Greinar

Birt þann 8. september, 2013 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Hvað er barnið mitt að spila? – Upplýsingar um PEGI merkingar

Foreldrum ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni. Ár hvert kaupa fjölmargir foreldrar tölvuleiki sem eru alls ekki ætlaðir börnum, og í kjölfarið myndast gjarnan illa upplýst umræða um hugsanlega skaðsemi slíkra leikja. Í ljósi þess er ágætt að rifja upp hvað PEGI (Pan European Games Information) merkingarnar þýða, en þær er að finna á bakhlið tölvuleikja hérlendis. PEGI er samevrópsk flokkunarkerfi sem segir til um innihald leiksins og fyrir hvaða aldurshóp leikurinn er ætlaður.

PEGIListi yfir allar PEGI merkingar

Eftirfarandi skýringar er að finna á heimasíðu PEGI:

PEGI 3 : Leikir sem fá þessa flokkun eru taldir hæfa öllum aldurshópum. Nokkurt ofbeldi við spaugilegar aðstæður (dæmigert er ofbeldi að hætti teiknimyndanna Kalli kanína eða Tommi og Jenni) er talið viðunandi. Barnið ætti ekki að geta tengt persónur á skjánum við raunverulegt lifandi fólk, þær ættu að vera algerlega ímyndaðar. Leikurinn ætti ekki að innihalda hljóð eða myndir sem líkleg eru til að hræða ung börn. Ekkert ljótt orðbragð ætti að heyrast.

PEGI 7 : Allir leikir sem annars myndu flokkast 3 en eru með atriði eða hljóð sem gætu vakið ótta geta talist við hæfi í þessum flokki.

PEGI 12 : Tölvuleikir sem sýna svolítið myndrænna ofbeldi sem beinist að tilbúnum persónum og/eða ofbeldi sem ekki birtist með myndrænum hætti og beinist að persónum sem líkjast mönnum eða dýrum sem bera má kennsl á og jafnframt myndu tölvuleikir sem sýna örlítið myndrænni nekt fara í þennan aldursflokk. Allt ljótt orðbragð verður að vera í hófi og laust við kynferðislegar vísanir í þessum flokki.

PEGI 16 : Þessi flokkur er notaður þegar myndræn framsetning ofbeldis (eða kynlífs) er þannig að það líkist raunveruleikanum. Ungt fólk í þessum aldursflokki ætti að þola ljótt orðbragð í meira mæli, hugmyndina um notkun tóbaks og fíkniefna og að sjá refsiverða háttsemi.

PEGI 18 : Flokkur fullorðinna er notaður þegar ofbeldið er á því stigi að sýnt er gróft ofbeldi og/eða ofbeldi sem felur í sér tilteknar gerðir ofbeldis. Erfiðast reynist að skilgreina gróft ofbeldi þar sem upplifunin er oft mjög einstaklingsbundin en almennt telst það vera ofbeldi sem getur vakið viðbjóð hjá áhorfanda.

Ljótt orðbragð / Bad Language : Í leiknum er ljótt orðbragð.

Mismunun / Discrimination : Leikurinn dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar.

Vímuefni / Drugs : Leikurinn vísar til eða sýnir notkun vímuefna.

Ótti / Fear : Leikurinn getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn.

Fjárhættuspil / Gambling : Leikurinn hvetur til eða kennir þátttöku í fjárhættuspilum.

Kynlíf / Sex : Í leiknum er sýnd nekt og/eða í honum er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir.

Ofbeldi / Violence : Í leiknum er ofbeldi.

Online : Leikurinn getur vera uppgefinn online [leikurinn býður upp á fjölspilun og/eða samskipti við aðra spilara].

Nánari upplýsingar um PEGI má finna hér á heimasíðu PEGI og hér á heimasíðu SAFT.
Hægt er að fletta upp tölvuleikjum hér á heimasíðu PEGI og á snjalltækjum með PEGI appinu.

Hér má nálgast lista yfir nokkra þroskandi leiki fyrir unga krakka.

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑