Vafra: Leikjarýni
Leikjaheimurinn hefur beðið lengi með eftirvæntingu eftir Elden Ring þ.á.m. undirritaður. Strax á útgáfudegi sá maður mjög margar tíur og spurning vaknar; er hann virkilega svona góður? Svarið er já, Elden Ring fer fram úr öllum væntingum sem maður gerði til hans og vel það. Elden Ring er með sama DNA og leikirnir á undan en sker sig samt vel frá þeim aðallega vegna opins heims. Þetta er einnig aðgengilegasti Souls leikur sem gerður hefur verið án þess samt að fórna erfiðleikastiginu, það er einfaldlega svo mikið að gera að ef maður lendir í að berja höfðinu við vegg þá…
Horizon Forbidden West er opinn hasar- og ævintýraleikur frá hollenska leikjafyrirtækinu Guerrilla Games. Leikurinn kom í verslanir 18. febrúar síðastliðinn og er eingöngu fáanlegur á PlayStation 4 og PlayStation 5 leikjatölvurnar. Fyrri Horizon leikurinn, Horizon Zero Dawn frá árinu 2017, þótti einstaklega vel heppnaður og hlaut lof gagnrýnenda. Til að mynda gáfum við hjá Nörd Norðursins leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum og endaði leikurinn einnig á lista yfir bestu leiki ársins 2017. Það er því ekkert skrítið að margir hafa beðið spenntir eftir framhaldinu og krossa nú fingur að leikurinn standist væntingar. Söguríkur leikur Horizon Forbidden West er beint…
Þú hér?! Hvernig komstu hingað?? Sástu ekki bannskiltið fyrir framan innganginn? Ertu viss um að þú viljir vera hérna? Ég er ekki svo viss… Sérðu X-ið þarna uppi í horninu á vafranum þínum? Viltu ekki bara smella snöggvast á það og loka glugganum? Það er þér fyrir bestu. Því að því minna sem þú veist um leikinn Inscryption, því betra fyrir þig. FARÐU SEGI ÉG! Ertu enn hér? Þú hlýtur að vera ansi forvitinn um þennan blessaða leik. Jæja þá. Fyrst þú eeendilega vilt. Ég skal segja þér aðeins frá Inscryption, en bara aðeins. Mig langar mikið að tala um…
Er hægt að halda í mennska hlutann af sér á meðan heimurinn fer til fjandans, það er spurningin sem leikurinn Dying Light 2 reynir að varpa fram. Hvernig tekst svo upp að svara þeirri spurningu? Hefur biðin eftir leiknum verið þess virði? Pólska fyrirtækið Techland, sem voru helst þekktir fyrir vestra leikina Call of Juarez, hittu í mark árið 2011 með uppvakningaleiknum Dead Island sem var opinn sandkassaleikur þar sem leikmenn börðust við uppvakninga í hitabeltisparadís. Dying Light spratt upp úr vinnu við framhald Dead Island og var ákveðið að gera nýja seríu þar sem leikurinn fór í aðrar áttir.…
Death’s Door er þriðju persónu hasar- og ævintýraleikur frá Acid Nerve, tveggja manna indíteymi frá Manchester, Englandi. Acid Nerve hafa hingað til verið þekktastir fyrir leikinn Titan Souls sem kom út árið 2015 og fékk nokkuð góða dóma. Nýjasti leikurinn þeirra, Death’s Door, er fáanlegur á PC, PlayStation 4, PlayStation 5, Nintendo Switch, Xbox One og Xbox Series X/S og sér Devolver Digital um útgáfu leiksins. Í Death’s Door stjórnar spilarinn kráku sem þarf að safna sálum fyrir yfirmann sinn, stóru krákuna. Í upphafi leiks er skrifstofusvæði kynnt til sögunnar sem er eins konar miðstöð þar sem tekið er á…
Ég verð viðurkenna að ég er alger sci-fi nörd og hef ávallt haft gaman að flottum og stórum geimorrustum þar sem lítil og stór skip berjast í geimnum. Einn af uppáhalds leikjum mínum fyrr og síðar er leikurinn FreeSpace 2 frá árinu 1999. Í honum voru kaflar þar sem þú stjórnaðir litlu skipi á meðan risastór skip voru að berjast í kringum þig. Leikir eins og Decent og Forsaken sem komu út á undan FreeSpace 2 voru líka eitthvað sem náði að grípa mig. Ég missti af Star Wars X-Wing og Tie-Fighter leikjunum en kannaðist þó við þá en þeir…
Í seinasta mánuði var dansleikurinn Just Dance 2022 frá Ubisoft gefinn út á Nintendo Switch, PlayStation 4, PlayStation 5, Xbox One, Xbox Series X/S og Stadia. Just Dance leikirnar hafa náð miklum vinsældum undanfarin ár þar sem spilarar fá tækifæri til að dansa af sér rassinn með undirspili vinsælla laga. Minniháttar breytingar eigi sér yfirleitt stað á milli ára í Just Dance leikjaseríunni en í grunninn ganga þeir allir út á það sama, að herma eftir danssporum dansaranna sem birtast á skjánum og safna sem flestum stigum. Við skulum draga dansskóna fram og skoða hvað það stendur upp úr í…
Eftir að leikjafyrirtækið Ubisoft Annecy hafa einblínt á íþróttaleiki með tölvuleikjunum Steep og Road to the Olympics var forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað hvers konar leik Ubisoft Annecy myndi gera næst. Riders Republic, nýjasti leikur fyrirtækisins, tekur margt af því sem var skemmtilegt í Steep og The Crew (sem er frá Ubisoft), ásamt Forza Horizon (frá Microsoft) og blandar því öllu saman í einn stóran og opinn leik þar sem aðalmálið er að skemmta sér, keppa við aðra og ná sem mestum hraða. Takmark spilarans í leiknum er að taka þátt í hinum ótal keppnum sem eru í…
Það er nýtt fótbolta tímabil byrjað erlendis og það þýðir að leikmenn fá í hendurnar ný eintök af FIFA og Football Manager tölvuleikjunum til að upplifa alla þá drauma sem fylgir fótboltanum. Eins og er oft með leiki sem koma út árlega þá er spurt “hvað er svo nýtt í ár?” Þetta er klassísk spurning og stundum getur verið erfitt að finna hvað er nýtt fyrir utan hreyfingar leikmanna á milli liða í deildum. Football Manager 2022 frá Sports Interactive er mættur á völlinn til að spreyta sig og hvort að hann nái að hrifsa titilinn frá síðasta leiknum í…
Eftir þau vonbrigð sem fylgdu Marvel’s Avengers leiknum sem kom út í fyrra og var þróaður af Square-Enix var ekki óeðlilegt að fólk væri pínu hikandi við að fá annan leik í hendurnar frá sama útgefanda sem byggir einnig á hetjum úr Marvel heiminum. Ég get glatt ykkur strax með því að segja að Guardians of the Galaxy er enginn Avengers. Marvel’s Avengers var ekki alslæmur leikur, sagan í honum var góð og vel þessi virði að spila, vandinn var að henni var pakkað saman við netleik sem gekk út á að kreista pening úr spilurum. Ekki beint blandan sem…