Fréttir1

Birt þann 29. júní, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

4. tbl. kemur út 4. júlí!

Í 4. tölublaði af Nörd Norðursins munum við fjalla um og dæma Duke Nukem Forever og nýjasta Sims 3 aukapakkann.
Auk þess verður farið yfir það helsta úr E3 leikjatölvu- og tölvuleikjasýningunni sem var í byrjun júní, við rennum yfir það áhugaverðasta úr Webby verðlaununum, birtum myndir úr uppvakningagöngunni í Reykjavík, rýnum í kvikmyndirnar Super 8 og X-Men: First Class og íslenska hrollvekju smásögusafnið Myrkfælni, skoðum venslakerfið Rel8 og birtum fjórða og síðasta hluta Sögu leikjatölvunnar. Fastir liðir á borð við fréttir, tölvuleikjapersónu mánaðarins og retroleik mánaðarins verða svo á sínum stað.

Daníel Páll Jóhannsson, Erla Jónasdóttir, Axel Birgir Gústavsson, Jóhann Þórsson og Bjarki Þór Jónsson skrifa efni í blaðið að þessu sinni.

Blaðið verður hægt að nálgast ókeypis hér á heimasíðunni mánudaginn 4. júlí.

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑