Vafra: Leikjarýni
Eftir endalaus orðróma síðustu mánuði og vikur þá reyndust þeir auðvitað réttir og Bethesda Game Studios og Microsoft kynntu og gáfu út The Elder Scrolls IV: Oblivion – Remastered fyrir PC, PlayStation 5 og Xbox Series vélarnar þann 22. Apríl síðastliðin. Leikurinn er hluti af Game Pass þjónustu Microsoft á PC og Xbox Series, svo ef þið eruð með áskrift þá er bara málið að sækja leikinn. Orðrómarnir voru á þann veg að þessi nýja útgáfa leiksins yrði kynnt og gefin út samdægurs, en fólk var ekki endilega visst að það myndi reynast rétt. Þetta „shadow dropp“ reyndist þó rétt…
Í desember í fyrra leikurinn Indiana Jones and the Great Circle kom út á PC og Xbox Series og fékk fína dóma með um 86 af 100 á Metacritic vefnum. Við tókum fyrir PC útgáfu leiksins hérna á Nörd Norðursins og gáfum honum 4 af 5 mögulegum í einkunn. “Það var ljóst að The Great Circle var gerður af fólki sem hefur séð myndirnar um Indiana Jones örugglega svipað oft og ég í gegnum árin. Ást þeirra á viðfangsefninu var mjög sjáanleg í gegnum spilun mína á leiknum og margir skemmtilegir nostalgíu-partar í leiknum fyrir þá sem hafa haft gaman…
Í þessum ofurkrúttlega leik býr spilarinn til sinn eigin karakter í anda Hello Kitty og vina hennar áður en hann gerir sig líklegan til að hoppa úr flugvél og lenda á Vináttueyju (e. Friendship Island). Því miður lenda ekki allir vinirnir á sama stað og hefst því leit að þeim sem lentu annars staðar. Vináttueyju er skipt í nokkur svæði og byrjar spilarinn á Strandabænum (e. Seaside resort) og opnast fyrir hin svæðin eftir því sem spilarinn gerir fleiri verkefni og vingast við þá karaktera sem hann hefur aðgang að. Nauðsynlegt er að gefa karakterunum gjafir til þess að vinskapurinn…
Eftir nokkra seinkun þá er leikurinn Assassin’s Creed: Shadows loksins kominn út á PS5, PC/Mac og Xbox Series vélarnar. Það er ekki annað hægt að segja en að franski leikjaútgefandinn Ubisoft sé búinn að eiga nokkur erfið ár og er von að nýjasti leikurinn í AC seríunni bæti hag þeirra. Ubisoft Quebec leiðir vinnuna á þessum leik með aðstoð hvorki meira né minna en 17 annarra deilda Ubisoft. Fyrirtækið leiddi vinnuna við AC: Syndicate og AC: Odyssey. Leikur sem gerist í Japan er eitthvað sem aðdáendur seríunnar hafa lengi óskað eftir, þar á meðal ég. Þetta land og ótal sögusvið…
Kingdom Come: Deliverance II er söguríkur fyrstu persónu miðaldarhermir og hlutverka- og ævintýraleikur (ég veit, svakalega ítarlegur leikjaflokkur!) frá tékkneska leikjafyrirtækinu Warhorse Studios. Leikurinn er beint framhald af fyrri leiknum frá árinu 2018 og sést vel að Warhorse Studios hafa vandað vel til verka við gerð nýja leiksins. Þetta hófst allt með skilaboðum… Henry er aðalsöguhetja leiksins og jafnframt vinur og fylgisveinn lávarðsins af Pirkstein. Leikurinn hefst á því að lávarðurinn af Pirkstein ásamt Henry og fylgdarliði ferðast á milli svæða í Bóhemíu (núverandi Tékklandi) á 15. öld með mikilvæg skilaboð – en leiðangurinn endar ekki eins vel og þeir…
Lost Records: Bloom & Rage – Part 1 er fyrri hluti af tveimur í nýjasta sögudrifna leiknum frá Don’t Nod, höfundum Life is Strange. Leikurinn leiðir okkur í gegnum tilfinningahlaðna og persónudrifna sögu um fjórar vinkonur í smábænum Velvet Cove á tíunda áratugnum. Eins og vænta má frá Don’t Nod, er áherslan á sterka persónusköpun, andrúmsloft og tilfinningaleg tengsl frekar en hraðskreiða atburðarás. Spilendur upplifa söguna í gegnum Swann, feimna og vinafáa kvikmyndanörd sem fangar lífið í smábænum á VHS-myndbandsupptökugræju. Hún og vinkonur hennar skapa ógleymanlegar minningar saman en draugar fortíðar, bæði raunverulegir og yfirnáttúrulegir, fara fljótlega að trufla hversdagsleikann.…
Hetjudáðir Indiana Jones hafa verið mjög vinsælar allt frá að fyrsta kvikmyndin, Raiders of the Last Ark, kom á sjónarsviðið árið 1981. Eftir það komu fjórar aðrar kvikmyndir, sú nýjasta er Dial of Destiny sem kom út árið 2023. Indiana Jones kvikmynda serían var búin til af leikstjóranum George Lucas og var hans „ástarbréf“ til stuttra framhaldsmynda sem voru sýndar í kvikmyndahúsum á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Góðvinur Lucas, leikstjórinn Steven Spielberg, leikstýrði öllum myndunum nema þeirri nýjustu. Það sem gerði þessar myndir svo skemmtilegar og vinsælar var að þær voru hrein ævintýra-nostalgía. Aðalpersónan var auðvitað hann Indiana…
Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn, Bjarki Þór og Unnur Sól fara yfir það helsta úr heimi tölvuleikja í fimmtugasta þætti Leikjavarpsins! Í þættinum er kafað í The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom og skipst á skoðunum – athugið að umræðan er laus við alla spilla! Unnur Sól gagnrýndi leikinn og gaf leiknum fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum, hægt er að lesa leikjarýnina í heild sinni hér á Nörd Norðursins. Einnig er farið yfir valin atriði úr Xbox Partner Preview þar sem Xbox og þeirra samstarfsaðilar kynna væntanlega leiki á Xbox leikjatölvurnar – þar má m.a. nefna Subnautica 2.
Loksins kom að því að Zelda, hin goðsagnakennda prinsessa, fékk réttmætt aðalhlutverk í splunkunýjum leik. Í The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom tekur Zelda við kyndlinum frá Link í fyrsta skipti í sögu Zelda seríunnar. Þetta kemur ekki aðeins sem ferskur blær fyrir seríuna heldur er leikurinn sjálfur blanda af gömlu og nýju, þar sem frjálslegt eðli nýrra Zelda leikja sameinast dýflissum og þrautum úr klassísku leikjunum. Það sem kom mér sérstaklega á óvart var að þessi leikur var alls ekki bara aukaleikur – hann er mikilvægur hluti af seríunni, með góðri blöndu af nýsköpun og nostalgíu. Heimurinn í…
Fyrir tæpum tveimur árum kom út leikurinn God of War: Ragnarök á PlayStation 4 og PlayStation 5 leikjavélar Sony. Leikurinn var beint framhald leiksins God of War frá árinu 2018 sem við hjá Nörd Norðursins fjölluðum um á sínum tíma. Leikurinn seldist mjög vel og fékk góða dóma hjá bæði gagnrýnendum og leikjaspilurum. Sá leikur var hálfgerð „endurræsing“ God of War seríunnar, án þess að þurrka út söguna sem hafði verið sögð í eldri leikjunum. Norræn goðafræði kom nú við sögu og Kratos og sonur hans Aterus blönduðust fljótt í baráttu guðanna sem endaði með dauða Guðsins, Baldurs og táknaði…