Fréttir

Birt þann 5. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

Inception verður að borðspili

Það er eflaust djörf ákvörðun að taka heim kvikmyndarinnar Inception og umbreyta honum í borðspil. Þessi „mind%$#&“ kvikmynd Christopher Nolan er ekkert lamb að leika sér við. Mörgum þótti söguþráðurinn ansi margslunginn og endirinn var mörgum hugleikinn.

Nú hafa Bruno Gervasi og Reid Cuddy fjármagnað borðspilið Inceptor á Kickstarter og hafa fengið ríflega þá upphæð sem þeir stefndu að í upphafi. Það er því ljóst að borðspilið verður að veruleika.

Þeir félagar fengu þó ekki beint leyfi frá Warner Brothers til þess að framleiða borðspilið en þeir sendu þó póst til lögfræðinga þar á bæ til þess að spyrja þá hvort dreifingaraðilinn færi í mál ef borðspilið kæmi út. Þeir fengu þau svör að ekkert athugavert væri við útgáfu borðspilsins og því engar málsóknir á leiðinni, allavega ekki eins og staðan er núna.

Það er þrautinni þyngri að útskýra leikreglurnar og því látum við myndbandið hér að neðan tala sínu máli. Hver veit nema þetta borðspil komi í íslenskar verslanir og krukki aðeins í hausnum á þeim sem spila það.

 

Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑