Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

> Spilarar: 2-6 > Spilatími: 30mín > Aldur: 8+ > Útgefandi: iello > Hönnuður: Richard Garfield Daníel Páll Jóhansson skrifar: Í King of Tokyo tekur þú ham risaskrímslis sem hefur það markmið að verða kóngur yfir rústum Tokyo með því að sigra öll önnur skrímsli. Til að bera sigur af hólmi þarf spilarinn að vera sá fyrsti til að ná 20 stigum, eða vera eina skrímslið sem eftir stendur. Til að ná fram vilja sínum þurfa spilarar að kasta teningum, hver spilari kastar sex teningum og hver teningur hefur sex mismunandi tákn. Árás (kló), Hjarta, Orka (elding), Þrír, Tveir,…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða eldri Föstudagssyrpur hér. Uppáhalds Star Wars aðdáendaatriðin hans Mark Hamills Tækni við að rústa Flappy Bird Blúpers úr The LEGO Movie Nokkir minnispunktar um að lífið er ekki eins fullkomið og bíómynd Gravity á 60 sekúndum Við kynnum hinn stórkostlega… GOAT SIMULATOR! Hægt að forpanta leikinn hér Fleiri Föstudagssyrpur

Lesa meira

Á Nintendo Direct kynningunni sem lauk fyrir stuttu kynnti Nintendo fjölda nýrra leikja sem eru væntanlegir á Wii U og Nintendo 3DS. Kynningin er rétt yfir 40 mínútur, en hér má nálgast lista yfir alla þá leiki sem kynntir voru ásamt tímasetningu: 00:32 – Super Smash Bros. 02:50 – Mario Golf: World Tour 04:29 – Kirby: Triple Deluxe 06:35 – Yoshi’s New Island 09:36 – Steel Diver: Sub Wars 12:20 – Rusty’s Real Deal Baseball 15:40 – Pokémon Battle Trozei 17:17  – Professor Layton and the Azran Legacy 20:44 – Monster Hunter 4 Ultimate 21:19 – Weapon Shop de Omasse 22:39…

Lesa meira

Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Okkar áttundi viðmælandi er Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna og hefur verið þingkona flokksins síðan 2007. Katrín var mennta- og menningarmálaráðherra árin 2009-2013 í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Auk þess hefur hún starfað við dagskrárgerð, ritstörf, kennslu og margt fleira. Katrín er fædd árið 1976 og er með BA í íslensku með frönsku sem aukagrein og MA í íslenskum bókmenntum. Það má segja að Katrín hafi verið fljót að finna sig í pólitíkinni, en hún var í stúdentaráði HÍ og háskólaráði…

Lesa meira

Helgi Freyr Hafþórsson skrifar: Spilið byrjaði sem verkefni á Kickstarter og var ekki lengi að ná markmiði sínu og safna í leiðinni stórum hópi aðdáenda. Skopskynið í leiknum er kolsvart og eru leikreglurnar fáranlega einfaldar, svo spilið er sannarlega fyrir fólk sem hefur svartan húmor og þorir að láta allt flakka. Því er spilið alls ekki fyrir fólk sem móðgast auðveldlega og ætti það því að halda sig sem lengst frá því. En fyrir okkur hin þá er þetta besta partý spil í heimi! Cards Against Humanity er mjög einfalt í spilun, hver og einn spilari hefur tíu hvít spil…

Lesa meira

Árið 2012 ákvað Andre frá Frakklandi að selja tölvuleikjasafnið sitt á uppboðsvefnum eBay. Þessi ákvörðun væri eflaust ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að hæsta boðið sem kom í leikjasafnið var 1,2 milljónir Bandaríkjadala, sem gera í kringum 144 milljónir íslenskra króna. Safnið var heldur ekkert venjulegt safn tölvuleikja. Það samanstóð af fágætum leikjum, meðal annars fyrir leikjatölvuna Nintendo Entertainment System, betur þekkta sem Nintendo NES. Allir leikirnir voru í upprunalegum pakkningum og óopnaðir; sem sagt gull í augum margra leikjanörda og -safnara. Tölvuleikjasafnarinn Andre á japönsku hugviti mikið að þakka. Hefði japanska stórfyrirtækið Nintendo, sem hafði framleitt…

Lesa meira

Laugardaginn 1. febrúar var FIRST LEGO League keppnin haldin og var þemað náttúruöfl (Nature’s Fury). Alls 13 lið tóku þátt, en það var liðið 0% englar frá Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði sem sigraði keppnina og öðlaðist þar með þátttökurétt á Evrópumóti FIRST LEGO League. Nýherji, einn af bakhjörlum keppninnar, setti þetta skemmtilega myndband frá keppninni á YouTube. -BÞJ

Lesa meira

UTmessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, var haldin í fjórða sinn dagana 7. og 8. febrúar 2014 í Hörpu. Tilgangur UTmessunnar  er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta mörg helstu og stærstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins, sem og erlendir gestir,  og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Lesa meira

Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skema, fékk í dag UT verðlaun Ský 2014  en þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru afhent. Í rökstuðningi valnefndar segir að Rakel sé hugsjónamanneskja og frumkvöðull sem sýnt hafi hversu mikilvægt það sé að vera jákvæður og trúa á sjálfan sig og hugmyndir sínar. Ný nálgun og hugmyndafræði Rakelar hefur valdið straumhvörfum í fræðslu og áhuga allra aldurshópa á nýtingu upplýsingatækni. Aðferðafræðin sem er studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði, hefur það markmið að kenna ungu fólki frá 6 ára aldri að forrita. Undirstöðuatriði aðferðafræðinnar byggja á jákvæðni, myndrænni framsetningu og notkun…

Lesa meira