Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Bjó til sex Android leiki á einu ári – Viðtal við Harald Þrastarson
    Greinar

    Bjó til sex Android leiki á einu ári – Viðtal við Harald Þrastarson

    Höf. Nörd Norðursins4. nóvember 2014Uppfært:4. nóvember 2016Engar athugasemdir7 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Á einu ári hefur Haraldur Þrastarson gefið út sex ókeypis smáleiki fyrir Android snjalltæki. Fyrsti leikurinn kom út fyrir u.þ.b. ári síðan á Google Play og heitir Stonie. Stonie er þrautaleikur þar sem spilarinn stjórnar lítilli grænni veru sem þarf að safna demöntum og finna leið sína framhjá steinum og sprengjum í átt að útgönguleið, en nánar er hægt að lesa um leikinn hér á síðunni okkar. Nýjasti leikur Haralds, Run Chicken Run, kom út í lok september síðastliðnum. Í þeim hopp- og skoppleik fer spilarinn í hlutverk hænu sem safnar eggjum og þarf aðstoð við að forðast allar hættur. Við heyrðum aðeins í Haraldi og spurðum hann út í leikina og hvers vegna hann ákvað að fara út í leikjagerð.

     

    Bifvélavirki, forritari og leikjahönnuður

    Haraldur er menntaður bifvélavirki og hefur starfað á bílaverkstæði í Kópavogi síðastliðin 20 ár. Eftir góða tíma á góðum vinnustað ætlar Haraldur að breyta til og stefnir á allt öðruvísi vinnuumhverfi en áður, en Haraldur hóf nýlega störf hjá Strikamerki, fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir rafrænan rekstur.

    Námskeið hjá NTV var kveikjan að leikjagerð

    Haraldur hefur lengi kunnað grunninn í forritun. „Ég lærði sjálfur að forrita á sínum tíma en svo lærði ég hjá honum Jóni Arnari hjá NTV, sem er algjör snillingur. Þetta er líklega skemmtilegasti skóli og skemmtilegasta nám sem ég hef farið í.“ segir Haraldur sem lauk diplómanámi í forritun hjá NTV árið 2013. Haraldur steig sín fyrstu skref inn í forritunarheiminn snemma á níunda áratugnum í gegnum gamlar Sharp, Spectrum, Atari og Amiga tölvur. Haraldur segist hafa kunnað grunninn í forritun en námskeiðið hafi gefið honum það mikilvæga sem vantaði upp á. Í framhaldinu ákvað Haraldur að búa til tölvuleiki fyrir Android tæki.

    „Ég var löngu byrjaður að búa til leiki en svo getur maður orðið svo stórhuga svo þetta fór bara í eitthvað rugl hjá mér. Ég missti tökin á þessu og var í rauninni hættur að skilja mín eigið forrit,“ segir Haraldur, og heldur áfram. „Eftir þetta námskeið þá náði ég meira valdi á forrituninni og lærði mikið það sem ég nota núna, sem eru mun þægilegri aðferðir en ég notaði áður.“ Þess má geta að þá notar Haraldur GameMaker Studio forritunarumhverfið til að búa til leikina sína.

    Haraldur_Thrastarson_01

    Tekur mislangan tíma að búa til leik

    Android_merkiEins og áður kom fram var fyrsti leikurinn sem Haraldur gaf út þrautaleikurinn Stonie. Leikinn má nálgast á Google Play líkt og aðra leiki eftir Harald. „Hugmyndin um Stonie var búin að vera lengi í kollinum á mér og heppnaðist leikurinn nokkurn veginn eins og ég vildi. Ég spilaði mikið Boulder Dash og svoleiðis leiki þegar ég var yngri sem mér þótti mjög skemmtilegur. Ég vildi hafa Stonie öðruvísi að því leyti að í honum væru borðin minni og þrautirnar erfiðari en í Boulder Dash.“

    Haraldur segir að það sé misjafnt hvað það taki hann langan tíma að búa til leikina. Hingað til hafi það tekið allt frá sex vikum og upp í sex mánuði. „Yfirleitt er þetta þannig að ég fæ einhverja hugmynd og sest niður og krota eitthvað niður til að sjá hvernig hugmyndin virkar. Þetta ferli tekur á bilinu einn til tvo tíma. Eftir það get ég spilað leikinn sem lítur kannski mjög illa út og er mjög gallaður. En ef mér finnst að þessi hugmynd gæti orðið að einhverju skemmtilegu þá held ég áfram. En þetta getur verið voða misjafnt og ekkert allar hugmyndir sem fara áfram hjá manni.“ Haraldur segir að það hafi tekið um 5-6 mánuði að fullgera og gefa út Stonie og vann hann í honum í stuttum lotum á kvöldin þegar hann hafði lausan tíma, kannski einn til tvo klukkutíma í einu. Stundum náði hann góðum rispum um helgar og suma daga og vikur vann hann ekkert í leiknum. „Þetta var svona í litlum skömmtum alltaf nema í restina þá setti ég svolítinn kraft í þetta. En leikurinn sem ég var fljótastur að gera var Follow the White Path, ég gerði hann á innan við sex klukkutímum á einum eða tveimur kvöldum.“

    Með fleiri leikir í vinnslu

    Þegar ég spyr Harald að því hvort hann sé með fleiri leiki í vinnslu þá segist hann vera með haug af hugmyndum en það séu tveir leikir sem má segja að séu á vinnslustigi. „Það er einn sem ég er að farað byrja á. Ég hafði alltaf rosalega gaman af R-Type í spilakassa og er með hugmyndir um svona side-scroller skotleik með sprengingum og aukahlutum, eitthvað í líkingu við R-Type. Einnig er ég byrjaður að vinna í leik sem er í anda Gravity Force sem mig langar að prófa að útfæra yfir á síma.“

    Býr til leikina sjálfur

    „Hingað til hef ég verið að gera allt sjálfur en hef fengið mikla aðstoð frá fjölskyldu og vinum til að prófa leikina fyrir mig og finna galla. Það er alltaf svolítið erfitt að finna þá sjálfur. Maður er búinn að prófa leikinn mjög oft sjálfur en aðrir spila leikinn kannski allt öðruvísi og þá geta gallar komið í ljós.“

    Haraldur kveðst hafa verið mikill tölvuleikjaspilari á sínum tíma en hann spilar fyrst og fremst smáleiki í dag. „Hef lítið verið að spila uppá síðkastið. Ég eyddi alveg ægilegum tíma í Oblivion, Elder Scrolls og Elite. Ég spilaði líka mikið Diablo II með bróðir mínum á sínum tíma og mjög góðar minnigar, mjög góður leikur. Hann er núna að spila Diablo III og maður er mjög spenntur en maður hefur ekki enn fundið tíma til að spila hann.“

    Haraldur hvetur áhugasama leikjahönnuði sem hafa áhuga á samvinnu til að hafa samband við sig. „Ef það eru einhverjir með hugmyndir í höfðinu og vilja grúska að þá bara endilega hafið samband. Ég er alveg til í að miðla því sem ég kann, það er ýmislegt sem ég kann og kann ekki, en það gæti verið gaman að ræða saman og jafnvel búa eitthvað til.“

    Sex leikir á aðeins einu ári

    Leikirnir sem Haraldur hefur gefið út til þessa sem hægt er að nálgast hér á Google Play:

    Stonie er þrautaleikur þar sem spilarinn stjórnar lítilli grænni veru sem þarf að safna demöntum og finna leið sína framhjá steinum og sprengjum í átt að útgönguleið. Í Stonie eru 60 mis erfið borð og minnir leikurinn nokkuð mikið á gamla góða Boulder Dash og Rockford, en þeir eru meðal þeirra leikja sem Haraldur segist hafa sótt innblástur í.

    Stonie

    Í Super Bubble Trouble stjórnar spilarinn karakter sem getur skotið oddi á kúlur sem svífa um hvert borð. Þegar skotið er á kúlu skiptist hún í tvær smærri einingar þar til að einingarnar eru orðnar svo smáar að þær eyðast alveg. Í kúlunum leynast aukahlutir og peningar. Leikurinn virkar ekki ósvipað og Asteroids frá árinu 1979 nema Super Bubble Trouble gerist ekki í geimnum svo þyndarafl spilar inní leikinn.

    Super_Bubble_Trouble

    Follow the White Path er einstaklega auðveldur í spilun. Á skjánum birtist hvít lína sem spilarinn á að elta með einum fingri. Hægt er að safna aukastigum með því að sækja peninga en um leið og fingurinn snertir eitthvað annað en hvíta svæðið þá er spilarinn úr leik.

    Follow_the_White_Path

    Í 100 Balls byrjar spilarinn með 100 bolta og þarf að hitta eins oft og hann getur í litla körfu sem er sífellt á hreyfingu. Þeir boltar sem lenda í körfunni fær spilarinn að nota aftur á meðan aðrir boltar hverfa og þannig verða boltanir stöðugt færri þar til þeir eru allir búnir. Sumir boltar gefa fleiri stig en aðrir boltar og hægt er að ná í aukahluti í leiknum sem hjálpa manni – til dæmis stækkar einn aukahlutur körfuna í eina umferð svo auðveldara sé að hitta í hana.

    100_balls

    Match Math er ávanabindandi samstæðuleikur þar sem tölum er parað saman til að safna stigum. Spilarinn fær takmarkaðan tíma og fjölda hreyfinga í hverjum leik og því nauðsynlegt að hugsa hratt.

    Math_Match

    Spilarinn stjórnar kjúklingi í nýjasta leik Haralds sem heitir Run Chicken Run. Í leiknum þarf kjúklingurinn að hoppa yfir holur, forðast hindranir til að klára borðið og ná eggjum til að safna stigum.

    Run_Chicken_Run

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

     

    Android Bjarki Þór Jónsson Haraldur Þrastarson íslenskir tölvuleikir leikjahönnun
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGameTíví snýr aftur á Vísir.is
    Næsta færsla Plantan á ganginum – Myndasögusýning í myndasögudeild Borgarbókasafns
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.