Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Það styttist óðum í eina stærstu kvikmynd ársins The Adventures Of Tintin: The Secrets of the Unicorn. Ég ætla ekki að fjalla um myndina fyrr en rétt fyrir frumsýningu myndarinnar, en ég hef ákveðið að fara yfir bækurnar um hinn heitelskaða belgíska blaðamann sem flestir Evrópubúar kannast við úr æsku sinni (undirritaður þar með talinn). Ég vil samt sem áður benda ykkur á að spillar (spoilers) eru til staðar. Ég mun ekki fara mjög ítarlega í allar bækurnar- aðallega þær sem skiptu sköpum í sögu Tinna og Hergés. Tinni Í Sovíetríkjunum Tinni Í Sovíetríkjunum var fyrsta sagan af Tinna,…

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið CCP mun segja upp 20% af starfsfólki sínu á næstunni, en um 600 manns starfa hjá CCP í dag. Meðal annars verður störfum fækkað um 80 í CCP í Atlanta og 34 í Reykjavík. Í kjölfar niðurskurðsins breytast áherslurnar hjá fyrirtækinu en CCP mun fyrst og fremst einbeita sér að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í EVE Online en hægt verður á þróun leiksins World of Darkness. CCP birti eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni þann 19. október 2011: At CCP we have been working hard to expand the gaming landscape by applying the knowledge and expertise we’ve built up…

Lesa meira

Malneirophrenia og Bíó Paradís standa fyrir Uppvakningahátíð og kvikmyndatónleikum 29. og 30. október 2011. Kammerpönksveitin Malneirophrenia hefur valið fimm sígildar uppvakningamyndir sem verða sýndar yfir tvö kvöld. Þar að auki heldur sveitin kvikmyndatónleika í tilefni 100 ára afmælis þögla meistaraverkisins L’Inferno (1911), fyrstu ítölsku kvikmyndarinnar í fullri lengd. Rafdúettinn Radio Karlsson hitar upp fyrir sýninguna. Myndavalið er glæsilegt og erfitt að láta þessa snilld fram hjá sér fara. Miðaverð er 1.000 kr. á eina sýningu en 2.000 kr. fyrir heilt kvöld eða 3.500 kr. fyrir bæði kvöldin. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á bioparadis.is og malneirophrenia.com. Þú getur…

Lesa meira

Hefur þú búið til eða hannað tölvuleik, kvikmynd/stuttmynd, spil, teiknimyndasögu, skáldsögu, grafískt verk eða eitthvað annað sem mætti flokkast sem nördalegt og vilt vekja athygli á og birta á heimasíðunni okkar? Við hvetjum þig þá til að hafa samband við okkur á nordnordursins(at)gmail.com. Mynd: Jón Sigurðsson á heimasíðu Alþingis + 3D gleraugu.

Lesa meira

Ég get ekki byrjað á þessari gagnrýni án þess að óska starfsfólki Caoz til hamingju með að koma þessu verkefni alla leið í kvikmyndahús. Það er alls ekki lítið afrek fyrir íslenska kvikmyndagerð að gefa út svona stóra kvikmynd sem á einnig þann heiður að vera fyrsta teiknimynd landsins í fullri lengd. Þið eigið skilið kossa, knús og vel verðskuldað klapp á bakið frá kvikunaraðdáendum (animation aðdáendum) Íslands. Þór er ungur maður sem hefur verið afneituð ást og athygli föður síns, guðinum Óðni, og býr með móður sinni í litlu víkingaþorpi. Eftir að guðir Valhallar hafna hamrinum Mjölni fær Þór…

Lesa meira

Njarðarkjarni (Nerdcore hip hop) er hipp hopp stefna nördans. Í stað þess að rappa um peninga, dóp, glæpagengi og „tíkur“ eins og oft tíðkast í hefðbundnu hipp hoppi er rappað um tölvuleiki, hlutverkaspil, tækni, vísindaskáldskap og annað sem við kemur njarðarheiminum. Og í stað þess að endurtaka þéttar lykkjur úr djass og blús tónlist fortíðarinnar er kubbatónlist eða misgóðum/misheppnuðum trommutöktum blastað. Njarðarkjarni er ekki nema um 6 til 10 ára gömul tónlistarstefna og er því enn að þróast og enn deilur meðal manna um hvernig eigi að skilgreina flokkinn. Á meðan aðrir halda því fram að flytjandi njarðarkjarna verði að…

Lesa meira

Jóhann Þórsson fjallar um FIMM BESTU VÍSINDASKÁLDSÖGUR ALLRA TÍMA. Neuromancer og Snow Crash – Cyberpönkið sameinað. Cyberpönk er sérgrein innan vísindaskáldsagna og byrjaði í raun og veru í bók William Gibson, Neuromancer. Það sem sameinar cyberpönkið er tækni á mjög háu stigi aðgengileg almenningi, einkafyrirtæki sem ráða heiminum og áberandi post-apocalyptic fílingur, þó ekkert bendi til að slíkur atburður hafi átt sér stað. Í báðum bókunum er nokkurs konar eilíf nótt, það eru a.m.k. allar lýsingar og öll frásögning þannig að erfitt sé að sjá hlutina fyrir sér öðruvísi en að kvöldi eða um nótt. Fljótlegasta leiðin til að fá upp…

Lesa meira