Sækja MP3 skrá Skúli og Þrándur fara yfir helstu fréttir nördaheimsins í hverri viku. Ásamt því að ræða ýmis málefni og tala ýtarlega um tölvuleiki, myndasögur og fleira. Fólk má búast við sönnu íslensku gríni og glensi og bara almennri skemmtun. Hail Hydra.
Author: Nörd Norðursins
Í febrúar fór ég í Tekniska Museet, í Stokkhólmi í Svíþjóð, þar sem leikjasýningin Game On 2.0 var í gangi, en hefur hún verið framlengd til 28. september næstkomandi (hún átti upphaflega að vera til 27. apríl). Til þess að komast þangað með almannasamgöngum þarf að taka strætó númer 69 frá t.d. Sergels torgi (ef maður er í miðborginni) að stoppistöðinni Museiparken en þar eru nokkur önnur söfn í grendinni og hliðina á Tekniska Museet er Löggusafnið. Það kostar 120 sænskar krónur fyrir fullorðna og fyrir 7-19 ára eru það 40 krónur en fyrir 6 ára og yngri er ókeypis.…
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
| Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Thief (eða Þjófur) leikirnir fjalla um þjófinn Garrett og gerist í heimi sem minnir helst á England á Viktoríu tímabilinu. Í byrjun leiks er Garrett að reyna að stela einhverjum steini fyrir náunga sem heitir Basso. Garrett ásamt hræðilega þjófnum Erin sem hefur mestu læti í heimi finnur steininn en Garrett lýst ekki á hlutina og hættir við. Erin tekur það ekki í mál og fara þau að rífast. Einhver yfirnáttúruleg athöfn er í gangi fyrir neðan þau sem veldur því að þakið sem þau eru á hristist og endar það með því að Garrett og Erin detta í gegnum…
Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða fleiri Föstudagssyrpur hér. Varist KisuBane… Wolverine The Musical með Hugh Jackman! Æðisleg auglýsing fyrir bakaðar baunir Geitur syngja Game of Thrones lagið – BAAAA! Munurinn á myndbrotum og leikjaspilun er mikill Fleiri Föstudagssyrpur
Tilnefningar Nordic Game-verðlaunanna fyrir árið 2014 liggja fyrir. Því miður eru engir íslenskir leikir á listanum en þar má finna fjölbreytt úrval af norrænum leikjum í fimm mismunandi flokkum. Vinningshafar verða kynntir 22. maí á Nordic Game Conference sem fer fram í Malmö Svíþjóð dagana 21.-23. maí 2014. Besti norræni leikurinn 2014 Battlefield 4, eftir DICE (Svíþjóð) Year Walk, eftir Simogo (Svíþjóð) The Swapper, eftir Facepalm Games (Finnland) Resogun, eftir Housemarque (Finnland) Teslagrad, eftir Rain Games (Noregur) Forced, eftir Betadwarf (Danmörk) 140, eftir Jeppe Carlsen (Danmörk) Besti norræni barnaleikurinn 2014 Toca Boca Hair Salon 2, eftir Toca Boca (Svíþjóð) My Little Work Garage, eftir Filimundus (Svíþjóð) Sprinkle…
Hljóðhönnuðurinn Jóhannes Gunnar Þorsteinsson og Leikjasamsuðan, samfélag íslenskra leikjahönnuða, halda leikjadjammið Isolation Game Jam 2014 í íslenskri sveitasælu dagana 25. til 29. apríl næstkomandi. Leikjadjamm, eða „game jam“ eins og það heitir á ensku, er samkoma leikjahönnuða með það sameiginlega markmið að búa til tölvuleiki á stuttum tíma. Leikjadjammið verður haldið á Kollafossi í Vesturárdali, netlausum bóndabæ í Miðfirði, og tekur um þrjá klukkutíma að keyra þangað frá höfuðborginni. Umhverfið í kring er ósvikin íslensk náttúra sem getur varla verið annað en góður innblástur fyrir íslenska leikjahönnuði. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir íslenska leikjahönnuði til að þjálfa sig í leikjagerð, efla tengslanetið og hafa gaman.…
Ragnar og Melkorka tóku skemmtilegt viðtal við Bryndísi Charlotte Sturludóttir, drekabana, í nýjasta hlaðvarpsþætti Áhugavarpsins á Alvarpinu. Í þættinum spjalla þau um fjölspilunarleiki, World of Warcraft, kynjahlutverk í tölvuleikjum og fleira. Sæktu þér kaffibolla og smelltu hér til að hlusta á þáttinn, en hann samanstendur af hvorki meira né minna en 80 djúsí mínútum. Einnig má geta þess að Sverrir Bergmann tók stutt viðtal Bryndísi í GameTíví í fyrra og er hægt að nálgast þann þátt hér á Vísir.is (byrjar á 17. mínútu). -BÞJ
Það er til mikið af frábærum sjónvarpsþáttum! Níu þáttaraðir af The X-files og hvorki meira né minna en sautján þáttaraðir af South Park og tuttugu og fimm af The Simpsons. Listinn er langur. En hvað ætli það taki samanlagt langan tíma að horfa á alla þessa þætti? Á vefsíðunni tiii.me geturu komist að því og reiknað út hve miklum tíma þú hefur varið í sjónvarpsþáttagláp. Kæri lesandi, búðu þig undir vægt sjokk. Endilega deildu niðurstöðum þínum með okkur! Reiknaðu dæmið á tiii.me Mynd: The X-Files Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.