Birt þann 13. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki 13. og 14 desember
Næstu tvö kvöld og nætur nær loftsteinadrífan Geminítar hámarki og gera ráð fyrir fjölda sýnilegra stjörnuhrapa sem stefna frá Tvíburamerkinu (Gemini á latínu).
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn hafa verið með puttann á púlsinum og sendu frá sér tilkynningu þess efnis þriðjudaginn 11. desember:
Á fimmtudagskvöldið og aðfaranótt föstudagsins nær loftsteinadrífan Geminítar hámarki. Geislapunkturinn er rétt hjá stjörnunni Kastor í Tvíburunum sem nefnast Gemini á latínu.
Tvíburamerkið er á austurhimni í kringum miðnætti. Núna í ár eru skilyrð hagstæð til þess að skoða geminítana því það er engin truflun af tungli. Ef veðurskilyrði eru góð má búast við nokkrum tugum stjörnuhrapa á hverri klukkustund þar sem ljós trufla ekki.
Næstu tveir dagar verða því ansi áhugaverðir hjá stjörnuáhugamönnum og nú höldum við bara í vonina um að veðurskilyrði verði góð. Í þriðja þætti Sjónaukans er fjallað nánar um loftsteinadrífuna. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan og hefst umfjöllunin þegar þrjár mínútur og átta sekúndur eru liðnar af þættinum.
Forsíðumynd: Úr frétta tilkynningu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarnesar og Stjörnufræðivefusins (skjámynd úr forritinu Stellarium (http://stellarium.astro.is) sem sýnir staðsetningu Tvíbranna á næturhimninum).
– BÞJ