Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Kaldi gengur til liðs við Team Infused
    Íslenskt

    Kaldi gengur til liðs við Team Infused

    Höf. Kristinn Ólafur Smárason1. mars 2013Uppfært:14. júlí 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Starcraft 2 spilarinn Jökull Jóhannsson, betur þekktur undir spilaranafninu Kaldi, skrifaði nýverið undir samning við breska liðið Team Infused. Team Infused er breskt atvinnulið og er þegar með nokkra góða Starcraft 2 spilara innanborðs, en einnig halda þeir úti liðum í öðrum leikjum eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive og Dota 2. Kaldi mun spila Starcraft 2 fyrir hönd Team Infused á Multiplay mótinu í Bretlandi í lok mars, og einnig á Dreamhack mótinu í Svíþjóð í júní. Kaldi hefur þegar getið sér gott orð í Starcraft 2 heiminum, en hann spilar í evrópsku Grandmaster deildinni og sigraði einnig Starcraft 2 mót HR-ingsins í fyrra. Nokkur erlend lið hafa þegar reynt að fá hann til liðs við sig, en hvað varð til þess að hann skrifaði undir hjá Team Infused. Nörd Norðursins hafði samband og fékk Kalda til að svara nokkrum stuttum spurningum.

     

    kaldiHvernig orsakaðist það að þú gekkst til lið við Team Infused?
    „Ég hafði bara heyrt góða hluti um Infused og vissi að þeir væru vel sponsoraðir. Ég hafði spilað við nokkra af spilurum þeirra á ladder. Mér var síðan bent á það frá félaga mínum að þeir væru að leita að Grandmaster spilurum þannig ég hafði samband.“

    Höfðu þeir heyrt af þér áður?
    „Þeir höfðu heyrt aðeins af mér en í rauninni bara það að ég var Grandmaster.“

    Hvað felst í því að vera liðsmaður Team Infused?
    „Ég má því miður ekki tala um samninginn sjálfann en Infused styrkir spilara sína fjárhagslega. Infused verður með svæði á Multiplay mótinu og við verðum þrír úr Starcraft liðinu þar, og síðan Counter-Strike Global Offensive og League of Legends liðin þeirra. Það er aðeins lengra í Dreamhack þannig það er ekki búið að taka ákvarðanir um það, en mér skilst að LoL liðið muni fara á Dreamhack líka.“

    Hvar sérðu þig og Starcraft 2 samfélagið eftir 1-3 ár?
    „Starcraft atvinnuspilun er frábrugðin flestum öðrum keppnisleikjum, ekki er um að ræða eitt til tvö tímabil á ári heldur 4-5, og meðalferill Starcraftspilara er aðeins 4-5 ár en ekki 10-12, þannig ég á mjög erfitt með að segja til um hvað verður í gangi eftir ár. Markmið mín á næstunni eru þau að ná Grandmaster titli þegar Heart of the Swarm kemur út og að komast áfram í úrslitakeppnina á Multiplay mótinu í Bretlandi.“

    Heldur þú að staða Starcraft 2 eigi eftir að styrkjast á næstu misserum, þá sérstaklega með tilliti til útkomu nýju Heart of the Swarm viðbótarinnar?
    „Ég er frekar bjartsýnn hvað varðar Starcraft samfélagið og ég held að það muni styrkjast við komu Heart of the Swarm. Líklega verður engin sprenging eins og varð þegar Wings of Liberty kom út en með nýju breytingunum ætti samfélagið að stækka.“

    Nörd Norðursins mun koma til með að fylgjast með framgöngu Kalda á komandi stórmótum og óskar honum, og Team Infused, til hamingju með samstarfið.

     

    Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Esports Infused Kaldi Kristinn Ólafur Smárason SC2 starcraft Starcraft 2
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSkiptar skoðanir um hlélausar bíósýningar
    Næsta færsla Föstudagssyrpan #32 [KETTIR]
    Kristinn Ólafur Smárason

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.