Catan spilarar og aðrir spilanördar ættu ekki að missa af þessu! Mánudaginn 3. júní ætla Spilavinir að halda spilakvöld með Erik Assadourian sem er annar höfundur Catan viðbótarinnar Catan: Oil Spring. Viðburðurinn hefst kl. 20:00 í verslun Spilavina (Suðurlandsbraut 48) og verður sérstök áhersla lögð á umrædda viðbót.
Uppfært 3. júní 2013 kl. 16:55:
Spilavinir: Vorum að fá þær fréttir að Erik komst ekki með fluginu til landsins í dag. Við erum með eintök af spilinu og ætlum að halda Catan spilakvöldið samt sem áður. Sjáumst í kvöld.
