TEDxReykjavík ráðstefna verður haldin í Hörpu þann 17. maí næst komandi. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góðum hugmyndum vængi. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem kynntar eru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. TEDxReykjavík er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að koma hugmyndum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, en erindin eru flest á ensku. Á ráðstefnunni munu ýmsir mælendur halda fjölbreytt erindi um ýmis málefni. Á meðal mælenda eru Ólafur Stefánsson handboltaþjálfari; Gulla Jónsdóttir arkitekt; Þórir Ingvarson, rannsóknarlögreglumaður; Pétur K. Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður og Ásdís Olsen, kennari. Tvö erindi vekja þó sérstaka athygli hjá okkur nördunum: Annars vegar ætlar mun Ýmir Vigfússon,…
Author: Nörd Norðursins
Tæp tvö ár eru líðin frá því að leikjafyrirækið Ubisoft kynnti leikinn Watch Dogs til sögunnar. Leikurinn gerist í heimi þar sem öllu er stjórnað i gegnum tölvur og tæknibúnað og hefur spilarinn hæfileika til að hakka sig inn í ýmis tæki á borð við farsíma og umferðarljós og þannig haft áhrif á atburðarás leiksins. Leikurinn á sér stað í opinni borg og má líka við einskonar blöndu af Grand Theft Auto og Deus Ex. Í þessu nýja 10 mínútna langa kynningarmyndbandi er farið yfir það helsta sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 27. maí…
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Kóreska liðið SK Telecom bar sigur úr býtum í úrslitaviðureigninni á League of Legends ALL STARS mótinu í dag. Í úrslitunum mætti SKT kínverska liðinu OMG, í fimm leikja seríu sem fór 3-0 SKT í vil. Þrátt fyrir að gefa OMG ekki einn leik eftir, voru allir þrír leikirnir hörkuspennandi og leit ansi oft út fyrir að OMG myndu snúa seríunni sér í hag. Þannig fór þó ekki, og hampa því SKT ALL STAR Invitational titlinum og ganga frá mótinu með 50.000$ verðlaunafé. Einnig var keppt í ALL STAR Duel Challenge, en í úrslitunum þar megin vann Team ICE (Archie,…
Í seinasta mánuði var tilkynnt hvaða norrænu leikir voru tilnefndir til Nordic Game verðlaunanna í ár. Vinningshafar verða kynntir 22. maí á Nordic Game ráðstefnunni sem fer fram í Malmö Svíþjóð dagana 21.-23. maí 2014 og er hægt að skoða dagskrána betur hér. En hvað finnst ykkur lesendur góðir? Hvaða leikir finnst ykkur að ættu að fá verðlaunin í ár?
Laugardaginn 10. maí verða Spilavinir með opinn spilamarkað í verslun sinni, Suðurlandsbraut 48, milli klukkan 11:00 og 16:00. Á markaðnum geta spilavinir, spilasafnarar og spilaáhugafólk bíttað, selt og keypt borðspil. Á Facebook síðu viðburðarins kemur fram að betra sé að taka pening með sér þar sem fáir posar verða á staðnum: Þeir sem koma og versla: Semja við hvern seljanda fyrir sig. Við mælum með að taka pening með sér þar sem ekki er líklegt á að margir verði með posa. . Þeir sem ætla koma og selja: Til að auka líkurnar á að fá borð, þá er best að láta okkur…
Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða fleiri Föstudagssyrpur hér. Krakkar tala inn á Star Wars Honest Trailer: Attack of the Clones Talk Nerdy To Me! Svona borða tölvuleikjaspilarar matinn… Fleiri Föstudagssyrpur
Föstudaginn 9. maí, kl. 16, verður opnuð myndasögusýning á verkum listamannsins Jan Pozok. Jan Pozok eða Jean Posocco eins og hann heitir réttu nafni er fæddur í Frakklandi 1961. Hann hefur myndskreytt barnabækur síðan 1989. Þekktasta bókaserían sem hann hefur teiknað er Krakkarnir í Kátugötu sem Samgöngustofa gaf út fyrst 2004, en henni er dreift í alla leikskóla á landinu. Hann setti fyrsta myndasögunámskeiðið á Íslandi af stað árið 1995 í litlum einkareknum myndlistaskóla, Listaskólanum við Hamarinn, í Hafnarfirði. Hann tók við útgáfu hasarblaðsins Blek árið 1997 og hefur haldið ótrauður áfram að gefa það út undir öðru nafni, NeoBlek, og hafa 25…
Hin árlega EVE aðdáendahátíð fór fram í Hörpu dagana 1.-3. maí. Um 3.000 manns sótti hátíðina og þar af voru 1.500 erlendir gestir. Elmar Víðir, Kristinn Ólafur og Bjarki Þór hjá Nörd Norðursins voru á staðnum og tóku saman það helsta frá hátíðinni. Fortíð, nútíð og framtíð EVE: Valkyrie CCP tilkynnti að leikurinn myndi keyra á nýju Unreal 4 grafíkvélinni. Í leiknum leikur maður flugmann í sveit fyrstu valkyrjunnar Ránar. Þegar valkyrjuflugmenn deyja eru þeir endurlífgaðir gegnum klónun og geta því barist að eilífu. Til að byrja með er hægt að fljúga þremur mismunandi tegundum geimskipa: Fighter, Heavy og Support.…
Nýtt sýnishorn úr Project Legion, nýjum skotleik sem íslenska leikjafyrirtækið CCP kynnti á EVE Fanfest um helgina, er komið á YouTube. Leikurinn verður í anda DUST 514 og gerður fyrir PC tölvur. Leikurinn er enn í vinnslu og enginn útgáfudagur hefur verið tilkynntur.