Birt þann 15. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Leikjarýni: Kung Fu Panda 2
eftir Daníel Pál Jóhannsson
Leikurinn (PS3) er byggður á samnefndri kvikmynd þar sem við fylgjumst með pandabirninum Po sem er nú orðinn fullskipaður Kung Fu meistari. Sagan er beint framhald eftir fyrri kvikmynd og leiknum sem var gefinn út með þeim söguþræði. Po þarf að berjast við þá ræningja og ribbalda sem ekki flúðu þegar Tai Lung var yfirbugaður. Þeir sem hrella Friðardalinn eru eðlur, górillur og úlfar og hver öðrum hættulegri. Po vinnur með mismunandi Kung Fu meisturum til að finna tilgang óvinarins í því að ráðast á borgina heilögu. Borginni er skipt upp í nokkra hluta og ferðast Po til allra þeirra með sérhverjum Kung Fu meistara. Í hvert skipti lærir pandabjörninn ný brögð sem hann verður að nýta sér til að komast áfram í þeim borgarhluta sem hann er í hverju sinni.
Bardagakerfið er mjög einfalt og er skiljanlegt miðað við markhópinn sem leikurinn er miðaður við. Það er auðvelt að berjast við andstæðingana og í byrjun þá virðist bardagarnir vera fjölbreyttir, en þegar lengra er komið inn í leikinn þá er spilari búinn að sjá allar hreyfingarnar það oft að bardagar verða þreyttir. Oft dugar að ýta á sama takkann þangað til að allir óvinir á skjánum eru sigraðir. Þrátt fyrir að Po sé orðinn Kung Fu meistari þá hefur hann samt ekki möguleikann á að geta varið sig heldur þarf hann að hlaupa frá óvininum, en hann getur að vísu hoppað frá árás en það hjálpar ekki alltaf. Í Kung Fu Panda 2 getur Po gert gagnárás þegar réttar aðstæður myndast og eru þær mjög gagnlegar en þær líta meira og minna út allar alveg eins út.
Grafíkin er skemmtilega litrík og þegar leikurinn leyfir þá er umhverfið nokkuð flott. Annars er grafíkvélin í leiknum algjör hörmung og er algengt að það hægist svakalega á leiknum þegarbardagar eða söguatriði í gangi. Módelin er hræðileg og virðast þau oft vera strengjabrúður sem fljóta yfir jörðinni með hikandi hreyfingum.
Tónlistin í leiknum eru sú sama og í bíómyndunum en rödd Po og annarra persóna nota sömufrasa og í myndunum en þau samtöl sem tengjast leiknum voru aðrir leikarar fengnir til að tala.Það er oft áberandi í samtölum að það sé annar leikari að tala inn á leikinn og það brýtur upptilfinninguna að vera partur af Kung Fu Panda heiminum. Bardaga og umhverfishljóðin eru góðog er mikið um þau í leiknum.
Borðin eru nokkuð fjölbreytileg og mörg en það er skiljanlegt að það var gert þar sem þau eru rétt svo stærri en skjárinn sem spilað er á. Algengt er að í hverju borði fyrir sig koma tvær til þrjár bylgjur af óvinum og síðan er hægt að komast áfram í næsta borð. Mikið er gert af því að ferðast þarf nokkrum sinnum í gegnum hvert borð fyrir sig og þannig er greinilega verið að reyna að lengja leikinn en spilari getur fundið fyrir pirring á þessari miklu endurtekningu. Í fáum borðum er smá þraut sem þarf að leysa til að geta komist áfram en Po er duglegur að koma með uppástungur um hvernig eigi að ráða gátuna.
Ágætur spilari getur klárað leikinn á rúmum fjórum tímum en miðað við markhópinn sem leikurinn beinist, börnum og unglingum, þá getur hann dugað í sex til níu klukkustundir. Eftir að leikurinn hefur verið sigraður þá er hægt að fara aftur í heiminn og rölta um borgina sem Po bjargaði. Það eru nokkrir faldir hlutir í leiknum sem getur verið ástæðan fyrir að spilari vilji fara og finna hlutina en þeir eru auðfundnir. Þegar búið er að safna hlutunum er ekkert sem dregur spilara aftur í leikinn. Framleiðendurnir hafa greinilega keyrt leikinn í gegn til að ná að hafa hann á markaðnum þegar bíómyndin kom út því þessi leikur mun ekki verða vinsæll út á gæðin sín, heldur nafninu sem hann ber.