Vafra: Leikjarýni
From the Ashes er þriðja viðbótin við Avatar: Frontiers of Pandora leik Massive Entertainment og útgefandans Ubisoft. Leikurinn kom út í desember 2023 og fékk tvo aukapakka 2024. Núna tæpu ári síðar og þegar að þriðja Avatar kvikmyndin Avatar: Fire and Ash er í kvikmyndahúsum, kemur ný viðbót við leikinn sem tengist myndinni. Í þessari nýju viðbót sem gerist ári eftir atburði grunnleiksins, árið 2170 sen er sama ár og nýja Avatar myndin gerist. Nýr og hættulegur ættbálkur, Ash klanið, hefur komið fram á sögusviðið og eru þeir alger andstæða við flesta Na‘vi ættbálka plánetunnar Pandoru. Þessi her hefur snúið…
Í leiknum Winter Burrow fer spilarinn í gervi lítils músarunga sem flytur aftur heim í sveitina sem hann fæddist í eftir að hafa misst foreldra sína. Músarunginn flytur aftur í sama hola tré og hann bjó í áður fyrr og þarf að koma sér þar fyrir, enda enginn búið þar lengi. Til að halda á sér hita þarf hann að kveikja eld í arninum og til þess að geta sofið þarf hann að smíða sér rúm, og til þess þarf hann eldivið. Banvænn kuldi Leikurinn gerist um hávetur og er því allt þakið snjó. Þrátt fyrr að músarunginn sé ekki…
Það eru liðin rétt um tvö ár síðan ég skrifaði um síðasta Football Manager leikinn hérna á Nörd Norðursins. Þá hafði Football Manager 2024 nýlega komið út og var að mínu mati einn sá besti í seríunni hingað til. Árið eftir það átti Football Manager 25 að koma út og verða ein stærsta breytingin á seríunni síðan að við fengum 3D grafíkvélina í leiknum með tilkomu FM 2009. Unity grafíkvélin var lykilbreytingin fyrir seríuna og átti að verða grunnurinn að næstu tuttugu árum fyrir leikjaseríu Sports Interactive og útgefandans SEGA. Rauninn varð þó önnur og eftir ótal seinkanir og vandræði…
Anno 117: Pax Romana er nýjasti leikurinn í byggingar- og herkænskuseríunni Anno frá Ubisoft og er fáanlegur á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S vélunum. Anno serían byrjaði árið 1998 með leiknum Anno 1602 og er nýjasti leikurinn sá áttundi í seríunni. Hingað til hefur serían lengst af verið eingöngu fáanleg á PC tölvum en árið 2023 varð breyting á því með útgáfu Anno 1800 sem kom einnig út á leikjavélar Sony og Microsoft. Leikurinn hafði komið út fyrir PC fjórum árum áður. Anno 177: Pax Romana mun komaút 13. nóvember á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S.…
Það eru liðin tæp sex ár síðan að Hideo Kojima og Kojima Productions færðu okkur skrýtinn og brotinn heim Death Stranding þar sem sundrungur, dauði og sambandsleysi einkenndi sögu leiksins. Söguhetjan Sam Porter Bridges (leikinn af Norman Reedus), fékk það erfiða verkefni að endurtengja svæðið sem áður voru Bandaríkin. Heimurinn var í rúst eftir atburði fyrsta Death Stranding sem olli gríðarlegri eyðileggingu og dauðsföllum á heimsvísu. Þegar leið á leikinn og það langa ferðalag sem Sam tókst á við, þá lærðum við meira um baksöguna og hvað olli þessari eyðileggingu í heiminum og skapaði þessi hryllilegu BT (beached things) skrímsli…
Eftir endalaus orðróma síðustu mánuði og vikur þá reyndust þeir auðvitað réttir og Bethesda Game Studios og Microsoft kynntu og gáfu út The Elder Scrolls IV: Oblivion – Remastered fyrir PC, PlayStation 5 og Xbox Series vélarnar þann 22. Apríl síðastliðin. Leikurinn er hluti af Game Pass þjónustu Microsoft á PC og Xbox Series, svo ef þið eruð með áskrift þá er bara málið að sækja leikinn. Orðrómarnir voru á þann veg að þessi nýja útgáfa leiksins yrði kynnt og gefin út samdægurs, en fólk var ekki endilega visst að það myndi reynast rétt. Þetta „shadow dropp“ reyndist þó rétt…
Í desember í fyrra leikurinn Indiana Jones and the Great Circle kom út á PC og Xbox Series og fékk fína dóma með um 86 af 100 á Metacritic vefnum. Við tókum fyrir PC útgáfu leiksins hérna á Nörd Norðursins og gáfum honum 4 af 5 mögulegum í einkunn. “Það var ljóst að The Great Circle var gerður af fólki sem hefur séð myndirnar um Indiana Jones örugglega svipað oft og ég í gegnum árin. Ást þeirra á viðfangsefninu var mjög sjáanleg í gegnum spilun mína á leiknum og margir skemmtilegir nostalgíu-partar í leiknum fyrir þá sem hafa haft gaman…
Í þessum ofurkrúttlega leik býr spilarinn til sinn eigin karakter í anda Hello Kitty og vina hennar áður en hann gerir sig líklegan til að hoppa úr flugvél og lenda á Vináttueyju (e. Friendship Island). Því miður lenda ekki allir vinirnir á sama stað og hefst því leit að þeim sem lentu annars staðar. Vináttueyju er skipt í nokkur svæði og byrjar spilarinn á Strandabænum (e. Seaside resort) og opnast fyrir hin svæðin eftir því sem spilarinn gerir fleiri verkefni og vingast við þá karaktera sem hann hefur aðgang að. Nauðsynlegt er að gefa karakterunum gjafir til þess að vinskapurinn…
Eftir nokkra seinkun þá er leikurinn Assassin’s Creed: Shadows loksins kominn út á PS5, PC/Mac og Xbox Series vélarnar. Það er ekki annað hægt að segja en að franski leikjaútgefandinn Ubisoft sé búinn að eiga nokkur erfið ár og er von að nýjasti leikurinn í AC seríunni bæti hag þeirra. Ubisoft Quebec leiðir vinnuna á þessum leik með aðstoð hvorki meira né minna en 17 annarra deilda Ubisoft. Fyrirtækið leiddi vinnuna við AC: Syndicate og AC: Odyssey. Leikur sem gerist í Japan er eitthvað sem aðdáendur seríunnar hafa lengi óskað eftir, þar á meðal ég. Þetta land og ótal sögusvið…
Kingdom Come: Deliverance II er söguríkur fyrstu persónu miðaldarhermir og hlutverka- og ævintýraleikur (ég veit, svakalega ítarlegur leikjaflokkur!) frá tékkneska leikjafyrirtækinu Warhorse Studios. Leikurinn er beint framhald af fyrri leiknum frá árinu 2018 og sést vel að Warhorse Studios hafa vandað vel til verka við gerð nýja leiksins. Þetta hófst allt með skilaboðum… Henry er aðalsöguhetja leiksins og jafnframt vinur og fylgisveinn lávarðsins af Pirkstein. Leikurinn hefst á því að lávarðurinn af Pirkstein ásamt Henry og fylgdarliði ferðast á milli svæða í Bóhemíu (núverandi Tékklandi) á 15. öld með mikilvæg skilaboð – en leiðangurinn endar ekki eins vel og þeir…