Um okkur
Nörd Norðursins byrjaði sem íslenskt nörda veftímarit. Í tímaritinu var að finna fjölbreytt efni sem eiga það eitt sameiginlegt að kallast nördaleg; tölvuleiki, leikjatölvur, forrit, tækni, kvikmyndir, bækur, spil, sögur, uppskriftir, teiknimyndasögur og margt fleira. Í tímaritinu var lögð sérstök áhersla á íslenskt efni og tölvuleiki. Til dæmis var fjallað um EVE Online Fanfest 2011, Fancy Pants Global og leikinn Zorblobs, ýmsa viðburði, íslensk myndasögublöð, tölvuleikjamót og margt fleira. Tilgangur tímaritsins var að efla íslenska nörda samfélagið í heild sinni og um leið vekja athygli á því.
Fyrsta tölublaðið af Nörd Norðursins kom út 4. apríl 2011 og voru alls fimm tölublöð gefin út (smelltu hér til að nálgast ókeypis eintak). Veftímaritið var lagt í salt september 2011 og heimasíðan þess í stað efld þess í stað. Nörd Norðursins heldur í sömu stefnu og áður, en í stað þess að birta efnið í formi veftímarits er það birt í formi heimasíðu.
Pennar okkar eru lesendur þess og er efnið skrifað af nördum fyrir nörda. Við erum ávalt á höttunum eftir nýju efni og nýjum pennum og við hvetjum áhugasama til að hafa samband við okkur.
Nörd Norðursins er á Facebook, Twitter, Instagram og YouTube.
Netfang: nordnordursins(at)gmail.com
ENGLISH
Nörd Norðursins (e. Nerds from the North) started out as online geek magazine but in now a website. Here you will find articles on topics that are generally called geeky; digital games, game consoles, apps, tech, movies, books, board games, recipes, comics and more. A special focus is set on Icelandic material and video games. We have for an example published articles on EVE Online Fanfest 2011, Fancy Pants Global and their game Zorblobs, events and Icelandic comics. The purpose of Nörd Norðursins is to strengthen the Icelandic geek community, and to put it in the spotlight.
The writers are the readers. By that we mean that Nörd Norðursins is mostly built on material sent by the readers.
Nörd Norðursins is on Facebook, Twitter, Instagram and YouTube.
Email: nordnordursins(at)gmail.com
NÖRDARNIR
BJARKI ÞÓR, tölvuleikir
Hefur spilað tölvuleiki frá blautu barnsbeini! Er stofnandi Nörd Norðursins og hefur nördast víða. Hann hefur lokið námi í tölvuleikjafræði og -hönnun og hefur tengst ýmsum tölvuleikjaverkefnum undanfarinn áratug, þar á meðal setið í dómnefnd Nordic Game Awards, stýrt Nordic Game Day á Íslandi, fjallað um tölvuleiki í fjölmiðlum og haldið fyrirlestra. Í dag starfar Bjarki sem framhaldsskólakennari og kennir tölvuleikjaáfanga og fleira.
Lesa færslur eftir höfund.
STEINAR LOGI, tölvuleikir
Gamli kallinn í hópnum sem byrjaði að spila ZX81 hjá vini sínum og eyddi svo mörgum nostalgíuárum í að spila og kópera hundruði Sinclair Spectrum 48k leiki (seinna 128k!). Hefur dundað sér við að skrifa leikjagagnrýni í gegnum tíðina, allt frá því að hann var háskólanemi í Danmörku. Hefur mestan áhuga á Souls-leikjum, MMORPG (kíkir enn af og til á WoW en byrjaði í EverQuest), RPG og einstaka skotleikjum eða íþróttaleikjum.
Lesa færslur eftir höfund.
DANÍEL RÓSINKRANS, tölvuleikir
Byrjaði töluleikjaferil sinn á Sega Mega Drive og færði sig svo yfir á Nintendo 64 síðar meir. Þá var ekki aftur snúið. Hann er okkar helsti Nintendo sérfræðingur og hefur virkilegan unað af að spila og spjalla um allt það helsta í tölvuleikjaheiminum. Daníel hefur stýrt mörgum leikjasíðum á Íslandi, þar á meðal PSX.is, Leikjafréttir, Nörd Norðursins og starfar einnig á bak við tjöldin hjá GameTíví. Enda mikið GameTíví gúrú.
Lesa færslur eftir höfund.
SVEINN AÐALSTEINN, tölvuleikir
Sveinn hefur spilað leiki frá því að hann man eftir sér, þar á meðal Pong klónvél og Nintendo NES sem pabbi hans færði honum. PC, Sega Master System, PlayStation, Xbox o.fl. tölvur fylgdu í kjölfarið og hefur ekkert stoppað síðan. Hefur skrifað um leiki í hvaða formi sem er fyrir Fréttablaðið, PSX.is, Xbox360.is, unnið með GameTíví í mörg ár og er nú með strákunum hjá Nörd Norðursins. Ef það er einhver leikur á svæðinu hefur Sveinn alveg örugglega áhuga á honum!
Lesa færslur eftir höfund.