Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

TEDxReykjavík ráðstefna verður haldin í Hörpu þann 17. maí næst komandi. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góðum hugmyndum vængi. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem kynntar eru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. TEDxReykjavík er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að koma hugmyndum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, en erindin eru flest á ensku. Á ráðstefnunni munu ýmsir mælendur halda fjölbreytt erindi um ýmis málefni. Á meðal mælenda eru Ólafur Stefánsson handboltaþjálfari; Gulla Jónsdóttir arkitekt; Þórir Ingvarson, rannsóknarlögreglumaður; Pétur K. Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður og Ásdís Olsen, kennari. Tvö erindi vekja þó sérstaka athygli hjá okkur nördunum: Annars vegar ætlar mun Ýmir Vigfússon,…

Lesa meira

Tæp tvö ár eru líðin frá því að leikjafyrirækið Ubisoft kynnti leikinn Watch Dogs til sögunnar. Leikurinn gerist í heimi þar sem öllu er stjórnað i gegnum tölvur og tæknibúnað og hefur spilarinn hæfileika til að hakka sig inn í ýmis tæki á borð við farsíma og umferðarljós og þannig haft áhrif á atburðarás leiksins. Leikurinn á sér stað í opinni borg og má líka við einskonar blöndu af Grand Theft Auto og Deus Ex. Í þessu nýja 10 mínútna langa kynningarmyndbandi er farið yfir það helsta sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 27. maí…

Lesa meira

Kóreska liðið SK Telecom bar sigur úr býtum í úrslitaviðureigninni á League of Legends ALL STARS mótinu í dag. Í úrslitunum mætti SKT kínverska liðinu OMG, í fimm leikja seríu sem fór 3-0 SKT í vil. Þrátt fyrir að gefa OMG ekki einn leik eftir, voru allir þrír leikirnir hörkuspennandi og leit ansi oft út fyrir að OMG myndu snúa seríunni sér í hag. Þannig fór þó ekki, og hampa því SKT ALL STAR Invitational titlinum og ganga frá mótinu með 50.000$ verðlaunafé. Einnig var keppt í ALL STAR Duel Challenge, en í úrslitunum þar megin vann Team ICE (Archie,…

Lesa meira

Í seinasta  mánuði var tilkynnt hvaða norrænu leikir voru tilnefndir til Nordic Game verðlaunanna í ár. Vinningshafar verða kynntir 22. maí á Nordic Game ráðstefnunni sem fer fram í Malmö Svíþjóð dagana 21.-23. maí 2014 og er hægt að skoða dagskrána betur hér. En hvað finnst ykkur lesendur góðir? Hvaða leikir finnst ykkur að ættu að fá verðlaunin í ár?

Lesa meira

Laugardaginn 10. maí verða Spilavinir með opinn spilamarkað í verslun sinni, Suðurlandsbraut 48, milli klukkan 11:00 og 16:00. Á markaðnum geta spilavinir, spilasafnarar og spilaáhugafólk bíttað, selt og keypt borðspil. Á Facebook síðu viðburðarins kemur fram að betra sé að taka pening með sér þar sem fáir posar verða á staðnum: Þeir sem koma og versla: Semja við hvern seljanda fyrir sig. Við mælum með að taka pening með sér þar sem ekki er líklegt á að margir verði með posa. . Þeir sem ætla koma og selja: Til að auka líkurnar á að fá borð, þá er best að láta okkur…

Lesa meira

Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða fleiri Föstudagssyrpur hér. Krakkar tala inn á Star Wars Honest Trailer: Attack of the Clones Talk Nerdy To Me! Svona borða tölvuleikjaspilarar matinn… Fleiri Föstudagssyrpur

Lesa meira

Föstudaginn 9. maí, kl. 16, verður opnuð myndasögusýning á verkum listamannsins Jan Pozok. Jan Pozok eða Jean Posocco eins og hann heitir réttu nafni er fæddur í Frakklandi 1961. Hann hefur myndskreytt barnabækur síðan 1989. Þekktasta bókaserían sem hann hefur teiknað er Krakkarnir í Kátugötu sem Samgöngustofa gaf út fyrst 2004, en henni er dreift í alla leikskóla á landinu. Hann setti fyrsta myndasögunámskeiðið á Íslandi af stað árið 1995 í litlum einkareknum myndlistaskóla, Listaskólanum við Hamarinn, í Hafnarfirði. Hann tók við útgáfu hasarblaðsins Blek árið 1997 og hefur haldið ótrauður áfram að gefa það út undir öðru nafni, NeoBlek, og hafa 25…

Lesa meira

Hin árlega EVE aðdáendahátíð fór fram í Hörpu dagana 1.-3. maí. Um 3.000 manns sótti hátíðina og þar af voru 1.500 erlendir gestir. Elmar Víðir, Kristinn Ólafur og Bjarki Þór hjá Nörd Norðursins voru á staðnum og tóku saman það helsta frá hátíðinni. Fortíð, nútíð og framtíð EVE: Valkyrie CCP tilkynnti að leikurinn myndi keyra á nýju Unreal 4 grafíkvélinni. Í leiknum leikur maður flugmann í sveit fyrstu valkyrjunnar Ránar. Þegar valkyrjuflugmenn deyja eru þeir endurlífgaðir gegnum klónun og geta því barist að eilífu. Til að byrja með er hægt að fljúga þremur mismunandi tegundum geimskipa: Fighter, Heavy og Support.…

Lesa meira

Nýtt sýnishorn úr Project Legion, nýjum skotleik sem íslenska leikjafyrirtækið CCP kynnti á EVE Fanfest um helgina, er komið á YouTube. Leikurinn verður í anda DUST 514 og gerður fyrir PC tölvur. Leikurinn er enn í vinnslu og enginn útgáfudagur hefur verið tilkynntur.

Lesa meira