Fréttir1

Birt þann 23. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Passið ykkur jarðarbúar!

Það eru einn á móti 3.200 líkur á að gervihnöttur eigi eftir að lenda á jarðarbúa í kvöld (23.9.2011). Sem eru meiri líkur en að fá holu í höggi í golfi!

Gervihnötturinn missti sporbaug sinn árið 2005 og hefur ekki tekist að beina honum á sporbauginn aftur. Hann ferðast á 28.800 km/klst (já, tuttugu og átta þúsund og átta hundruð!) hraða og er á stærð við rútu. Þegar hann mun koma inn í andrúmsloftið þá mun hann splundrast í nokkra hluta, sumir sem munu brenna upp í gufuhvolfinu, en nokkrir eiga eftir að falla niður á jörðina. Áætlað er að sumir bitarnir geti vegið allt að 150kg.

NASA hefur sagt að þeir muni vita um mögulegan lendingarstað gervihnattarins, en aðeins u.þ.b. tveimur tímum fyrir innkomu hnattarins inn í gufuhvolfið. Þeim hefur hins vegar tekist að beina honum þannig að hann fellur á milli lengdargráðu 57° Norður og 57° Suður.

Gervihnötturinn var skotið upp í geim árið 1991 til að fylgjast með veðurbreytingum og hætti störfum árið 2005.

Á heimasíðu NASA er hægt að fylgjast með stöðu mála.

Daníel Páll Jóhansson

Þýdd grein.
Heimild: Mail Online
Mynd: NASA


Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑