Fréttir

Birt þann 18. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Zorblobs – nýr íslenskur leikur á iTunes

Undanfarin tvö ár hefur íslenska leikjafyrirtækið Fancy Pants Global verið að vinna að gerð Zorblobs, nýs tölvuleiks sem nú er fáanlegur á iPhone og iPad. Í leiknum þarf spilarinn að verjast svöngum, en óvenju krúttlegum, geimverum sem borða bókstaflega allt sem á vegi þeirra verður – jafnvel tré, fólk og bleyjur!

Þrír mismunandi heimar eru í leiknum og eru fleiri heimar væntanlegir. Til að verjast geimverunum notar spilarinn ýmiskonar tæki og tól, allt frá krúttlegum ástarbombum yfir í harðkjarna gereyðingarvopn.

Leikurinn glansar af litagleði og húmor og við hvetjum lesendur okkar til að prófa leikinn og þannig styðja við íslenska leikjaiðnaðinn um leið. Zorblobs kostar $1.99 og er að finna hér á iTunes. Nánari upplýsingar um leikinn má finna á heimasíðu Zorblobs.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑