Birt þann 9. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Tvö geimskot áætluð
ESA (evrópska geimstofnunin) tilkynnti að stefnt væri að tveimur geimskotum í vísindalegum tilgangi. Fyrsta geimskotið mun koma geimfari á sporbaug um sólina og hefur annað geimfar aldrei farið jafn nálgt henni hingað til. Geimfarið mun mæla sólarvinda og áhrif þeirra á plánetur í sólkerfi okkar, og þá sérstaklega jörðina. Seinna geimfarinu er ætlað að rannsaka hulduorku (Dark Energy) og þensluhraða alheimsins, en uppgötvun þessara þátta var verðlaunuð með Nóbelsverðlaunum 5. október 2011.
Geimferðirnar eru kallaðar Solar Orbiter og Euclid, og eru þær flokkaðar sem miðlungs geimferðir sem ESA áætlar að eigi eftir að kosta minna en 470 milljón evra hvor. Stefnt er á að framkvæma geimskotin árin 2017 og 2019.
2013 er árið sem áætlað er að sólin muni geta spúið sólargosum sem munu mögulega geta haft áhrif á jörðina með þeim afleiðingum að trufla gervihnetti og jafnvel taka út orkustöðvar á svæðum sem verða fyrir geisluninni. Ef orkustöðvar fara gæti tekið marga mánuði að koma samsvarandi orkuframleiðslu upp aftur og erfitt að hugsa sér ef nútímaborg myndi verða fyrir skaða sem þessum, enda gengur allt meira og minna fyrir rafmagni í nútíma samfélagi.
– Daníel Páll Jóhannsson
Heimild: Popular Science
Mynd: ESA