Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Stóru fréttirnar í nóvember eru þær að tvær nýjar leikjatölvur munu líta dagsins ljós; PlayStation 4 og Xbox One. Því miður munu tölvurnar tvær ekki fara í almenna sölu á Íslandi fyrr en á næsta ári, en PS4 verður fáanleg í Norður-Ameríku frá og með 15. nóvember og Evrópu 29. nóvember, en Xbox One fer í almenna sölu í Norður-Ameríku og völdum löndum í Evrópu þann 22. nóvember – og með nýjum leikjatölvum koma nýir tölvuleikir! Hér er brot af því besta í nóvembermánuði. Call of Duty: Ghosts 5. nóvember – PC, PS3, Wii U og Xbox 360 (kemur…

Lesa meira

Nú fyrir stuttu kom nýjasti leikurinn í Arkham seríunni út, Batman Arkham Origins. Spurning er hvort leikurinn standi undir væntingum sem skapast hafa útaf fyrri leikjum í seríunni Arkham Asylum og Arkham City. Leikurinn er framleiddur af WB. Games Montreal og gefinn út af WB Interactive Entertainment. Breski framleiðandinn Splash Damage gerði fjölspilunar hluta leiksins. Leikurinn stendur  að hluta til undir væntingum og af ákveðnum ástæðum veldur hann vonbrigðum líka, það gæti verið ruglingslegt en ég get útskýrt það. Sagan í leiknum er frábær og spilunin sú sama og í fyrri leikjum með smá viðbótum sem eru alveg meiriháttar, en…

Lesa meira

Svartir Sunnudagar snúa aftur! Svartir Sunnudagar hafa heldur betur náð að heilla okkur nördana upp úr skónum með sýningum á borð við Dawn of the Dead, Freaks og öflugri B-mynda árás. Á sunnudagskvöldum í vetur halda þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sigurjón Sigurðsson (Sjón) áfram að grafa upp og sýna költ klassíka í Bíó Paradís. Vetrardagskrá Svartra Sunnudaga hófst seinasta sunnudag með meistaraverkinu Videodrome í leikstjórn Davids Cronenberg. Næsta sunnudag verður hrollvekjan Possession sýnd með Isabelle Adjani og Sam Neill í aðalhlutverkum. Heimild: Bíó Paradís Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins.

Lesa meira

Sony og Microsoft hafa sent frá sér nýjar sjónvarpsauglýsingar fyrir nýju leikjavélarnar, PlayStation 4 og Xbox One. Það er varla annað hægt að segja en að auglýsingarnar séu ansi vel gerðar og auki spennuna enn frekar fyrir næstu kynslóð leikjavéla. Það er áhugavert að bera auglýsingarnar saman. Þær byggja upp á svipaðri hugmynd; að bjóða spilurum upp á nýja upplifun í fjölbreyttum og spennandi leikjaheimum. PS4 auglýsingin setur fókusinn á að spila leiki með vini á meðan Xbox One horfir frekar á einspilunina. Bæði Sony og Microsoft gefa aftur á móti kvenkyns spilurum lítið sem ekkert pláss í auglýsingunum, sem…

Lesa meira

Í lok september hóf Nörd Norðursins leitina að tölvuleikjanörd Íslands. Við fengum mikið af góðum umsóknum í hendurnar og greinilega nóg til af efnilegum leikjanördum á Íslandi! Á endanum þurftum við þó að taka ákvörðun og stendur Páll Grétar Bjarnason uppi sem sigurvegari og hlýtur titilinn Tölvuleikjanörd Íslands auk þess sem hann fær veglegan leikjapakka frá Gamestöðinni í verðlaun! Til hamingju Páll! Sagan af Páli er heillandi og skemmtilegt dæmi um hvernig áhugamál getur þróast út í atvinnu og haft jákvæð áhrif á persónulegt líf fólks. Páll átti um tíma erfitt með að kynnast fólki en eignaðist marga vini í…

Lesa meira

Nú fer nýjasti Arkham leikurinn að lenda á fimmtudaginn næstkomandi og því fannst mér við hæfi að gera lista yfir nokkrar góðar Batman myndasögur. Ég tek fram að þetta er með engu móti topplisti einungis samansafn af góðum sögum. Batman Arkham Asylum – A Serious Place on Serious Earth Bókin sem gerði Grant Morrison að stjörnu. Bókin fjallar um brjálæðina innan veggja Arkham geðveikrahælisins og veltir fyrir sér hvort Batman eigi ekki frekar heima innan veggja Arkham frekar en utan. Mjög súrrealísk saga með enn súrari teikningum, sem gerir hana frábæra. Batman Year One Saga sem snýst um…

Lesa meira

Topplisti yfir 10 uppáhalds nörda YouTube rásirnar mínar í dag. 1. Rooster Teeth Þetta eru snillingarnir sem bjuggu til Red vs. Blue þættina. RWBY eru nýjir þættir frá þeim sem eru þess virði að gefa tækifæri, virkilega flottir þættir á ferðinni. Einnig eru þeir með helling af myndböndum sem tengjast tölvuleikjum, ein skemmtilegasta rásin sem snýr að tölvuleikjum. > www.youtube.com/user/RoosterTeeth 2. Two Best Friends Play Ef það er eitthvað sem er skemmtilegra en að spila góða tölvuleiki, þá er það að horfa á þessa félaga spila lélega tölvuleiki. Matt og Pat fara oft á kostum þegar þeir eru…

Lesa meira