raun enginn endapunktur, frekar nokkurs konar „cliffhanger“, söguþræðinum er ekki lokið. Þegar hér er komið við sögu er alls ekki lengur svo að hægt sé að lesa bækurnar öðruvísi en í útgáfuröð. Vel er hægt að lesa fyrstu bókina sem sjálfstæða heild, og jafnvel bækur tvö og þrjú, þó vinna hefði mátt betur með hverja sögu sem sjálfstæða heild. Þegar lengra er komið tel ég ómögulegt að koma inn í flokkinn, í það minnsta væri það mjög ruglandi og ekki til þess fallið að stuðla að ánægju af lestrinum.

    Vökumaðurinn

    Rokkurhaedir_VokumadurinnVökumaðurinn er sjötta bókin í Rökkurhæðabókaflokknum, í henni fylgjum við Pétri Kristni sem er nýfluttur í gamalt hús þar sem skömmu áður áttu sér stað hræðilegir atburðir. Það líður ekki á löngu áður en það fer að bera á því að ekki sé allt með felldu í húsinu og Pétur Kristinn þarf ásamt vinum sínum að takast á við hættulega mótherja.

    Bókin er spennandi og kemst næst Rústunum í byggingu, með átökum, risi og lausn, svo ég upplifði bókina sem heildstæða sögu í stað kafla í bók. Í sögunni er haldið áfram að byggja upp baksöguna, lesandi fær mikilvægar vísbendingar um hvað það sé sem á sér stað í Rökkuhæðahverfinu og verður áhugavert að sjá hvernig það mun þróast áfram. Persónusköpun í bókinni, og almennt í Rökkurhæðaflokknum, er nokkuð góð, persónur eru djúpar, vel unnar og jafnframt trúverðugir unglingar, það er frekar að fullorðna fólkið sé ekki nógu trúverðugt, en kannski er það bara stílbragð þar sem sagan er sögð frá sjónarhorni unglinga – sem þykja hinir fullorðnu gjarnan vera hálf undarlegir.

    Þá er ekki síður skemmtilegt að inn í söguna flétta þær Birgitta Elín og Marta Hlín alþýðuþekkingu og þjóðsögur án þess þó að lesandi upplifi að það sé verið að reyna að uppfræða hann. Orðfæri er einnig passlegt fyrir lesendahópinn, ekki of uppskrúfað en ekki er heldur talað niður til lesendahópsins með um of einfölduðu orðfæri.

    Vökumaðurinn, og almennt Rökkurhæðabókaflokkurinn, er góð viðbót í flóru íslenskra barna- og unglingabóka, vandaðar bækur sem ættu að ná vel til lesendahóps síns. Það helsta neikvæða við bækurnar er að stundum skortir á að gera hverja bók að sjálfstæðri einingu og gjarnan mætti vinna betur með söguþráðinn og móta hann vel, eins og gert er í Rústunum og Vökumanninum.

    Sem heild fær bókaflokkurinn 3 stjörnur en Vökumaðurinn 4 stjörnur.

    Forsíðumynd: Wikimedia Commons

     

    Birgitta Elín Hassell bókarýni Marta Hlín Magnadóttir Rökkurhæðir Védís Ragnheiðardóttir Vökumaðurinn
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÞessir leikir eru tilnefndir til Nordic Game Awards 2015
    Næsta færsla Norrænar tækni- og leikjahugmyndir kynntar á SlushPLAY
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.