Vafra: Leikjarýni
Ég verð viðurkenna að ég er alger sci-fi nörd og hef ávallt haft gaman að flottum og stórum geimorrustum þar sem lítil og stór skip berjast í geimnum. Einn af uppáhalds leikjum mínum fyrr og síðar er leikurinn FreeSpace 2 frá árinu 1999. Í honum voru kaflar þar sem þú stjórnaðir litlu skipi á meðan risastór skip voru að berjast í kringum þig. Leikir eins og Decent og Forsaken sem komu út á undan FreeSpace 2 voru líka eitthvað sem náði að grípa mig. Ég missti af Star Wars X-Wing og Tie-Fighter leikjunum en kannaðist þó við þá en þeir…
Í seinasta mánuði var dansleikurinn Just Dance 2022 frá Ubisoft gefinn út á Nintendo Switch, PlayStation 4, PlayStation 5, Xbox One, Xbox Series X/S og Stadia. Just Dance leikirnar hafa náð miklum vinsældum undanfarin ár þar sem spilarar fá tækifæri til að dansa af sér rassinn með undirspili vinsælla laga. Minniháttar breytingar eigi sér yfirleitt stað á milli ára í Just Dance leikjaseríunni en í grunninn ganga þeir allir út á það sama, að herma eftir danssporum dansaranna sem birtast á skjánum og safna sem flestum stigum. Við skulum draga dansskóna fram og skoða hvað það stendur upp úr í…
Eftir að leikjafyrirtækið Ubisoft Annecy hafa einblínt á íþróttaleiki með tölvuleikjunum Steep og Road to the Olympics var forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað hvers konar leik Ubisoft Annecy myndi gera næst. Riders Republic, nýjasti leikur fyrirtækisins, tekur margt af því sem var skemmtilegt í Steep og The Crew (sem er frá Ubisoft), ásamt Forza Horizon (frá Microsoft) og blandar því öllu saman í einn stóran og opinn leik þar sem aðalmálið er að skemmta sér, keppa við aðra og ná sem mestum hraða. Takmark spilarans í leiknum er að taka þátt í hinum ótal keppnum sem eru í…
Það er nýtt fótbolta tímabil byrjað erlendis og það þýðir að leikmenn fá í hendurnar ný eintök af FIFA og Football Manager tölvuleikjunum til að upplifa alla þá drauma sem fylgir fótboltanum. Eins og er oft með leiki sem koma út árlega þá er spurt “hvað er svo nýtt í ár?” Þetta er klassísk spurning og stundum getur verið erfitt að finna hvað er nýtt fyrir utan hreyfingar leikmanna á milli liða í deildum. Football Manager 2022 frá Sports Interactive er mættur á völlinn til að spreyta sig og hvort að hann nái að hrifsa titilinn frá síðasta leiknum í…
Eftir þau vonbrigð sem fylgdu Marvel’s Avengers leiknum sem kom út í fyrra og var þróaður af Square-Enix var ekki óeðlilegt að fólk væri pínu hikandi við að fá annan leik í hendurnar frá sama útgefanda sem byggir einnig á hetjum úr Marvel heiminum. Ég get glatt ykkur strax með því að segja að Guardians of the Galaxy er enginn Avengers. Marvel’s Avengers var ekki alslæmur leikur, sagan í honum var góð og vel þessi virði að spila, vandinn var að henni var pakkað saman við netleik sem gekk út á að kreista pening úr spilurum. Ekki beint blandan sem…
FIFA fótboltaleikurinn kemur árlega út og nú í byrjun október kom sá nýjasti, FIFA 22, í verslanir. Leikirnar hafa yfirleitt náð að standast væntingar FIFA spilara og þannig náð að gera flesta ánægða – en þó aldrei alla. Í ár er engin breyting þar á. Leikurinn býður upp á fjölbreytta spilun þar sem flestir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi; FUT fyrir þá sem vilja setja saman sitt eigið lið, Career Mode fyrir þá sem vilja stjórna fótboltaliði eða rísa á toppinn sem fótboltastjarna í Player Career, Volta fyrir þá sem vilja spila götubolta og fíluðu FIFA Street…
“Like Saturn, the Revolution devours its children.” ― Jacques Mallet du Pan Þessi setning skaust upp í höfuðið á mér stuttu eftir að ég kláraði sögu Far Cry 6 og neitaði hún að yfirgefa á mér kollinn. Heimur karabísku eyjunnar Yara og persóna hennar er einmitt tengdur hringrás byltingar og átaka. Í hundruði ára hefur alltaf verið einhver sem hefur vilja ráða yfir eyjunum og auðlindum hennar. Það er ekki erfitt að sjá hvaðan Ubisoft Toronto dró mikið af innblæstri sínum fyrir Yara. Auðvelt er að vísa beint á Kúbu sögu hennar og átök og þá einræðisstjórn sem hefur verið…
NBA2K22 er mjög líkur NBA2K21 þannig að flest sem ég skrifaði síðasta ári á enn við en sumt fer á betri veg enda hefur leikurinn verið að fá aðeins betri umsagnir en í fyrra. Eins og áður þá eru MyCareer og MyTeam stærstu hlutar leiksins. Sagan í MyCareer hefur verið stytt talsvert. Í stað þess að fá fræga leikara og of mikið af sögu þá hefur þetta verið einfaldað talsvert. Núna ert þetta bara þú og vinur þinn sem sér um allt og sagan gerist öll í íbúðinni. Það snýst allt um leikina og að koma sér í NBA annað…
Fyrir nokkrum vikum kom út leikurinn Deathloop frá Arkane Lyon sem er gefinn út af Bethesda Softworks. Leikurinn er með talsvert mikið DNA úr eldri leikjum fyrirtækisins eins og Dishonored, Prey (2017) ásamt því að vera undir áhrifum leikja eins og Dark Souls, Hitman, rogue-lite leikja o.fl. Það má einnig sjá áhrif kvikmynda og þátta frá sjöunda áratug síðustu aldar eins og The Prisoner, The Avengers og að lokum með slettu af Austin Powers ásamt stílnum hans Quentin Tarantino. Blackreef er nefnilega föst í tímalykkju þar sem dagurinn endurtekur sig endalaust og það er endalaust partý hjá þeim sem þar…
Twelve Minutes er frásagnardrifinn indíleikur eftir portúgalska leikjahönnuðinn Luís António. Luís hefur ekki komið að gerð margra leikja en hann var listrænn stjórnandi (art director) í The Witness (2016) og var hluti af listadeild leikjanna Midnight Club: Los Angeles (2008) og Manhunt 2 (2007). Annapurna sér um útgáfu leiksins en fyrirtækið hefur öðlast gott orðspor í gegnum árin með útgáfu fjölda eftirminnilegra indíleikja, þar á meðal What Remains of Edith Finch (2017), Kentucky Route Zero (2013) og Journey (2012). … sterkasta hlið leiksins er án efa söguþráðurinn, frásögnin og hvernig leikurinn leggur það í hönd spilarans að púsla sögunni saman.…