Stafrænt röfl um viskí og tölvuleiki. Í þessum fyrsta þætti kynnumst við stefnu þáttarins, heyrum Óla og Krissa ræða um brot af leikjasögu sinni og spjalla um nokkra retró leiki. Smelltu hér til að sækja þáttinn í MP3 formi.
Author: Nörd Norðursins
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða eldri Föstudagssyrpur hér. Diablo III talsetningin ekki alveg að gera sig… http://youtu.be/ALXI-0y1EQU The Seussing Dead – Walking Dead mætir Dr. Seuss http://youtu.be/7PMDYfk4lDw GTA V: The Musical http://youtu.be/Pzesuv9dPig Scientifically Accurate Spiderman! http://youtu.be/ZnE3uyj9Grg Fleiri Föstudagssyrpur!
Í síðustu viku gáfu Marvel út tilkynningu um það að Marvel Unlimited yrði uppfært. Þessi uppfærsla felur í sér að með því að borga $99.99 á ári sem samanber 12.121 kr. fær maður ekki einungis aðgang að u.þ.b 13.000 titlum frá Marvel heldur einnig einn glaðning á ári og síðan afslætti á síðu Marvel. Fyrir þá sem ekki vita þá er Marvel Unlimited þjónusta sem er mjög lík sjálfu Marvel Comics appinu sem gefur fólki aðgang að u.þ.b 13.000 myndasögum eins og kemur fram ofar í greininni. Þessar myndasögur eru úr öllum bókum Marvel, meðal annars Fantastic Four, Avengers og…
Myndasöguheimurinn varð fyrir áfalli fyrir stuttu þegar J. H. Williams III og W. Haden Blackman sem eru búnir að gera mjög góða hluti með Batwoman bók DC sögðust ætla að hætta að skrifa bókina. Williams sagði frá þessu á bloggi sínu, en þar segir hann að DC hafi ekki verið sátt með hvert söguþráður bókarinnar stefndi. Lausn DC var að láta þá Williams og Blackman breyta ýmsu á síðustu stundu. Meðal annars var brúðkaup Kate Kane (Batwoman) og Maggie Sawyer ástkonu hennar tekið út. Þetta hefur leitt til þess að margir hafa velt því fyrir sér hvort DC hafi einhverja…
Það bíða sjálfsagt margir með eftirvæntingu eftir nýjustu kvikmynd Alfonso Cuarón, Gravity. James Cameron, sem þykir ekkert betra en tölvutækni og enn meiri tölvutækni, hafði uppi stór orð um myndina á dögunum. Hann taldi hana vera bestu mynd sem gerist í geimnum sem hann hefði séð (nánar hér) Við skulum þó öll halda okkur á jörðinni enda ekkert jafn slæmt og að vera með of háar væntingar gagnvart kvikmynd. Þó svo að söguþráður Gravity sé ekki borðleggjandi þá vitum við að myndin fjallar um tvo geimfara Dr. Ryan Stone (Sandra Bullock) og Matt Kowalsky (George Clooney) sem verða viðskila við…
Það taka kannski ekki margir eftir því þegar farið er í kvikmyndahús í dag að þegar stiklur fyrir væntanlegar kvikmyndir birtist á tjaldinu þá virðist vanta eitthvað. Eitthvað sem yfirgnæfir yfir stikluna; rödd yfirvaldsins sem leiðbeinir áhorfandanum í gegnum myndskeiðið og fær hárin á honum til að rísa. Hér er verið að tala um röddina sem talar yfir stikluna – gullröddina. Frægasta rödd Hollywood var í höndum raddleikarans Don LaFontaine sem var gríðarlega vinsæll og ljáði hann rödd sína fyrir yfir 5000 stiklur frá Hollywood, ásamt því að tala yfir stiklur fyrir sjónvarpsþætti og tölvuleiki. LaFontaine lést árið 2008 og…
GameTíví byrjar aftur eftir hlé næstkomandi fimmtudag, 12. september, kl. 18:30 á Stöð 3 í opinni dagskrá. Að tilefni þess ætlar GameTíví að gefa nokkrum heppnum vinum á Facebook eintak af Grand Theft Auto V á mánudaginn. Í þáttunum fjalla þeir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann um allt það nýjasta úr tækni-og tölvuleikjaheiminum. Þættirnir hafa verið duglegir að færa sig milli sjónvarpsstöðva og er þetta fjórða flakkið þeirra á aðeins u.þ.b. 2 árum (voru áður sýndir á Popptíví, Stöð 2 og þar áður á Skjá Einum). Mynd: GameTíví á Facebook / -BÞJ
Halo er og mun ávallt vera eitt stærsta flaggskipið hjá Xbox vélinni, því var mikið fagnað þegar fyrsti leikurinn var endurgerður og gefinn út í sérstakri afmælisútgáfu. En tímarnir eru aðrir og kröfurnar um góða leiki er kannski aðeins meiri en þegar leikurinn kom fyrst út. Stenst leikurinn væntingarnar eða er þetta bara léleg endurgerð á klassískum leik? Sem betur fer þá er ekki á ferðinni léleg HD útgáfa af leiknum og því fær Halo: CE að njóta sín vel í þessari afmælisútgáfu. Auk þess þá styður leikurinn Kinect , samspili (co-op) var bætt við leikinn sem lítið er hægt…
> Aldur 8+ > Leikmenn 2-8 > Spilatími 15 mínútur+ Védís Ragnheiðardóttir skrifar: Timeline frá Asmodée er í senn auðvelt og skemmtilegt spil, það hentar öllum aldurshópum en reynir skemmtilega á þekkingu spilara og minni. Í stuttu máli sagt gengur spilið út á að raða spjöldum með uppfinningum, uppgötvunum, sögulegum atburðum og atburðum úr tónlistar- og kvikmyndasögunni í röð eftir tíma. Sá er krýndur sigurvegari sem nær fyrstur að leggja öll sín spjöld niður á réttum stöðum í mannkynssögunni. Til eru fimm Timeline spil með ólíkum áherslum; Inventions, Discoveries, Historical Events, Music & Cinema og Diversity sem blandar saman…
Í þessu stutta myndbandi sem var lekið á netið sjáum við hvernig notendaviðmót (dashboard) Xbox One leikjatölvunnar mun líta út og virka. Xbox One er væntanleg í breskar og bandarískar verslanir 22. nóvember á þessu ári, en kemur líklega ekki fyrr en eftir áramót til Íslands. Smelltu hér til að skoða notendaviðmót PS4. http://youtu.be/1cFaqMEtEBk -BÞJ