Fréttir1

Birt þann 13. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki 13. og 14 desember

Næstu tvö kvöld og nætur nær loftsteinadrífan Geminítar hámarki og gera ráð fyrir fjölda sýnilegra stjörnuhrapa sem stefna frá Tvíburamerkinu (Gemini á latínu).

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn hafa verið með puttann á púlsinum og sendu frá sér tilkynningu þess efnis þriðjudaginn 11. desember:

 

Á fimmtudagskvöldið og aðfaranótt föstudagsins nær loftsteinadrífan Geminítar hámarki. Geislapunkturinn er rétt hjá stjörnunni Kastor í Tvíburunum sem nefnast Gemini á latínu.

Tvíburamerkið er á austurhimni í kringum miðnætti. Núna í ár eru skilyrð hagstæð til þess að skoða geminítana því það er engin truflun af tungli. Ef veðurskilyrði eru góð má búast við nokkrum tugum stjörnuhrapa á hverri klukkustund þar sem ljós trufla ekki.

Næstu tveir dagar verða því ansi áhugaverðir hjá stjörnuáhugamönnum og nú höldum við bara í vonina um að veðurskilyrði verði góð. Í þriðja þætti Sjónaukans er fjallað nánar um loftsteinadrífuna. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan og hefst umfjöllunin þegar þrjár mínútur og átta sekúndur eru liðnar af þættinum.

Forsíðumynd: Úr frétta tilkynningu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarnesar og Stjörnufræðivefusins (skjámynd úr forritinu Stellarium (http://stellarium.astro.is) sem sýnir staðsetningu Tvíbranna á næturhimninum).

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑