Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Hverjir lesa myndasögur?
    Bækur og blöð

    Hverjir lesa myndasögur?

    Höf. Nörd Norðursins27. ágúst 2012Uppfært:20. nóvember 2014Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Þegar fólk hugsar um myndasögunörda sér það líklega fyrir sér bólugrafinn unglingsstrák með bunka af ofurhetjublöðum undir handleggnum. Myndasögur eru hinsvegar lesnar af fleirum en unglingsstrákum og þær innihalda miklu meira en bara Súpermann. En hverjir eru það þá sem lesa myndasögur?

    Aðspurðir eru starfsmenn Nexus með það á hreinu: Allir. Þangað kemur fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og lestrarefnið er býsna fjölbreytt. Því, ef hugsað er aðeins út í það, áttar maður sig á að myndasögur eru annað og meira en bara ofurhetjur og Andrésblöð. Það er heill heimur þarna úti af myndrænu efni sem segir sögu og má flokka þetta allt á einn eða annan hátt sem myndasögur. Og þegar betur er að gáð hafa allir gaman af myndasögum í einu eða öðru formi. Langflestir lesa þær meira að segja á hverjum degi.

    Hér er augljósast að nefna dagblaðamyndasögurnar. Þær birtast í flestum blöðum, höfða til mjög víðs lesendahóps og flestir geta haft gaman af. Hver kannast ekki við það að fletta blaðinu aftan frá, bara til að geta lesið myndasögur og annað skemmtilegt efni fyrst, áður en farið er út í alvarleika heimspólitíkurinnar? Og heimspólitíkin ratar líka á myndrænt form í skopmyndunum sem ná oft talsverðri útbreiðslu og geta jafnvel valdið togstreitu milli heilu þjóðanna. Skopmyndir eru í sjálfu sér ein gerð af myndasögum. Þar koma saman mynd og texti og segja einhverja sögu, oft með ádeiluna í fyrirrúmi.

    En má þá ekki kalla fleira myndrænt efni myndasögur? Hvað með skilti, nú eða veggjakrot? Geta ekki allar teikningar talist myndasögur á einn eða annan hátt. Ef skilgreiningin er opnuð er hægt að túlka ansi víðan hóp af efni sem myndasögur, allt frá myndskreyttum barnabókum yfir í ítarleg skilti ætluð ferðamönnum og veggjakrot, sem oftar en ekki er byggt á myndasögum eða verður innblástur að þeim. Það sem skiptir máli hér er að allt krefst þetta efni myndlæsis. Myndlæsi er mikilvægt í daglegu lífi, en nýtist líka til lesturs á hefðbundnari myndasögum og því má í raun flokka allt efni sem nýtir myndlæsi fólks sem myndasögur.

    Lestur á myndasögunum sjálfum krefst hins vegar talsvert mikils myndlæsis. Það er lærður eiginleiki, rétt eins og annað læsi og er því miður ekki mikið myndlæsi meðal almennings hérlendis miðað við sums staðar annars staðar. Í Japan og víðar í Asíu er lestur á myndasögum til dæmis mjög almennur og mikið úrval af efni sem höfðar til mismunandi þjóðfélagshópa. Þarlendir einstaklingar hafa því mun meiri hæfileika til að lesa og skilja myndrænt efni en hinn almenni Íslendingur. Í Frakklandi og Belgíu eru myndasögur með hærri stöðu í þjóðfélaginu en víðast hvar annars staðar og því ekki litið niður á þá sem lesa þær. Það er því við því að búast að þar hafi fólk meiri skilning á myndrænu efni, enda eru margar tilraunakenndar myndasögur frá svæðinu torskildar fyrir fólk af öðrum uppruna.

    Allir sem hafa gaman af að lesa góða bók eða horfa á fallegt málverk geta lært að njóta góðrar myndasögu. Þær eru til af öllum gerðum og stærðum og henta margvíslegum smekk fólks. Best er þó að byrja smátt, lesa einfaldari sögur fyrst og færa sig svo áfram yfir í flóknara efni. Mikilvægt er að skoða allar myndirnar almennilega, ekki bara að lesa textann, enda geta svipbrigði og bakgrunnur sagt meira en þúsund orð.

    Fyrir byrjendur er hægt að mæla með raunsæismyndasögum, þó að hugtakið raunsæi geti bæði átt við stíl og efni og því mjög ólíkar bækur innan þess geira. En í fljótu bragði er hægt að benda á höfunda eins og hinn norska Jason, hinn franska Lewis Trondheim eða þá hinn bandaríska Adrian Tomine, sem er svo vinsæll að gerðar hafa verið heilu kvikmyndirnar eftir sögum hans.

    Fyrir þá sem hafa meiri áhuga á fantasíum eða vísindaskáldsögum er um að velja mikið af efni og má þá sérstaklega benda á manga, sem er ekki síst aðdáunarvert fyrir það að hafa hetjur af öllum kynjum, kynþáttum og dýrategundum. Manga inniheldur að sjálfsögðu mun fjölbreyttara efni en fantasíur, enda er það, eins og áður segir, lesið í heimalandinu Japan af nánast öllum, allsstaðar. Það er einna helst manganu að þakka að ungum konum og stelpum hefur snarfjölgað í hópum viðskiptavina myndasögubúðanna, enda er þar að finna mikið af efni sem er samið sérstaklega fyrir þennan þjóðfélagshóp. Þetta hefur haft þá afleiðingu að meira er skrifað fyrir þennan markhóp á Vesturlöndum og af einstaklingum innan hans sömuleiðis.

    Það er því hægt að ráðleggja hverjum sem er að skella sér í næstu myndasögubúð eða bókasafn og kynna sér þetta lítt þekkta en fjölbreytta afþreyingarefni. Það er aldrei að vita nema með því takist einhverjum að víkka sjóndeildarhringinn og sjá heiminn í öðru ljósi en þeir hafa gert hingað til.

    –Anna Stína Gunnarsdóttir

    Forsíðumynd: Jeff Albertson (Comic Book Guy) úr The Simpsons.

    Anna Stina Gunnarsdottir comics lesendur myndasögur nexus
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaHaustdagskrá Skemu kynnt
    Næsta færsla Hugleikjafélag Reykjavíkur heldur Warhammer Fantasy mót
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025
    9

    Echoes of Wisdom – Zelda er við stjórnvölinn

    30. september 2024
    8

    Cult of the Lamb – Krúttlegt kaos sem þú munt elska

    22. september 2024

    NBA2K25 – Lengi getur vont versnað

    19. september 2024

    Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“

    21. maí 2024
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.