Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: WWE ’13 (2012)
    Leikjarýni

    Leikjarýni: WWE ’13 (2012)

    Höf. Nörd Norðursins6. mars 2013Uppfært:28. maí 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Glímuleikurinn WWE ’13 kom út í lok árs 2012 á PS3, Xbox 360 og Wii. Leikurinn fetar í fótspor fyrirrennara síns, WWE ’12, og býður upp á svipaða möguleika og spilun. Aðdáendur WWE glímunnar munu þó eflaust gleðjast yfir nýjum möguleika sem nefnist „Attitude Era“ þar sem þeir geta spilað sem WWE glímukappar frá því fræga tímabili.

    Leikur fyrir WWE aðdáendur

    Leikurinn tekur nokkuð vel á móti spilaranum með valkostum þar sem meðal annars er boðið upp á að spila stakan leik, spilað við aðra leikmenn í fjölspilun, að búa til þinn eigin bardagakappa, að hefja spilun á áðurnefndu „Attitude Era“ og fleira. WWE glíman er gríðarlega vinsæl (og þá sérstaklega í Bandaríkjunum) og er leikurinn markaðssettur og hannaður með aðdáendur í huga. Ólíkt leikjum á borð við Fight Night og NHL 12 nær WWE ’13 ekki góðum tengslum við hin almenna spilara sem ekki er aðdáandi íþróttagreinarinnar.

    WWE 13

    Einhæf spilun

    Leikurinn er ansi svipaður WWE ’12 og fátt nýtt á ferðinni. Fyrir utan hið epíska „Attitude Era“ geta spilarar einnig búið til sinn eigin glímuhring og bardagakappa sem gefur leiknum lengri líftíma. Sjálf spilunin snýst að miklu leyti um að standa á réttum stað á réttum tíma og ýta á rétta takka. Þeir sem ekki eru aðdáendur WWE eiga eftir að gefast fljótt upp á frekar einhæfri spilun.

    Apað upp eftir sjónvarpinu

    Á meðan glímunni stendur breytist sjónarhorn myndavélarinnar mjög reglulega og minnir á sjónvarpsútgáfuna af WWE glímunni. Á heildina litið virka þessi nýju sjónarhorn nokkuð vel en það kemur fyrir að ef glímukappanir eru staðsettir milli tveggja sjónarhorna þannig að allt fer að flökkta. Til mikillar gleði fyrir þá sem eru ekki hrifnir af svona hlutum er hægt að slökkva á þessum möguleika í leiknum.

    WWE 13

    Glíman heldur áfram

    Grafík og hljóð leiksins eru heldur fyrir neðan meðallag, en er þó ekki svo slæmt að það hafi áhrif á leikinn eða spilun hans. Hægt er að framkvæma fjöldan allan af mismunandi glímubrögðum í leiknum og hefur hver glímukappi sitt eigið einkennisbragð (signature move). Það kemur fyrir að maður hreinlega gleymi því að maður sé að spila leikinn þar sem glímakapparnir framkvæma hin ótrúlegustu brögð við það eitt að ýta á einn eða tvo takka að handahófi.

    Á heildina litið er WWE ’13 er glímuleikur sem er sérstaklega hannaður fyrir aðdáendur WWE. Spilun leiksins er nokkuð slöpp og einhæf og á leikurinn auðvelt með að fæla hefðbundna spilara frá leiknum. Það er fátt í þessum leik fyrir spilarar sem eru ekkert spenntir fyrir WWE – en þetta er klárlega eitthvað sem aðdáendurnir ættu að prófa.

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Bjarki Þór Jónsson glíma Leikjarýni wrestling WWE WWE 13
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaEVE Online í MoMA
    Næsta færsla Föstudagssyrpan #33 [LEIKIR]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.