Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: The Congress
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: The Congress

    Höf. Nörd Norðursins8. mars 2014Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    The Congress er afar sérstök mynd sem blandar saman leikinni mynd (live action) og teiknimynd í „psychedelic“ stíl. Hún er leikstýrð af Ari Folman nokkrum (sem vakti athygli fyrir Waltz with Bashir) og er prýdd stjörnum eins og Robin Wright, Harvey Keitel, Paul Giamatti, Danny Huston og Jon Hamm.

    Myndin skiptist í tvo meginhluta; leikni hlutinn sem er fyrri hluti myndarinnar og sá teiknaði (sem reyndar er hægt að skipta í tvo aðra hluta). Það er talsverður munur á þessu tvennu. Sá leikni leggur áherslu á persónusköpun og hæga uppbyggingu fyrir það sem koma skal. Við fáum að kynnast Robin Wright sem leikur sjálfa sig þ.e.a.s. hún er þekkt fyrir hlutverk sín sem Buttercup í Princess Bride og Jenny í Forrest Gump en í þessum heimi fölnaði frægðarstjarna hennar fljótlega eftir það og hún er nú þekkt sem leikkonan sem tók alltaf rangar ákvarðanir og kostaði aðstandendur hennar morð fjár. Kvikmyndaverið Miramount, sem virðist stjórna öllu í Hollywood þessa heims, leggur fyrir hana lokatilboð. Hún þarf að láta skanna sig algerlega inn í tölvu þannig að myndverið geti endurskapað hana á skjánum sem yngri manneskju og látið hana leika hvað sem er meðan hún sjálf fær fúlgur fjár og getur gert það sem hún vill, sem er að sjá um börnin sín, þá sérstaklega soninn sem þjáist af hrörnunarsjúkdómi.

    The Congress

    Það er athyglisvert að horfa á þessa mynd rétt eftir Óskarinn. Þar kom Ellen DeGeneres með þennan brandara „I’m not saying movies are the most important thing in the world, because we all know the most important thing in the world is youth“ (eða „Ég er ekki að segja að kvikmyndir séu það mikilvægasta í heiminum, við vitum jú öll að það mikilvægasta er æskan“). Sem er ansi nálægt sannleikanum þegar kemur að Hollywood enda var kvikindislegustu bröndurunum hennar beint að eldra fólki eins og Liza Minnelli og June Squibb (tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni Nebraska). Hún gerði samt ekki grín af Kim Novak sem hafði greinilega farið hálfilla úr lýtaaðgerðum en Twitter sá svo sannarlega um það.

    The Congress

    The Congress spilar ansi mikið inn á þetta viðhorf; Robin er rétt skriðin yfir fertugt í myndinni en lítur stórglæsilega út og samt hún fær margoft að heyra það hvað hún orðin gömul og enginn vill ráða hana lengur. Það virðist vera stigsmunur í þessum heimi miðað við okkar, það er eins og hún sé orðin hálfgert skrímsli, einhver sem fólk getur ekki hugsað sér að horfa á í myndum. Sem dæmi tekur hún fram í samningi sínum að hún vilji ekki að tölvugerð ímynd hennar sé í klámmyndum. Yfirmaður kvikmyndaversins hlær vel og lengi að henni og spyr hvernig henni detti í hug að einhver vilji sjá hana í klámmynd. Kannski er æskudýrkunin í þessum heimi svo alger að hugtök eins og MILF eru ekki til en þetta ásamt öðrum tilraunum til að gera Robin sem aumkunarverðasta virkar ekki alveg fyrir mitt leyti. Henni er líst sem algerri „failure“ af öðrum sem skarast á við það sem áhorfandinn sér; tignarleg og sterk einstæð móðir sem hefur kannski ekki algera stjórn á hlutunum en er samt ansi nálægt því. Því missa tilfinningaþrungnu atriðin eins og sögustund Harvey Keitels í lok fyrri hlutans, algerlega marks.

    Vindum okkur nú í það sem mér finnst betri hlutinn þ.e.a.s. teiknamyndahlutinn. Þar tekur myndin allt aðra stefnu; Robin skrifaði undir samninginn og peningarnir hafa greinilega dugað henni ágætlega í 20 ár því við erum núna stödd á þeim tíma. Hún er boðuð á ráðstefnu í þessari myndskreyttu tilveru en ég ætla að forðast að lýsa framhaldinu í smáatriðum vegna spilla en hér eru stuttar setningar sem gefa í skyn hvað er í vændum: „hvað er raunverulegt?“ „hliðstæður raunveruleiki“ „persónubundinn raunveruleiki“ „stjörnudýrkun“. Mikið af þessum þemum hefur verið tekið á í öðrum þekktum vísindaskáldsagnamyndum en The Congress er með sína eigin nálgun. Eitt það skemmtilegasta við þessa mynd er að reyna púsla saman því sem er í gangi. Óhætt er að segja að það séu margar hugmyndir í gangi sem getur líka verið pirrandi því að það virðist vanta aðeins of mörg púsl, það eru nokkrar eyður og þetta virkar sem aðeins of mikill hrærigrautur.

    The Congress

    Gagnrýnin hefur kannski virkað neikvæð hingað til þetta er langt frá því að vera slæm mynd, hún hefði bara mátt vera heilsteyptari og með betri fókus. Teiknaði hlutinn er skemmtilegur, með einstaka húmor og atburðarásin er hressilega óútreiknanleg. Áhorfandinn fær sjónræna veislu og þar sem söguþráðurinn tengist a.m.l. stjörnudýrkun þá má hafa gaman af því að reyna að þekkja ákveðnar stjörnur sem teiknifígúrur. Robin Wright kemst þokkalega frá hlutverkinu sínu og Harvey Keitel á góða spretti sem umboðsmaður Robin í fyrri hluta myndarinnar. Jon Hamm ljáir myndinni rödd sína ágætlega og Danny Huston er hæfilega slepjulegur sem yfirmaður kvikmyndaversins.

    Þetta er frábær mynd fyrir kvikmyndaunnendur sem vilja sjá eitthvað nýtt og eitthvað til að smjatta á en hún er ekki gallalaus og fyrir þá sem vilja strax komast í sjónrænu orgíuna sem er seinni hluti myndarinnar, þá þarf smá þolinmæði.

     

    Höfundur er Steinar Logi Sigurðsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    kvikmyndarýni Steinar Logi Sigurðsson The Congress
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaJXD S5110b Android Player umfjöllun
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: Near Dark
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    NBA2K25 – Lengi getur vont versnað

    19. september 2024

    Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“

    21. maí 2024

    Final Fantasy VII Rebirth – „Ævintýrið heldur áfram“

    29. mars 2024

    Crew Motorfest

    3. október 2023
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.