Áður en ég skrifaði þennan lista ætlaði ég að telja upp íslenskar kvenhasarhetjur, með áherslu á hasar, en ég komst fljótlega að því að það er hægara sagt en gert. Því eru hér eingöngu taldar upp kvenhetjur í íslenskum kvikmyndum en sumar gætu flokkast sem hasarhetjur. Það er ljóst að íslenskar kvikmyndir státa ekki af mörgum kvenhetjum, sem er miður og mætti alveg fara að bæta úr því. 5. Mávahlátur (2001) Þegar Freyja (Margrét Vilhjálmsdóttir) kemur frá Ameríku þá grunar hin unga Agga að Freyja sé ekki öll þar sem hún er séð. Hún reynir á hetjulegan hátt að…
Author: Nörd Norðursins
Eru þið föst heima í óveðrinu? Í tilefni veðurblíðunnar höfum vér njérðir tekið saman gamlar og nýjar greinar sem geta stytt ykkur stundir á meðan stormurinn gengur yfir. Vantar þig eitthvað til að horfa á? 10 uppáhalds nörda YouTube rásirnar 5 bestu uppvakningamyndir allra tíma 5 myndir um tímaflakk Föstudagssyrpan Kvikmyndarýni Nördismi í sjónvarpi OGP leikja-podcast [hlusta á] Sci-Fi myndir sem þú hefur ekki heyrt um Svartir sunnudagar Topp 10 kvikmyndir ársins 2012 Topp 5 óhefðbundnar jólamyndir Topp 5: Týnd og komast hvergi kvikmyndir Topp 5: Það besta í bresku sjónvarpi 2012 Þættir um retroleiki sem er vert…
Reddit notandinn is4k bendir á að Bitcoin er orðinn að sterkari gjaldmiðli en íslenska krónan samkvæmt heimasíðu Coinometrics, vefsíðu sem sérhæfir sig í að mæla styrk gjaldmiðla á alþjóðamarkaði. Ísland er í 110. sæti listans og er mitt á milli Sri Lanka sem er í 111. sæti og Senegal sem er í því 109. Bitcoin er í sæti 107 á meðan Evrópusambandið er efst á listanum með hæsta M1 gildið. Japan, Kína, Bandaríkin og Þýskaland fylgja þar á eftir. Hvað er Bitcoin? Bitcoin er rafrænn gjalmiðill án hafta sem auðveldar netverjum viðskipti sín á milli í opnara umhverfi. Bitcoin fer…
Dead Rising 3 er væntanlegur 22. nóvember á Xbox One. Fleira tengt Xbox One
Fleira tengt Xbox One
Enn einn Pokémon leikur og enn ein ferð sem spilarar þurfa að leggja í til að verða þeir bestu og ná að fanga öll vasaskrímslin. Núna fær leikjaserían að njóta sín í Nintendo 3DS vélinni og lítur leikurinn alveg ótrúlega vel út. Stóra spurningin er samt hvort þetta sé nóg fyrir seríu sem er búin að vera í gangi í 15 ár. Er leikurinn nógu góður fyrir einstaklinga sem eru að byrja að spila Pokémon í fyrsta sinn og fyrir þá sem hafa spilað frá upphafi? Vissar tegundir leikja geta ekki gert miklar breytingar á þeirri formúlu sem fær leikinn…
Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla Games voru að gefa út risavaxinn spurningaleik sem er ókeypis á App Store fyrir iPhone, iPad, og iPod touch. Leikurinn heitir QuizUp og gengur út á að keppa við aðra QuizUp spilara í spurningaleikjum í rauntíma. Fyrirtækið hefur gefið út nokkra QuizUp leiki í gegnum tíðina þar sem hver leikur er með sitt eigið þema – t.d. Twilight QuizUp og Basketball QuizUp. Nýji QuizUp leikurinn er klárlega móðurskip QuizUp leikjanna og er mun umfangsmeiri en fyrri leikir fyrirtækisins. Í nýja QuizUp leiknum er að finna yfir 250 mismunandi spurningaflokka og yfir 150.000 spurningar. Spurningarnar geta verið…
Hrafnsauga, sem er fyrsta bók í bókaflokknum Þriggja heima saga, kom út hjá Vöku-Helgafelli árið 2012 og hlaut sama ár Íslensku barnabókaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana sem besta íslenska táningabókin. „Nær þúsund ár eru liðin frá því myrkraöldin leið undir lok, þegar vitringarnir sjö komu saman og sigruðu skuggana. Hin myrka tíð hefur að mestu gleymst. En þótt minni manna sé brigðult gleyma hin fornu öfl engu.“ [Forlagið] Hrafnsauga er unglingabók sem fjallar um ævintýri þriggja 15 ára unglinga af þjóðflokki Jana, Janar eru nokkurs konar hirðingjar en þó með fasta búsetu. Þeir búa í fámennum þorpum, lifa af landinu…
Fimmtudagskvöldið 7. nóvember býður CCP spilurum EVE Online og öðrum áhugasömum til spilara-samkomu í höfuðstöðvum sínum við Grandagarð 8. Á samkomunni verður EVE: The Second Decade Collector’s Edition viðhafnarútgáfan af EVE Online, sem gefin er út í tilefni af tíu ára afmæli leiksins, til sýningar og sölu. Væntanleg viðbótarútgáfa við EVE Online, Rubicon, verður kynnt- og rætt um leikinn DUST 514 sem kom út fyrr á árinu fyrir PS3 leikjavélar SONY. CCP mun einnig gefa nokkur eintök af EVE Online viðhafnarútgáfunni – og það er aldrei er að vita nema heimsveldin fjögur sem eigast við í leiknum verði með útsendara…
Svartir sunnudagar sýndu eina vinsælustu hrollvekju allra tíma, The Shining í leikstjórn Stanley Kubricks, síðastliðinn sunnudag í fullum bíósal í Bíó Paradís. 119 mínútna útgáfan var sýnd og var búið að endurbæta hljóð og mynd verulega fyrir háskerpu-kynslóðina. Sýningin heppnaðist ótrúlega vel og var þetta einstakt tækifæri að sjá myndina á hvíta tjaldinu eftir öll þessi ár. En nóg um sýninguna, dembum okkur í sjálfa myndina! The Shining er frá árinu 1980 og byggir á samnefndri bók eftir hrollvekjuhöfundinn Stephen King. Þar er sagt frá þriggja manna fjölskyldu sem flytur í risavaxið hótel yfir vetrartímann. Faðirinn og eiginmaðurinn Jack Torrance…