Fréttir1

Birt þann 4. júlí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Higgs bóseindin fundin?

Í dag á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna hafa evrópskir vísindamenn hjá CERN stofnunni skotið þeim bandarísku ref fyrir rass og tilkynnt mögulega uppgötvun Higgs eindarinnar eða „Higgs Boson“.

Eðlisfræðingurinn Peter Higgs (og fleiri) spáði um tilveru þessarar eindar fyrir um 50 árum og þrátt fyrir að vísindamenn væru nokkuð vissir um tilveru hennar út frá öðrum þáttum, hefur hún ekki fundist fyrr en núna. Fundist er kannski ekki alveg rétta orðið; eindin hefur alla eiginleikasem Higgs eind á að hafa en vísindamenn munu staðfesta það endanlega síðar. Það má líkja þessu við að þeir hafi séð skugga risaeðlu og fótspor en ekki risaeðluna sjálfa. Það er ólíklegt en ekki óhugsandi að þetta sé ný eind, sem er ekki síður spennandi.

Higgs eindin er merkileg fyrir þær sakir að þrátt fyrir hlutfallslega mikinn massa hverfur hún nánast samstundis og aðeins er hægt að „finna“ hana með eindahraðli eins og Stóra sterkeindahraðlinum hjá CERN (Large Hadron Collider). Hún er mikilvægur hluti staðallíkansins í eðlisfræði og útskýrir hvernig efni fá massa. Afar athyglisvert verður að fylgjast með skrifum um þessa eind á næstu dögum og vikum. Nú þegar er farið að tala um þetta sem uppgötvun aldarinnar í eðlisfræði.

Fyrir áhugasama er hægt að leita eftir #Higgs á Google+ og Twitter.

Heimild: CERN og Vísindavefurinn
Mynd: CERN

Steinar Logi

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑