Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Interstellar
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Interstellar

    Höf. Nörd Norðursins14. nóvember 2014Uppfært:28. mars 2016Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Steinar Logi Sigurðsson skrifar:

    Interstellar er nýjasta afurð Christopher Nolan sem er maðurinn bakvið t.d. Dark Knight myndirnar og Inception fyrir þá fáu sem ekki vita. Hann er líka þekktur fyrir að halda mikilli leynd yfir myndum sínum fram að frumsýningu og ég ætla að gera slíkt hið sama.

    Örstutt samt um söguþráðinn; jörðin er illa sett og mannkynið nálgast útrýmingu ef eitthvað er ekki gert. Það fellur í hlut Cooper (Matthew McConaughey) ásamt föruneyti að kanna möguleikann á öðrum byggjanlegum plánetum.

    Interstellar er vísindaskáldsögumynd af bestu gerð. Fyrri helmingur myndarinnar tekur sinn tíma til að kynna persónur og heiminn sem þær lifa í. Það er mikið lagt upp úr samtölum og flest allt í myndinni er útskýrt í gegnum þau. Persónulega er ég hrifnari af „show, don’t tell“ aðferðafræðinni og hefði ég viljað sjá Nolan aðeins draga úr útskýringunum og sýna hlutina frekar. En Interstellar á lof skilið fyrir að byggja upp söguþráðinn vel og rólega; það eru ekki margar stórmyndir sem gera það í dag. Þrátt fyrir lengdina (170 mínútur) þjónar hvert atriði tilgangi og maður þarf að fylgjast vel með í byrjun til að geta tengt allt saman í lokin.

    Interstellar_01

    Áherslan er á örfáa einstaklinga og sambönd þeirra, geimurinn og tæknibrellur eru í öðru sæti. Þetta er í raun mynd um hið mannlega eðli. Þess vegna skiptir gífurlegu máli að hafa góða leikara í aðalhlutverkum og það gekk svo sannarlega eftir, keðjan heldur. Maður bjóst við góðum leik af McConaughey eftir að hafa séð True Detective en hann kemur manni samt á óvart og sérstaklega í dramatísku atriðunum (já, það þarf að taka vasaklút á myndina).

    Interstellar_02

    Vísindanördinn í mér hafði mjög gaman af eðlisfræðilegu hlutum myndarinnar og það var nógu mikið vísað í kenningar og fyrirbæri að maður fyrirgaf það sem var vafasamt. Tæknibrellurnar voru prýðilegar og greinilega að áherslan var lögð á að gera þetta sem raunverulegast í staðinn fyrir einhverja flugeldasýningu. Hans Zimmer klikkar ekki frekar en fyrri daginn og maður fann hvernig tónlistin hans magnaði upp spennuna í sumum atriðum (en jaðraði einstaka sinnum við að vera aðeins of há og talsetning gat drukknað). Myndatakan var nánast óaðfinnanleg og jökullinn okkar stóð sig vel.

    Interstellar er mynd sem skilur mikið eftir sig og er gerð af ást af Nolan bræðrum (Jonathan og Christopher skrifuðu handritið saman). Leikurinn er frábær, söguþráðurinn vekur mann til umhugsunar og þrátt fyrir að vera ekki gallalaus þá er þetta mjög vönduð og góð mynd.

    Christopher Nolan Hans Zimmer Interstellar kvikmyndarýni Matthew McConaughey Steinar Logi Sigurðsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaEVE: Valkyrie, spil og leikir á Norræna leikjadeginum!
    Næsta færsla Ofvitar #28 – Öskuhóll
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    NBA2K25 – Lengi getur vont versnað

    19. september 2024

    Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“

    21. maí 2024

    Final Fantasy VII Rebirth – „Ævintýrið heldur áfram“

    29. mars 2024

    Crew Motorfest

    3. október 2023
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.