Greinar

Birt þann 16. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2013: Viðbrögð Nörd Norðursins

E3 leikjasýningin var haldin í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrr í vikunni og hefur Nörd Norðursins verið að fylgjast með því helsta. Nokkur af stærstu leikjafyrirtækjum heims, Microsoft, Sony, Nintendo, EA og Ubisoft, héldu kynningarfundi fyrir hátíðina þar sem væntanlegir leikir og leikjatölvur voru kynntar. Bjarki Þór, ritstjóri Nörd Norðursins, og Helgi Freyr, leikjanörd með meiru, höfðu þetta að segja um kynningarfundina fimm:

 

Microsoft

Xbox One fjarstyringBjarki:

Það kom mér á óvart hvað Kinect kom lítið við sögu, sérstaklega miðað við að græjan fylgir með hverri seldri Xbox One leikjavél. Verðið kom mér ekki á óvart – 439 pund í Bretlandi og þá líklega 100-120.000 kr. út í búð hér á Íslandi. Varðandi leikina fékk ég króníska gæsahúð þegar sýnt var út Dead Rising 3 sem kemur eingöngu á Xbox One! Aðrir leikir sem ég er frekar spenntur fyrir eru Metal Gear Solid 5, Ryse. Son of Rome og Quantum Break.

Helgi:

Miðað við þá hluti sem vitað var fyrir kynninguna þá voru eftirvæntingarnar ekki miklar. Það kom reyndar pínu á óvart að Xbox 360 fékk andlitslyftingu og að Microsoft ætlar að fara í samstarf við Twitch. Einnig voru Microsoft stigin látin detta í ruslið og hefðbundinn gjaldmiðill tekinn í staðinn. Allir leikirnir sem voru sýndir litu virkilega vel út og yfir höfuð þá var þetta fínasta kynning hjá Microsoft. Það hins vegar stóð ekkert sérstakt upp úr, skal alveg viðurkenna að verðmiðinn á vélinni er í hærri kantinum.

 

Tengt efni:

> E3 2013: Xbox One kemur í nóvember og mun kosta 429 pund <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á Xbox 360 [STIKLUR] <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á Xbox One [STIKLUR] – Fyrri hluti <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á Xbox One [STIKLUR] – Seinni hluti <

 

 

Sony

Helgi:

PS4 fjarstyringSigurvegarar E3 2013, þvílík kynning hjá Sony! Sýndu helling af virkilega flottum leikjum, sýndu hvernig Ps4 lítur út og vélin er mjög flott. Ps4 verður opin fyrir indie leiki sem er mjög góð þróun fyrir vélina. Ps4 þarf ekki alltaf að vera tengd Internetinu og þegar leikur er keyptur þá átt þú eintakið og mátt lána það eins oft og þú vilt. Til að toppa kynninguna þá sýndu þeir Destiny í spilun og þvílíkt augnakonfekt sem þessi leikur er. Í lokin var verðið á vélinni svo kynnt, sem er 399$. Margir eiga síma sem kostar meira en Ps4. Það er óhætt að segja að Sony gerði allt rétt og hefur tekist að sannfæra þennan Xbox aðdáenda að fjárfesta í Ps4.

 

Bjarki:

Sony náði heldur betur að heilla hug og hjörtu leikjanördanna þegar þeir tilkynntu að PlayStation 4 leikjatölvan myndi ekki krefjast nettengingar og styðja notaða leiki, ólíkt Xbox One. Einnig var gaman að fá loksins að sjá tölvuna, en hún var ekki sýnd á PS4 kynningunni sem Sony hélt í febrúar. PS4 tölvan er álíka öflug en töluvert ódýrari en Xbox One og auk þess með minna af læsingum og höftum. Sony kom, sá ,og sigraði E3 þetta árið!

 

Tengt efni:

> E3 2013: PS4 mun kosta 349 pund og spila notaða leiki <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á PS3 [STIKLUR] <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á PS4 [STIKLUR] – Fyrri hluti <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á PS4 [STIKLUR] – Seinni hluti <

 

Nintendo

PokemonBjarki:

Það er lítið um frumleika hjá Nintendo þetta misserið og mun fyrirtækið halda áfram að framleiða klassískar seríur á borð við Mario Party, Super Mario og Mario Kart. Ég er samt alltaf jafn hrifinn af Nintendo þar sem Sony og Microsoft eru á mjög svipuðum nótum hvað varðar tölvuleiki, en Nintendo á sinn eiginn heim af gulli og gersemum. Af hverju að breyta einhverju sem virkar vel? Mér fannst Super Mario 3D World líta ansi vel út og gaman að sjá Megaman bætast við lið Super Smash Bros.

 

Helgi:

Kynningin hjá Nintendo var frábær, því loksins ætla þeir að koma með leikina sem allir eru búnir að vera bíða eftir. Það eru að koma tveir nýjir Pokémon leikir, nýr Donkey Kong Country, Bayonetta 2 og svo var sýnt úr leiknum Super Mario 3D. Það er nokkuð ljóst að ef Nintendo hefði ekki sýnt stiklu úr nýja Legend of Zelda hefðu margir orðið fyrir miklum vonbrigðum og losað sig við Wii U vélina. Frábært að fá nýjan Mario Kart leik og svo auðvitað nýjann Super Smash Bros. Virkilega gaman að sjá alla þessa titla en afhverju komu þeir ekki á E3 í fyrra? En loksins er Nintendo að koma með þá leiki sem allir voru að bíða eftir.

 

Tengt efni:

> E3 2013: Væntanlegir leikir á Wii U [STIKLUR] <
> E3 2013: Væntanlegir leikir á 3DS [STIKLUR] <

 

 

ea

TitanfallHelgi:

Töluðu mikið um EA Ignite of Frostbite 3 vélarnar, sýndu lítið úr leikjunum sjálfum en þeir leikir sem sýnt var frá spilun litu ótrúlega vel út. Eins og vanalega eru EA alltaf duglegir að leggja meiri áherslu á að fá þekkta einstaklinga, íþróttamenn, til að mæta á kynninguna sem sýningardýr. Sem er gott og blessað en stundum kemur þetta út eins og mesti óþarfi. Reyndar tókst EA að koma öllum á óvart með því að tilkynna Mirror's Edge 2. Einnig virðist nýji leikurinn Titanfall ætla að koma sterkur inn, þar sem bæði EA og Microsoft töluðu mikið um þann leik. Yfirhöfuð var þetta allt í lagi kynning, en samt slakasta kynning dagsins.

 

Bjarki:

Á heildina litið var EA kynningin frekar þreytt, enda fór stór hluti hennar í að kynna leiki sem breytast lítið á milli ári og ber þar að nefna FIFA leikjaseríuna og aðra íþróttaleiki frá EA Sports sem reyna að vera raunverulegri og raunverulegri með hverri útgáfu. Það var ekki mikið sýnt úr Mirror's Edge 2 en það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Einnig voru Titanfall og Battlefield 4 mjög flottir.

 

Tengt efni:

E3 2013: EA leikjapakki [STIKLUR] <

 

Ubisoft

Bjarki:

DivisionHressandi og skemmtileg kynning hjá Ubisoft. Þeir komu með einhverja dans- og tónlistarleiki inn á milli sem heilluðu mann lítið en á heildina litið eru þeir með marga spennandi leiki; The Division, Assassins Creed 4, South Park, Watch_Dogs, The Crew o.fl. Þar sem Watch_Dogs eru gamlar fréttir verð ég að segja að The Division heillaði mig mest af Ubisoft leikjunum. Ú! Svo styttist í nýjan Rayman leik en Ubisoft náði svo sannarlega að endurlífga Rayman með Rayman Origins árið 2011.

 

Helgi:

Virkilega góð kynning hjá Ubisoft þar sem byrjað var á að láta gítarleikara Alice in Chains sýna hvernig Rocksmith virkar. Allir leikirnir sem þeir sýndu voru virkilega flottir og náði þá leikurinn The Mighty Quest For Loot að heilla hvað mest. Einnig leit bílaleikurinn The Crew alveg fáranlega vel út. Nýtt myndbrot úr Watchdogs sem fær alla til að vilja leikinn meir og meir, Sigurrós í AC IV: Black Flag myndbandi og í lokin kynnti Ubisoft nýjan leik sem ber nafnið The Divison en sá leikur lítur ótrúlega vel út. Ubisoft er svo klárlega með‘etta!

 

Tengt efni:

> E3 2013: Ubisoft leikjapakki [STIKLUR] <

 

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

&

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
nemi í fjölmiðlafræði.

 

>> E3 2013 - Allt á einum stað <<

 

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑