Birt þann 17. janúar, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Game Creator 2015 – Keppni um besta tölvuleikinn
Ef þig langar til að búa til tölvuleik, ert með góða hugmynd að leik eða langar til að læra örlítið meira um hvernig tölvuleikir eru gerðir þá er Game Creator eitthvað fyrir þig.
Þátttakendum er boðið að taka þátt í fjórum vinnustofum (efnið verður einnig aðgengilegt á netinu) þar sem sérfræðingar veita aðstoð við gerð leikjanna. Keppnin hefst formlega laugardaginn 17. janúar og skiladagur á fullbúnum leik er laugardagurinn 14. febrúar.
Allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér og þátttökuskráning er að finna hér.
Game Creator keppnin er haldin á vegum Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Margmiðlunarskólann og Samtök iðnaðarins. Keppnin er opin öllum utan starfsmanna fyrirtækja innan IGI.
Fyrstu verðlaun 2014 hlaut Indjánagil fyrir leikinn Skuggasvein. Hægt er að skoða kynningu á tölvuleikjum síðustu keppni hér.
– Fréttatilkynning frá IGI