Sýnt var úr eftirfarandi leikjum á kynningu Ubisoft á E3 2013… South Park: The Stick of Truth The Crew Watch_Dogs Assassin’s Creed 4 Tom Clancy’s The Division Einnig var sýnt úr Rocksmith 2014, The Mighty Quest For Epic Loot, Just Dance 2014, Rayman Legends, Splinter Cell: Blacklist, Rabbid Invasion, Trials Fusion og Trials Frontier. >> E3 2013 – Allt á einum stað << -BÞJ
Author: Nörd Norðursins
Sýnt var úr eftirfarandi leikjum á kynningu EA á E3 2013… Plants vs Zombies: Garden Warfare Dragon Age: Inquisition Battlefield 4 Mirror’s Edge Auk þess var sýnt úr Titanfall, Need For Speed Rivals og íþróttaleikjum EA Sports. >> E3 2013 – Allt á einum stað << -BÞJ
<< Fyrri hluti Í Project Spark geta notendur Xbox One og Windows 8 skapað sinn eigin leik með frekar einföldum hætti. Leikirnir geta verið allt frá einföldum skotleikjum með takmarkaðri grafík, eða þrívíddar ævintýraleikir. Notendur og spilarar skapa sinn eigin leikjaheim og geta tekið þátt í að breyta landslagi og hegðun umhverfisins. Uppvakningaleikurinn Dead Rising 3 er væntanlegur á Xbox One. Í leiknum ferðast spilarinn um opna borg þar sem hann þarf að verjast uppvakningum hægri vinstri. Líkt og áður er nánast hægt að nota hvað sem er sem vopn og blanda þeim saman til að búa til eitthvað skemmtilegt…
>> Seinni hluti Á kynningunni var fjöldi væntanlegra leikja kynntur. Metal Gear Solid 5: The Phantom Pain var fyrstur í röðinni og gerist leikurinn í opnum heimi sem minnir nokkuð á villta vestrið í Red Dead Redemption. Snake getur klifrað og hoppað á milli bygginga og valið á milli fjölda vopna og farartækja í leiknum. Í Ryse. Son of Rome fer spilarinn í hlutverk rómversks hershöfðingja sem þarf að kunna að berjast og gefa öðrum skipanir. Leikurinn lítur út fyrir að vera einn af þessum epísku AAA stórleikjum sem spara ekki sprengingarnar eða hasarinn. Í leiknum þarf spilarinn að berjast…
World of Tanks hefur heldur betur slegið í gegn á PC. Í þessum fjölspilunarleik keyra spilarar um í skriðdrekum og vinna saman í liði gegn andstæðingum sínum. Leikurinn er væntanlegur á Xbox 360 í sumar og verður ókeypis-að-spila (free-to-play). Danska leikjafyrirtækið Press Play mun á næstunni gefa út leikinn Max: The Curse of Brotherhood. Leikurinn er ævintýra- og þrautaleikur fyrir yngri kynslóðina og virðist styðjast að einhverju leyti við Kinect. Síðast en ekki síst var stutt brot úr Dark Souls II sýnt, en fyrsti Dark Souls leikurinn fékk einmitt frábæra dóma hjá okkur. >> E3 2013 – Allt á…
Ný útgáfa af Xbox 360 Ný Xbox 360 leikjatölva hefur verið hönnuð með Xbox One útlitið í huga. Nýja tölvan er minni og hljóðlátari en eldri gerðir Xbox 360 og fylgir Kinect skynjarinn með tölvunni. Nýja gerðin er komin í verslanir. Með þessu vill Microsoft sýna að þeir ætli að halda áfram að sinna Xbox 360 leikjatölvunni og segja hundruði væntanlegra leikjatitla vera á leiðinni. Microsoft tilkynnti einnig að á næstunni munu Xbox Live áskrifendur fá tvo ókeypis leiki í hverjum mánuði, þar á meðal Assassin’s Creed 2 og Halo 3. Deila með vinum og Twitch Í gegnum Xbox…
Í síðasta mánuði fór Nörd Norðursins af stað með lista yfir íslenska tölvuleikjastrauma. Viðtökurnar hafa verið góðar og hafa 20 spilarar skráð sig þegar þessi frétt er skrifuð og eru sífellt fleiri að bætast á listann. Listinn inniheldur ellefu League of Legends spilara, tvo StarCraft 2 spilara og sjö spilara sem spila aðra leiki. Listinn sameinar íslenska spilara sem eru að streyma reglulega og auðveldar áhugsömum að finna íslenska leikjastrauma. Tilgangurinn með listnaum er að vekja athygli og áhuga á íslenskum leikjastraumum og á sama tíma að efla íslenska leikjasamfélagið í heild sinni. Við hvetjum alla íslenska leikjastraumara að skrá…
PRISM er leynilegur liður bandarisku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) sem veitir ótakmarkaðan aðgang að persónulegum upplýsingum netverja. Frá þessu greindi breska dagblaðið Guardian á dögunum. Samkvæmt heimildum veitir PRIMS þjóðaröryggisstofnuninni óheftan aðgang að upplýsingum um notendur stærstu veffyrirtækja Bandaríkjanna, þar á meðal eru Facebook, Microsoft, Google, Skype, YouTube og Apple. Fyrirtækin neita að hafa veitt stofnunni upplýsingar um notendur sína. Ef hugsað er til þess hve miklar upplýsingar þessi stórfyrirtæki geyma um notendur er skuggalegt að hugsa til þess að bandariska þjóðaröryggisstofnunin megi nálgast þau með jafn auðveldum og skipulögðum hætti. 1984 hvað? Watch_Dogs hvað? Heimildir: RÚV (Veita öryggisstofnunum ekki upplýsingar…
E3, hin geysivinsæla og risavaxna leikjasýning, hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum þriðjudaginn 11. júní næstkomandi og stendur yfir til og með 13. júní. Að venju munu helstu leikjafyrirtæki heims kynna nýja og væntanlega leiki, meðal annars leiki sem verða fáanlegir á PlayStation 4 og Xbox One. Hægt verður að fylgjast með helstu kynningunum fyrir sýninguna í beinni útsendingu og lítur dagskráin svona út (athugið að tímasetningin er miðuð við íslenskan tíma): Microsoft – 10. júní kl. 16:30 Bein útsending: GameSpot og Xbox EA – 10. júní kl 20:00 Bein útsending: EA og GameSpot Ubisoft – 10. júní kl. 22:00…
Hvað ef…? Flestir hafa einhvern tímann dreymt um að upplifa sama daginn aftur til að breyta einhverju til hins betra. En hvað ef maður myndi upplifa sama daginn aftur og aftur, væri sá eini sem vissi þetta og að það væru engar vísbendingar um að það myndi nokkurn tímann hætta? Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa í gegnum tíðina fjallað um þetta tiltekna fyrirbæri sem er tímalykkjan; þekktasta dæmið er klárlega gamanmyndin Groundhog Day með Bill Murray. En það hafa verið fleiri dæmi eins og 12:01 (smásaga sem var gerð bæði sem stuttmynd og sjónvarpsmynd), sjónvarpsþættirnir Tru Calling og myndir á borð…