Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: The Adventures Of Tintin: The Secret Of The Unicorn
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: The Adventures Of Tintin: The Secret Of The Unicorn

    Höf. Nörd Norðursins25. október 2011Uppfært:26. maí 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Ungi rannsóknarblaðamaðurinn Tinni kemur sér í krappann þegar hann kaupir líkan af skipinu Einhyrningnum á flóamarkaði vegna þess að hættulegir menn sækjast eftir því og leyndarmáli líkansins. Eftir að Tinni finnur bréfsnifsi í skipslíkaninu er honum rænt og skellt um borð í skipi undir stjórn illmennisins, Sakkarín, en þar er einnig að finna annan lykil að leyndarmáli Einhyrningsins; Kaftein Kolbein.

    Vá hvað ég bjóst ekki við því að þessi kvikmynd yrði svona þéttlega ofin. Við erum að tala um að þeir Edgar Wright, Joe Cornish og Steven Moffat tókst að blanda hlutum úr þremur Tinnabókum saman í fljótkeyrða ævintýramynd sem er algjörlega hliðholl tóni, persónum og spennu Tinnabókanna. Það er þó Spielberg sem tekst að færa okkur lokaútgáfuna í sínu fullkomna formi sem er ekki bara skotheld skemmtun sem sýnir aðdáun hans á Tinnabókunum við hvert tækifæri, heldur stórkostleg kvikmynd yfir höfuð. Peter Jackson hefur að sjálfsögðu átt hlut í því en eins og er á Spielberg helsta heiður myndarinnar. Þessi fyrsta raunverulega stórmynd um Tinna ilmar af virðingu, ástúð og hlýindum gagnvart efninu – fyrsta skot myndarinnar eftir kreditlistann er eins og traust handaband leikstjórans og handritshöfunda um að myndin sé í góðum höndum. Það er nánast ómögulegt að vera aðdáandi bókanna og vera ósáttur við útkomuna.

    Þessi fyrsta raunverulega stórmynd um Tinna ilmar af virðingu, ástúð og hlýindum gagnvart efninu – fyrsta skot myndarinnar eftir kreditlistann er eins og traust handaband leikstjórans og handritshöfunda um að myndin sé í góðum höndum.

    Robert Zemeckis hefur lengi verið horn í síðu minni hvað varðar notkun hans á mo-cap tækninni, því hann hefur einfaldlega aldrei komist lengra en að gera húðklæddar gínur með sviplaus andlit (Unhcarted-leikjunum tókst jafnvel betur en Zemeckis að blása lífi í tölvupersónurnar). Spielberg tekst hinsvegar að koma okkur upp úr óþægindadal Zemeckis og færir okkur frábæra blöndu af raunverulegum svipbrigðum og skrípalegum fígúrum Hergés. Spielberg nýtir sér það að þessi kvikmynd sé unnin í tölvu eins mikið og hægt er; stundum tekur hann feilspor, en oftast færir hann okkur stórbrotið sjónarspil og hasaratriðin eru meðal þess flottasta sem ég hef séð frá manninum í langan tíma.

    Það fer ekki á milli mála að persónurnar eru þær sömu og í bókunum og tekst öllum leikurunum að lifa sig inn í þær uppá hár. Jamie Bell ER Tinni, ekki spurning um það. Hann sýnir sömu drenglegu tilhlökkunina og ákafann við að komast til botns í málinu, ásamt því að ná glaðlegu undirtónum persónuleika hans. Andy Serki er sprelllifandi í hlutverki hins drykkfelda Kaftein Kolbeins og sýnir enn og aftur að hann eignar sér algjörlega hvert mo-cap hlutverk sem hann tekur að sér. Drykkjuskapur Kolbeins er kostulegur í myndinni (drykkja var oft óvænt það fyndnasta í bókunum um Tinna) og á einhver fyndnustu atriðin í þessari sprenghlægilegu mynd. Simon Pegg og Nick Frost eru virkilega góðir saman sem Skaftarnir og klæðast gríninu mjög vel – ég átti erfitt með að greina hvor væri að tala stundum.

    Tölvukvikunin er notuð til fulls og það er alveg unaðslegt að horfa á myndina, stútfull af smáatriðum og oft rekur maður augun í skemmtilegar tilvísanir í önnur ævintýra Tinna. Það besta við tölvuvinnsluna er að hasarsenurnar eru mun stærri en þær hefðu getað orðið ef myndin hefði verið tekin á staðnum. Það er einfaldlega aðdáunarvert að horfa á eltingarleikinn í seinni hluta myndarinnar, ég man ekki hvenær ég sá síðast svona troðfullt og áhrifamikið spennuatriði. Myndinni tekst einnig það sem fyrstu Pirates of the Caribbean tókst en ekki þeirri nýjustu; að nýta umhverfið í skylmingarnar; bardagarnir á Einhyrningnum eru án efa besta dæmið. Leikurinn og tölvuvinnslan mynda ógleymanlegan blæ yfir alla myndina sem er einskonar samblanda af hinum túlkunarmikla leik gullaldar-Hollywood, sviðsetningu nýja-Hollywood og hasar 21. aldarinnar að hætti Spielbergs. Ég verð einnig að bæta því inn að þetta er næst fyndnasta kvikmynd ársins á eftir The Inbetweeners.

    Leikurinn og tölvuvinnslan mynda ógleymanlegan blæ yfir alla myndina sem er einskonar samblanda af hinum túlkunarmikla leik gullaldar-Hollywood, sviðsetningu nýja-Hollywood og hasar 21. aldarinnar að hætti Spielbergs.

    Myndin er þó ekki algjörlega gloppulaus; klippingin og myndatakan þjást stundum í þessari tilraun Spielbergs í tölvuteiknimynd – þá meina ég að stakar ákvarðanir í blöndun atriða eru örlítið truflandi. Óvæntasti gallinn eru stef John Williams – eða réttara sagt, hversu óeftirminnileg þau voru. Það er líklegast bara útaf væntingum mínum gagnvart honum, en mér fannst hann ekki skila sér almennilega í þessu samstarfi með gamla félaga sínum, Spielberg. Gallarnir eru fáir og mjög aðskildir og þrátt fyrir þá er þessi mynd svo sjálfsörugg og vönduð að gallar hennar eru mjög smávægilegir í samanburði við styrkleika hennar og tekst að slá flestar kvikmyndir í dag útaf laginu þrátt fyrir að vera í raun mjög einföld.

    Fyrsta ævintýri Tinna veit nákvæmlega hvernig mynd hún er og stefnir aldrei í að vera meira en frábær fjölskylduskemmtun, hrúgandi inn ást og unaði allra þeirra sem komu við vinnslu hennar. Myndin er einfaldlega fullkomin fyrir það sem hún er. Þétt kvikmynd sem vætir kverkarnar fyrir ennþá meiri Tinna og skilur eftir sig glaðbrosandi aðdáendur belgíska blaðamannsins sem eru þyrstir í frekari ævintýri persónanna.

    – Axel Birgir Gústavsson


    Axel Birgir Gustavsson kvikmyndarýni The Adventures Of Tintin: The Secret Of The Unicorn Tinni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: NHL 12
    Næsta færsla The Royal Game of Ur
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.