Birt þann 17. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Topp 10: Svona höldum við nördaleg jól!
Það eru eflaust flestir byrjaðir að skreyta eitthvað heima hjá sér fyrir jólin. Þetta helsta skraut er rifið úr kössum; jólaseríur, jólastyttur, jólagluggatjöld, jóla þetta og jóla hitt. Það er þó alltaf gaman að breyta út af vananum og koma með nýjar skreytingar sem eru meira í takt við áhugamálið sitt og nördismann.
Hér eru nokkrar nördalegar jólaskreytingar sem gætu gefið ykkur innblástur til þess að hefjast handa við að skreyta heima hjá ykkur. Allt skreytingar sem vekja athygli gesta og eru skemmtilegar og öðruvísi.
1.
Boba Fett með Han Solo innpakkaðan. Gleðileg jól Svarthöfði! Tilvalið að taka Star Wars fígúrurnar sínar, eða hvaða fígúrur sem er, og jóla-poppa þær upp aðeins.
2.
USB jóla jól. Alltaf gaman að skreyta í kringum tölvuna sína og minna sig á jólin með jólalegum USB lykli.
3.
„That´s no moon. It´s a space station…hangin on a christmas tree.“
4.
Mario og Luigi má búa til úr leir sem síðan er bakaður í ofni og þá er komið þetta fína skraut á tréið. Hægt væri að föndra margar fleiri persónur úr tölvuleikjum. Jólalegir félagar.
5.
Mæli ekki með þessu fyrir þá sem eiga börn. Þó svo að jólasveinarnir okkar séu reyndar ekkert minna óhugnalegir.
6.
Meira föndur. „Einu sinni perlað þú getur ekki hætt“. Það er hægt að gera ýmislegt úr perlum sem er tilvalið jólaskraut. Gleður líka börnin að fá smá öðruvísi jólaskraut á tréið.
7.
Það er líka hægt að kaupa nördalegar jólaskreytingar á netinu. Eins og Star Trek jólaskraut.
8.
Jólatréið þarf ekki alltaf að vera með engil eða stjörnu á toppnum. Setjið Svarthöfða á toppinn og mátturinn er með ykkur!
9.
Það baka margir piparkökuhús um jólin og er ekki tilvalið að virkja hugmyndaflugið og búa til nördalegt hús þessi jól. Takið eftir Luke sem hangir þarna niðri.
10.
Pac-Man jólatré er eitthvað sem allir ættu að eiga úti í garð. Ég viðurkenni þó að ég hef séð fallegri jólatré en þetta. Kauðinn sem bjó þetta til má þó eiga það að hugmyndaflugið hefur ekki vantað.
Myndir af: Etsy, Gamma Squad, Geeks are Sexy, Global Edmonton, MashMine og Squidoo.
Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands.